Fréttablaðið - 08.01.2010, Qupperneq 2
2 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR
NEYTENDUR Rúmlega sex prósenta
samdráttur var í sígarettusölu á
síðasta ári miðað við árið á undan.
Rúmlega ein og hálf milljón kart-
ona af sígarettum var seld á síð-
asta ári, um hundrað þúsund færri
en 2008. Tíu pakkar eru í kartoni
og tuttugu sígarettur í pakka. Síg-
arettusala jókst örlítið milli áranna
2007 og 2008.
Um leið og sígarettusalan dróst
saman varð mikil aukning í sölu
neftóbaks og enn meiri í sölu pípu-
tóbaks. Sala þess jókst um meira
en 40 prósent á síðasta ári frá
árinu á undan en samdráttur var í
sölu píputóbaks milli áranna 2007
og 2008.
Sala píputóbaks er mæld í kíló-
um. Á síðasta ári seldust rúm níu
tonn af píputóbaki en árið 2008
nam salan tæplega sex og hálfu
tonni.
Tuttugu prósenta aukning varð
á sölu neftóbaks. Tæplega 24 tonn
seldust á síðasta ári en tæp 20 tonn
árið áður. Árið 2007 seldust tæp
sautján tonn af neftóbaki.
Neftóbak er, eins og nafnið gefur
til kynna, tekið í nefið en ekki
síður í vörina.
Þórdís, ætlarðu að láta útrásar-
víkingana svitna?
„Þeir fá sko að svitna.“
Þórdís J. Sigurðardóttir tók þátt í ýmsum
útrásarverkefnum í uppsveiflunni tengd-
um Dagsbrún, svo sem útgáfu danska
fríblaðsins Nyhedsavisen, kaupum á
bresku prentsmiðjunni Wyndeham og
var stjórnarformaður nokkurra fyrirtækja.
Hún starfar í dag sem cross-fit þjálfari og
heilsuráðgjafi.
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Súr Hvalur
Hákarlinn er kominn
Laxafl ök Beinlaus og Flott
Humar Skelfl ettur
BRUNI Ungur maður, rétt tæplega 26
ára, lést í eldsvoða við Hverfisgötu
í gærmorgun. Fjórir lögreglumenn
þykja hafa unnið þrekvirki þegar
þeir björguðu öðrum manni úr risi
hússins þar sem eldurinn logaði.
„Við vorum alveg að fara að hörfa
þegar við sáum þennan mann koma
fálmandi í reyknum,“ segir Pétur
Guðmundsson, einn lögreglumanna.
„Við vorum alveg á síðustu sekúnd-
unum. Við bókstaflega hlupum út
undan reyk, sprengingum og hita
með manninn með okkur.“
Maðurinn sem bjargaðist hafði
vaknað þegar lögreglumennirnir
hrópuðu og bönkuðu á hurðir. „Það
hefði ekki mátt muna nema sekúnd-
um í viðbót, þá hefði hann aldrei
vaknað,“ segir Pétur.
Pétur hefur verið lögregluþjónn
í 20 ár og hefur tvisvar áður bjarg-
að manneskju úr brennandi húsi.
„Núna er þessi björgunartilfinn-
ing svo blendin út af manninum
sem lætur þarna lífið,“ segir hann.
„Það hefði náttúrlega verið draum-
ur að geta bjargað öllum, en það var
bara ekki möguleiki.“
Að mati Péturs hefði verið óðs
manns æði að rjúka inn í hina ris-
íbúðina, þar sem maðurinn lá og
eldurinn logaði. „Það hefði bara
verið vitleysa að reyna að fara inn
í þykkan, svartan reyk og mikinn
hita, algjörlega án allra tækja. Það
er ekki hægt.“ Þar fyrir utan frétti
lögregla ekki fyrr en síðar að ein-
hver væri í íbúðinni.
Alls voru sex manns í fimm íbúð-
um hússins þegar eldurinn kom upp
skömmu eftir klukkan fjögur, og
náði lögregla að sjá til þess að fimm
kæmust út. Reykkafarar slökkviliðs
fundu svo þann sjötta meðvitundar-
lausan. Hann var úrskurðaður lát-
inn við komuna á sjúkrahús.
Birkir Grétar Halldórsson var
sofandi á hæðinni fyrir neðan risið.
