Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN Ekki deyja allir hetjudauða í orrustum, og minnismerki geta orkað mjög mis- jafnlega á fólk. MINNISMERKIÐ f ÞAÐ STÓÐ í hermannagrafreit á Verdun-vígstöðvunum í Frakklandi, þar sem langir og æðisgengnir bardagar voru háðir í heimsstyrjöldinni 1914—’18. Það var mjög látlaust, aðeins kross úr hvít- um marmara, sem á var letrað á þýzku: Til minningar um Þjóðverja, sem féllu hér í slríðinu 191b—’18. Hvílið í friði. Ég rak augun í þetta minnismerki, þegar ég var að vitja þessara fornu slóða til að rifja þar upp endurminninguna um hrollvekjandi atburð frá 1916. Kross- inn var svo fagur i látleysi sínu, að ég gekk að honum til að skoða hann í krók og kring. Þegar ég var að athuga, hvort ekki væri nein önnur áletrun á honum en sú, sem að framan greinir, tók ég eftir manni, sem sat á heklc skammt frá minn- ismerkinu og liorfði hugfanginn á það. Hann var væskilslegur á að líta og virt- ist mjög dapur á svipinn. Lífið liafði rist sorgarrúnir í hvern drátt í andliti hans. Hann húkti þarna á bekknum, graf- kyrr og fölur og starði á marmarakross- inn, og það var eins og andlit hans væri lika úr hvítum marmara. Eina lifsmark- ið með þessum mannlega steingervingi var, að hárið á höfði hans bærðist i haustgolunni. Þegar ég fór að virða hann nánar fyr- ir mér, þóttist ég sjá, að hann væri ekki eldri en ég, ef til vill öllu yngri. Átti ég að segja sextugur? Gat hugsazt, að hann liefði bilazt á geðsmunum í stríðinu og aldrei horið sitt harr eftir það? Allt i einu var eins og maðurinn vakn- aði af dvala, og liann fór að virða mig fyrir sér. Svo opnaði hann munninn og virtist ætla að segja eitthvað, en orðin dóu á vörum hans. Þá brosti ég til hans og sagði: „Eruð þér Þjóðverji?“ „Þjóð-Þjóðverji, já,“ svaraði hann liik- andi og fór allur lijá sér, þegar hann heyrði, að ég var líka Þjóðverji, en herti síðan upp hugann og mælti: „Þér hafið ef til vill verið í striðinu og þjáðst eins og ég?“ Ég gekk til hans, seltist á hekkinn hjá honum og svaraði brosandi: „Stundum ef til vill, en ekki svo, að orð sé á gerandi eftir öll þessi ár.“ „Sem betur fer, líklega elckert saman- Ijorið við mig,“ anzaði hann hugsi. Svo leit Iiann á krossinn og hélt áfram: „Það er 3. se])lemher í dag . .. Ég kem hing- að alltaf þennan mánaðardag. Ég á hing- að nefnilega dálítið erindi, skal ég segja yður.“ Hann leit á mig, og svipur hans vai' fjarrænn eins og athurðirnir, sem ég gizkaði á, að hann ætlaði að fara að segja frá. „Jæja,“ sagði ég og beið þess, sem koma skyldi. „Þér vitið, að hér var harizl ákaft i heimsstyrjöldinni 1914—’18,“ sagði hann. „Það er nú likast til, allt árið 1916,“ anzaði ég þurrlega. „Það eru margir þýzkir hermenn grafnir hér,“ sagði hann, „en ég, ég slapp I)éðan ósærður — líkamlega að segja.“ Hann reyndi að sækja i sig veðrið, þvi að ])að var eins og hann þyrfti að safna kröftum til þess að geta hafið frásögn sína. „Liðsveil min var stödd þarna 3. sept-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.