Samtíðin - 01.11.1964, Side 19

Samtíðin - 01.11.1964, Side 19
SAMTÍÐIN 15 SNJÓSKRÍMSLIÐ Niðurl. ■ÉG VAR kominn þangað, sem liðið liafði yfir KJöru litlu, rúmlega eitt skref fi'á snjókarlinum, þegar mér skildist, hvernig á þvi liafði staðið, að telpan hafði niisst meðvitundina. Það var af engu öðru en því, að iskaldur lofthjúpur hafði myndazt um hið dularfulla snjólíkneski. Nú læsti þessi helkuldi sig um mig, svo að ég stirðnaði upp og mátti mig hvergi hræra. Siðan dró úr mér allan mátt, og öxin féll úr aflvana hendi mér. Auk þess var eins og þessi yfirnáttúrlegi kuldi hefði lamað skynfæri mín. Síðan hné ég niður og vissi hvorki í þennan heim né annan. En nú var konan mín komin til min. >,Jóhannes! Jóhannes!“ hrópaði hún, um leið og hún þreif í liandlegginn á mér og dró mig i dauðans ofl^oði burt frá snjó- karlinum. Ég heyrði einhvern óm af orðum henn- og fann, að verið var að toga í mig. Svo minntist ég þess, að ég var dreginn eftir snjónum, og von bráðar raknaði ég við. Þá lá ég endilangur á hjarninu i garðinum, en konan og börnin voru að stiunra yfir mér, slrjúka andlit mitt og hendur, um leið og þau lirópuðu nafn mitt. JÉg er að rakna við,“ stundi ég lágt, °g nokkru síðar brölti ég á fætur, skjögr- aði inn i eldhús og hressti mig á lieitum kaffisopa. „Það er ekki til neins að ráðast á hann. Maður kemst ekki að honum,“ varð mér að orði, þegar ég var orðinn sæmilega hress. „Sagði ég þér ekki, pabbi?“ gall Wern- er litli við. „Hann hatar okkur öll! Ef við snertum hann, drepur liann okkur!“ „Vitleysa, barn!“ anzaði ég sárgramur. „Þetta er ekki annað en venjulegur snjó- karl, sem við höfum auk þess sjálf búið til. Skárra væri það, ef hann færi að drepa okkur. Nú bræðum við hann bara með heitu vitni!“ Síðan þreif ég fötu, fyllti hana með valni úr heita krananum og skundaði út í garðinn. Ég staðnæmdist spölkorn frá snjókarlinum og skvetti snarpheitu vatninu á lappirnar á honum. Þær vökn- uðu að vísu, en það var eins og vatnið breyttist i ís, þegar það gusaðist á þess- ar ferlegu stoðir, sem báru tröllið uppi. Þær virtust bara styrkjast við vatns- austurinn! Werner stakk þá upp á því, að við setlum garðslönguna á heita kranann og reyndnm síðan að sprauta heitu valni á hausinn á snjókarlinnm. Við gerðum það, en allt fór á sömu leið. Vatnið lagðist eins og íshjúpur á höfuð lians og herðar. Það lak ekki einn sinni einn dropi af þeim, hvað þá meira! Þá gáfumst við alveg upp og ákváðum að láta eins og við vissum alls ekki af þessum snjókarli. Ég lét orð falla um það, að hann gæti ekki gert okkur neitt mein, því að þetta væri bara venjulegur snjókarl. En heldur þótti okkur nú lak- ara, að veðurstofan skyldi spá frosti næsta sólarhringinn. Við liefðum viljað mikið til þess vinna, að veðurguðirnir hefðu sent okkur asahláku í staðinn. Svo leið þessi dagur og næsta nótt. En þegar við vöknuðum og litum út um morguninn, brá okkur heldur en ekki i brún. Snjókarlinn hafði færzt alla leið lieim að húsinu og starði nú válegum augum inn um svefnlierbergisglugga barnanna. Hann var eins og nátttröllið á glugganum í þjóðsögunni. Werner fann glöggt, hvernig kuldinn frá honum læsli

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.