„Ég vaknaði við brunalykt, kíkti
fram en varð ekki var við neitt,“
segir Birkir. „Svo heyrði ég mikil
læti og þá var lögreglan að berja á
allar hurðir. Ég fékk bara nokkrar
sekúndur til að fara í föt og út.“
Birkir játar að hann hafi verið
hræddur eftir að hann kom út.
„Jú, svolítið. Þegar maður sat inni
í löggubíl og horfði á húsið brenna
og vissi af manninum sofandi inni,“
segir hann.
Eldsupptök eru ókunn og ekki er
unnt að greina frá nafni hins látna
að svo stöddu. stigur@frettabladid.is
Ungur maður fórst í
bruna á Hverfisgötu
Einn lést í bruna á Hverfisgötu í gærmorgun. Lögreglumönnum tókst að vekja
aðra íbúa hússins og fundu einn á síðustu stundu fálmandi í svörtum reyk í
risinu. Björgunartilfinningin er blendin út af þeim sem lést, segir einn þeirra.
MIKIÐ TJÓN Húsið er mikið skemmt, og risið nánast ónýtt. Enn var unnið á vettvangi
í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
PÉTUR GUÐMUNDSSON Hefur nú þrisvar
bjargað manneskju úr brennandi húsi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ORKUMÁL „Þetta eru meðvitaðar
aðgerðir til þess að reyna að halda
uppi atvinnustiginu,“ segir Kristj-
án Haraldsson, orkubústjóri í Orku-
búi Vestfjarða, sem hyggur á fram-
kvæmdir fyrir um eitt þúsund
milljónir króna.
Í nýju framkvæmdunum felst
bygging nýrrar 1,15 megavatta
virkjunar við Borgarhvilftarvatn
sem er ofan Mjólkárvirkjunar í
Borgarfirði inn af Arnarfirði. Þá
er ætlunin að leysa af hólmi eldri
5,7 megavatta vél í Mjólkárvirkj-
un með nýrri 7 megavatta vél. Þar
er nú einnig 2,4 megavatta vél. Raf-
orkuframleiðslan á svæðinu verð-
ur þannig samtals 10,55 megavött í
staðinn fyrir 8,1 megavatt.
Öfugt við flest önnur orkufyr-
irtæki hérlendis er fjárhagsstaða
Orkubús Vestfjarða afar sterk.
Kristján segir að fyrir utan eldri
lífeyrisskuldbindingar sé Orkubú-
ið skuldlaust. Það helgist af því að
fyrirtækið hafi um áratuga skeið
ekki fjármagnað framkvæmdir
með lánsfé heldur þeim fjármunum
sem reksturinn hafi skilað. Þessari
stefnu verði haldið áfram.
Að sögn Kristjáns er stefnt að
því að bjóða út jarðvinnu og bygg-
ingu stöðvarhúss í næsta mánuði.
„Þeirri vinnu og uppsetningu vél-
arinnar á að vera lokið í nóvember,“
segir Guðmundur og ítrekar að farið
sé í þessar framkvæmdir nú til að
treysta atvinnulífið á Vestfjörðum.
„Þó að þetta sé ekki stórt á lands-
mælikvarða og við vitum náttúr-
lega ekki hvaðan verktakarnir koma
skiptir þetta máli hérna fyrir vest-
an.“ - gar
Orkubú Vestfjarða með nýja virkjun og eykur afl Mjólkárvirkjunar:
Framkvæma fyrir milljarð án lántöku
MJÓLKÁRVIRKJUN Framleiðslan verður
aukin með nýrri vélasamstæðu.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
TÓBAKSSALAN
Þróunin milli áranna 2007 og 2008
og áranna 2008 og 2009.
´07 og ´08 ´08 og ´09
Sígarettur 0,44% -6,25%
Píputóbak -3,70% 41,22%
Neftóbak 17,76% 19,25%
Sala sígarettna dróst saman á síðasta ári en sala á pípu- og munntóbaki jókst:
Sala píputóbaks jókst um 40%
TÓBAKSINS NEYTT Neftóbak, sem bæði
er tekið í nef og vör, seldist mun meira
á síðasta ári en árið á undan.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
SLYS Karlmaður um fertugt slas-
aðist alvarlega þegar hann ók
vélsleða á húsvegg við Funa-
höfða á öðrum tímanum í gær.
