Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 08.01.2010, Qupperneq 4
4 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8° -2° -3° -3° -1° -4° -4° -4° -4° 20° 1° 8° 1° 13° -6° -2° 16° -6° Á MORGUN Strekkingur V-lands, lægir síðdegis. SUNNUDAGUR 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum. 5 4 4 3 1 -1 0 -6 2 0 -6 7 6 8 8 7 5 6 5 3 3 6 6 5 4 2 4 6 5 4 -2 3 HELGARVEÐRIÐ Það bætir í vind og vætu vestast í kvöld og á morgun verður strekkingur framan af degi og rigning um allt vestanvert landið. Á sunnu- dag verður heldur skaplegra veður og styttir víðast upp. Austan til verður víða bjart með köfl um og hægari vindur. Hitinn um helgina verður á bilinu 2-7 stig en í kringum frostmark austanlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður BANDARÍKIN, AP Ríkisstjórn Baracks Obama í Bandaríkjunum býr sig nú undir eina tilraunina enn til þess að koma friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna af stað. Fundir háttsettra ráðamanna í Washington og nokkrum höfuðborg- um Evrópu í bæði þessari viku og næstu þjóna því hlutverki að kanna möguleikana á frekari viðræðum. Meðal annars munu fulltrúar frá Egyptalandi og Jórdaníu koma til viðræðna í Washington. Fyrsti fundurinn í þessari lotu var þó í Katar á mánudag þegar Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hitti Sheikh Hamad bin Jassim Jabr Al-Thani, forsætis- og utanríkisráðherra þess lands. Katar er eitt þeirra arabaríkja sem Bandaríkin vilja að styðji við- ræðurnar. Tilraunir Baracks Obama til þess að þoka friðarferlinu áfram í fyrra, á fyrsta ári sínu í embætti, hófust af krafti þegar hann fékk þaulreyndan sáttasemjara, George Mitchell, til að taka að sér að vera sérlegur full- trúi sinn í Mið-Austurlöndum. Þær tilraunir fóru þó fljótlega út um þúfur, enda blóðugri innrás Ísraela á Gasaströnd nýlokið og ný stjórn tekin við völdum í Ísrael sem virðist enn tregari en fyrri stjórnir til samninga. - gb Bandaríkjastjórn undirbýr enn eina tilraun til að koma friðarferli af stað: Reynt að blása í glæðurnar CLINTON Í KATAR Fundur utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna með Sheikh Hamad bin Jassim Jabr Al-Thani, forsæt- is- og utanríkisráðherra Katar. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Gunnsteinn Sigurðs- son, bæjarstjóri í Kópavogi, ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í bænum fyrir komandi sveitar- stjórnarkosning- ar. Gunnsteinn tilkynnti um þetta í gær. Ástæðuna segir hann vera óviðunandi togstreitu og óró leika í röðum sjálfstæðis- manna í Kópavogi sem hafi verið viðvarandi síðan síðasta sumar. Ástandið torveldi allt starf og valdi flokkadráttum. „Ég get ekki hugsað mér að taka þátt í próf- kjöri flokksins við þessar aðstæð- ur“, segir Gunnsteinn í yfirlýs- ingu. Samstarfið í bæjarstjórn hafi þó gengið vel. - sh Bæjarstjóri Kópavogs hættir: Gunnsteinn fer ekki í framboð GUNNSTEINN SIGURÐSSON BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur hart að flokksfélögum sínum bæði í öldunga- og fulltrúadeild Banda- ríkjaþings að samþykkja sem allra fyrst endanlega útgáfu heil- brigðisfrumvarpsins, sem báðar deildirnar samþykktu hvor í sínu lagi fyrir jól. Á þriðjudaginn féllust leiðtogar demókrata í báðum þingdeildum á að hraða afgreiðslu málsins. Fulltrúadeildin fái það verkefni að semja sameiginlega útgáfu deildanna í staðinn fyrir að form- leg nefnd beggja deilda þurfi að leysa úr því sem á milli ber. - gb Obama ýtir á þingið: Vill heilbrigðis- lög sem fyrst VIÐSKIPTI Björgólfur Guðmunds- son, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, og sonur hans, Björgólfur Thor, sem ásamt föður sínum var aðaleig- andi Landsbankans, hafa ekki verið kallaðir fyrir rannsóknar- nefnd Alþingis. Stöð 2 hefur fjall- að um þetta. Bankaráðsmaðurinn Kjartan Gunnarsson, sem jafnframt var formaður endurskoðunarnefndar bankans, hefur ekki heldur komið fyrir nefndina, frekar en hinir nefndarmennirnir tveir; Þorgeir Baldursson og Andri Sveinsson. Endurskoðunarnefndinni bar samkvæmt lögum að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftir- lit væri með Icesave og öðrum rekstri bankans. - sh Rannsóknarnefnd Alþingis: Björgólfsfeðgar ekki yfirheyrðir VIÐSKIPTI Framhjáhald banda- ríska kylfingsins Tigers Woods hefur skilið meira eftir sig en tætta fjölskyldu og í kringum tug hjákvenna. Nýleg könnun sem birt var í Bandaríkjunum í síðustu viku bendir til að hluthafar átta fyrirtækja sem gert höfðu aug- lýsingasamning við snillinginn með kylfuna hafa tapað samtals tólf milljörðum dala, jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna, á gengisfalli hlutabréfa í fyrirtækjum sem honum tengdust. Netmiðillinn The Street hefur upp úr könnuninni, sem