Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.11.1964, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN sig gegnum þykkan steinvegginn. Hann dró í ofboði fyrir gluggann, og síðan fór- um við öll niður. Við hresstum okkur á morgunverðin- um, og síðan fóru börnin i skólann. Að þvi loknu kom okkur hjónunum saman um, að ég skyldi hringja i lögregluna. Ég fékk heldur kuldalegar viðtökur hjá lögregluþjóninum, sem svaraði í sím- ann. Hann botnaði auðsjáanlega elckert í því, að snjókarl gæti orðið dularfulll fyrirbrigði, sem ekki var nú ef til vill tiltökumál. En eftir að hafa ráðgazt eitt- iivað við starfsbræður sína á stöðinni, virtist hann halda, að ég væri annað- hvort drukkinn, vitskertur eða staðráð- inn i að gabba lögregluna! „Komið þér bara hingað, sjáið og sannfærist,“ sagði ég. „Þá munuð þér komast að raun um, að snjókarlinn er kominn alla leið heim að húsinu. Þér getið spurt nágranna okkar, hvort liann hafi ekki færzt það sjálfkrafa. Þeir hljóta að hafa fylgzt með honum.“ Ég fékk það svar, að lögreglan hefði allt annað að gera en að sinna snjókörl- um þennan dag, en að revnt yrði að senda rnann til okkar eftir einn eða tvo daga. Nú var okkur nóg boðið. Konan min var orðin svo miður sín af hræðslu, að hún þverneitaði að vera i liúsinu, með- an þessi ófögnuður amaði okkur. Auð- vitað varð hún að ráða þessu, og þvi tólcum við í skyndi saman nauðsynleg- ustu pjönkur okkar og ókum til tengda- foreldra minna, sem bjuggu i hinum enda hæjarins. Börnin ætluðum við að sækja í skólann, þegar kennslu væri lolc- ið þá um daginn. Börnunum þótti auðvitað fjarska gam- an að mega vera hjá afa og ömmu. Við komum oklcur öll saman um að minnast ekki á snjókarlinn við gömlu hjónin, en sögðum, að vatnið hefði frosið í vatns- leiðslunni lijá okkur og því liefði hún sprungið. Báðum við þau að lofa okkur að vera, þar til komin væri þíða og unnt væri að gera við þetta. Var það auðsótt mál. Morguninn eftir var orðið frostlaust, og þegar leið á daginn, fór að rigna. Snjórinn sjatnaði þá brátt. Um kvöldið skrapp ég heim til að komast að því, livernig sakir stæðu, en konan og börn- in héldu kyrru fyrir hjá foreldrum henn- ar. Ég sá, að snjólaust var orðið að mestu í garðinum, en snjókarlinn stóð þar enn — óbráðnaður! Að vísu þóttist ég sjá, að liann væri ekki alveg eins hár í loftinu né hnarreistur og áður, og trjágreinarn- ar voru dottnar af hausnum á honum, svo að nú var hann orðinn sköllóttur! Spýtukubbarnir stóðu enn í nasaholun- um, en voru horfnir úr augum hans og munni. Hann var þá orðinn blindur og fremur sviplítill til munnsins, svo að allt var þetta nú í áttina. Átti ég að ráðast á liann? Reyna að ráða niðurlögum hans? Satt að segja liraus mér hugur við að standa í þessu al- einn og komið rökkur. En ég hét þvi að koma aftur morguninn eftir og finna karlinn þá duglega í fjöru. Ég sagði konu minni ekki frá þessu áformi mínu. Hún kynni að óttast afleið- ingarnar. Morguninn eftir kvaðst ég mundu fara til vinnu, en fór i þess stað rakleitt heim. Hlákan hafði haldizt, alll var orðið marautt, og snjókarlinn hallað- ist eins og slytti upp að húsveggnum. Ég snaraðist inn i húsið götudyra- megin. Kuldinn þar inni var eins og i frystiklefa. Hann smaug gegnum merg og bein, og þegar ég kom inn í eldhúsið, var ég orðinn hálf stjarfur af kulda og beyg við það, sem ég átti i vændum. Það jók hvað mest á óhug minn, að ég þótt- ist heyra sífellt þrusk við bakdyrnar, rélt

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.