Maðurinn var fluttur á gjör-
gæsludeild Landspítalans með
áverka víða um líkamann, meðal
annars höfuðáverka.
Tildrög slyssins liggja ekki
ljós fyrir, að sögn varðstjóra
lögreglu, að öðru leyti en því að
maðurinn virðist hafa verið að
prufukeyra eigin vélsleða á göt-
unni að lokinni viðgerð þegar
hann missti stjórn á honum.
Lögreglan rannsakar málið og
hefur vélsleðinn meðal annars
verið tekinn til rannsóknar. - sh
Ók á húsvegg við Funahöfða:
Slasaðist alvar-
lega á vélsleða
AF VETTVANGI Ekki liggur fyrir á hversu
miklum hraða maðurinn var þegar
sleðinn skall á veggnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ALÞINGI Stjórnarfrumvarp um
þjóðaratkvæðagreiðslu vegna
synjunar forseta verður tekið til
meðferðar á Alþingi í dag. Málið
verður lagt fram á þingfundi, sem
hefst klukkan hálf ellefu, og er
stefnt að því að lögfesta það áður
en dagur er að kveldi kominn.
Upphaflega var áformað að
þinghald að loknu jólaleyfi hæfist
þriðjudaginn 26. janúar.
Undanfarinn rúman áratug
hefur þing á nýju ári jafnan haf-
ist í annarri eða þriðju viku árs-
ins. Á því var undantekning 1999
þegar þing kom saman 6. janúar
til að bregðast, með lagasetningu,
við Valdimarsdómnum. - bþs
Frumvarp um þjóðaratkvæði:
Stefnt á að ljúka
málinu í dag
Sprakk á einkaþotu
Loka þurfti Keflavíkurflugvelli í fimmt-
án mínútur eftir hádegi í gær þegar
einkaþota af gerðinni Falcon 2000
hringsnerist á vellinum. Við lendingu
sprakk á dekki vélarinnar með fyrr-
greindum afleiðingum. Draga þurfti
vélina af flugbrautinni.
SAMGÖNGUR
LÖGREGLA Lögreglan á Selfossi
fann á þriðja hundrað kannabis-
plöntur í íbúðarhúsi í Hveragerði
á miðvikudag. Á staðnum fannst
einnig á annað kíló af tilbúnu
marijúana og lítið eitt af hass-
olíu.
Karlmaður sem var í íbúðinni
var handtekinn og yfirheyrð-
ur bæði á miðvikudag og í gær.
Hann játaði að hafa staðið að
ræktuninni og sagðist hafa verið
einn að verki. Honum var í kjöl-
farið sleppt úr haldi.
Við ræktunina voru notaðir
gróðurhúsalampar, en lögregla
segir afar varasamt að nota svo
sterka lampa innanhúss vegna
eldhættu. - sh
Handtekinn í Hveragerði:
Upprættu stóra
kannabisrækt Stakk af frá leigubílaskuld
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt
konu á fertugsaldri í eins mánaðar
fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að svíkja
leigubílstjóra um greiðslu. Konan
lét aka sér úr Faxafeni í Reykjavík til
Selfoss. Þar stakk hún af frá sextán
þúsund króna skuld. Hún hefur síðan
greitt féð og játaði brotið skýlaust.
DÓMSMÁL
EFNAHAGSMÁL Eva Joly, ráðgjafi
sérstaks saksóknara, sagði í sam-
tali við RÚV í gær að of mikill
þrýstingur hafi
verið settur
á Íslendinga í
Icesave-málinu.
Hennar skoðun
er sú að ekkert
liggi á í málinu,
enda sé verið að
fjalla um sam-
komulag sem
eigi að gilda til
ársins 2024, og fara eigi aftur á
byrjunarreit með samningana.
Eva segir að hún hafi fengið
það staðfest frá höfundum Evr-
ópureglugerðar um innstæðu-
tryggingar að reglunum hafi ekki
verið ætlað að taka á eins djúp-
stæðum vanda og bankahrun
heillar þjóðar vissulega er. Hún
segir reglugerðina meingallaða
og það sé ástæða vandans. Íslend-
ingar hafi því öflug rök fyrir því
að ábyrgðin sé ekki eingöngu
Íslands. - shá
Eva Joly um Icesave:
Rétt að fara á
byrjunarreit
EVA JOLY
SPURNING DAGSINS