stjórnun- arskólinn UC Davis í Kaliforníu- ríki gerði, að gengi hlutabréfa fyr- irtækjanna hafi almennt lækkað um 2,3 prósent eftir að upp komst um framhjáhald golfsnillingsins. - jab Framhjáhald Tigers Woods: Hluthafar tapa milljörðum TIGER WOODS DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri, Birkir Arnar Jónsson, hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa í nóvember 2009 farið grímu- klæddur og vopnaður hlaðinni haglabyssu að heimili manns að Þverárseli í Reykjavík. Þegar húsráðandi opnaði rak hann byssuhlaupið í enni hans og skaut fimm skotum úr haglabyssunni. Tvö skotanna hæfðu hurðina en þrjú fóru inn í íbúðina í gegnum rúðu við útidyrnar. Húsráðandinn hlaut hringlaga sár á enni sem sauma þurfti með átta sporum. Húsráðandi krefst miskabóta að fjárhæð 900.000 krónur. - jss Skaut að manni: Tilraun til manndráps KÖNNUN Stuðningur við Vinstri græn eykst verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Fylgi við Samfylking- una minnkar, en stjórnarflokk- arnir myndu halda meirihluta yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við útkomuna í könn- uninni. Stjórnarflokkarnir mælast með stuðning 53,2 prósenta kjós- enda samkvæmt könnuninni. Flokkarnir fengju 34 þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni, jafn marga og þeir eru með í dag, en tveir þingmenn myndu færast frá Samfylkingunni til Vinstri grænna yrðu þetta niðurstöður þingkosninga. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkurinn, og fengi atkvæði 31,1 prósents kjós- enda væru niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Frétta- blaðsins. Flokkurinn fékk 23,7 prósenta fylgi í síðustu þingkosn- ingum og 16 þingmenn, en fengi 20 þingmenn samkvæmt könnun- inni. Í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var 15. október síðastliðinn, mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 34,8 prósenta fylgi. Stuðningur við flokkinn hefur því minnkað um 3,7 prósentustig milli kannana. Samfylkingin tapar um tveimur prósentustigum frá síðustu könn- un. Flokkurinn mælist nú með stuðning 28,7 prósenta kjósenda, en fékk 29,8 prósent atkvæða í þingkosningum síðasta vor. Samfylkingin er með 20 þing- menn í dag, en fengi 18 þingmenn samkvæmt könnun Fréttablaðs- ins. Fylgi flokksins mældist 29,8 prósent í könnun blaðsins í okt- óber. Vinstri græn bæta við sig 5,4 prósentustiga fylgi og fengi 24,6 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. Flokkurinn fékk 21,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum, og er því umtalsverð yfir kjörfylgi. Í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins mældust Vinstri græn með 19,2 prósenta fylgi, og bæta sig því verulega milli kann- ana, eða um rúman fjórðung. Vinstri græn eru nú með 14 þingmenn, en bættu við sig tveim- ur yrðu niðurstöður kosninga í takt við nýja könnun Fréttablaðs- ins. Framsóknarflokkurinn stend- ur því sem næst í stað frá síð- ustu könnun. Flokkurinn mælist með stuðning 13,7 prósenta kjós- enda, en fékk 14,8 prósent í síð- ustu þingkosningum. Í síðustu könnun Fréttablaðs- ins mældist flokkurinn með 14,1 prósents fylgi. Framsóknarflokk- urinn er með níu þingmenn í dag og myndi halda þeim öllum sam- kvæmt niðurstöðum könnunar- innar. Hvorki Borgarahreyfingin né klofningsflokkur hennar, Hreyf- ingin, myndu koma manni á þing miðað við könnunina. Borgara- hreyfingin mælist með stuðning 0,4 prósenta kjósenda, en fékk 7,2 prósenta fylgi í kosningum. Hreyfingin nýtur stuðnings 1,6 prósenta aðspurðra í könnuninni. Það er raunar umtalsverð hlut- fallsleg aukning frá síðustu könn- un, þegar Hreyfingin fékk stuðn- ing 0,4 prósenta aðspurðra. Hringt var í 1.100 manns fimmtudaginn 7. janúar. Svar- endur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Alls tóku 64,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Fylgi Vinstri grænna eykst um fjórðung Vinstri græn mælast með stuðning fjórðungs kjósenda í nýrri skoðanakönnun. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn dregst umtalsvert saman milli kannana og allnokkru færri styðja Samfylkinguna. Hreyfingin kemur ekki manni að. 40 35 30 25 20 15 10 5 % FYLGI STJÓRNMÁLA- FLOKKANNA 29,8 25 . a pr íl 20 09 28 . j úl í 2 00 9 15 . o kt ób er 2 00 9 7. jan úa r 2 01 0 Ko sn in ga r Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins frá kosningum 2009 til 7. jan. 2010. 23,7 21,7 14,8 7,2 34,8 30,8 19,2 0,8 0,4 14,1 31,1 28,7 24,6 13,7 1,6 0,4 GENGIÐ 07.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,5491 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,24 125,84 199,44 200,40 179,69 180,69 24,144 24,286 21,906 22,036 17,599 17,703 1,3473 1,3551 195,55 196,71 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.