Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 08.01.2010, Qupperneq 6
6 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR lyf? Kynntu þér þinn rétt á lfi.is Þarft þú að nota lyf að staðaldri? Frumtök • Hjartaheill • Beinvernd • Lyfjafræðingafélag Íslands v ÚTSALA OPIÐ UM HELG INA Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 250 útsöluvörur á rafha.is 144 cm hár frystiskápur með 5 skúffum + 1 hólf með loki. A orkuflokkur 208 ltr brúttó/183 ltr nettó Hraðfrystingog hitastillir HxBxD: 144x54,2x60 cm Verð áður kr 84.900 Verð nú 25.000 59.900 ÞÚ SPARAR 144 CM SVEITARFÉLÖG Fjárhagsáætlun, sem bæjarstjórn Reykjanesbæj- ar samþykkti á þriðjudag, hefur það að forsendu að 2.700-2.900 ný störf skapist í sveitarfélaginu vegna ýmissa nýframkvæmda á þessu ári, svo sem álver og höfn í Helguvík, virkjanir og gagnaver á Keflavíkurflugvelli. Nýframkvæmdirnar auki útsvarstekjur sveitarfélagsins um 680 milljónir króna, eða um 16,6 prósent frá síðasta ári. Bæj- arsjóður skili þannig 47,2 millj- óna króna tekjuafgangi. Áætlunin gerir ráð fyrir því að launakostnaður bæjarins hækki um þrjú prósent en rekstrargjöld lækki um fimm prósent milli ára, úr 8,3 milljörðum króna í 7,7 milljarða á þessu ári. Íbúar Reykjanesbæjar eru rúmlega 14.000 talsins og fækk- aði um 118 frá 2008 til 2009. Nú er gert ráð fyrir að þeim fjölgi í ár um 280 manns. „Þar sem tafir hafa orðið á mörgum stórum verkefnum, verða tekjur af þeim lægri á þessu ári, en vænta mátti. Engu síður skapa þau stórbætta fjár- hagsstöðu bæjarins á þessu ári,“ segir í bókun meirihluta sjálf- stæðismanna í bæjarstjórninni. Í bókun minnihlutans segir að áætlun meirihlutans byggi á væntingum um tekjur, sem alls ekki eru í hendi og á niðurskurði sem eigi sér vart hliðstæðu. „Fræðslusviðið sem heldur utan um leik- og grunnskólastarf þarf að skera niður um 355 millj- ónir á árinu og það er rúmlega tvöfaldur sá niðurskurður sem Reykvíkingum er ætlað að taka á sig,“ segir minnihlutinn. Nið- urskurður á fræðslusviði sé 10,7 prósent að teknu tilliti til fram- reikninga, fjölskyldu- og félags- svið skeri niður um 14,5 prósent, íþrótta- og tómstundasvið um 14,4 prósent, menningarsvið um 14,7 prósent og umhverfis- og skipulagssvið um 22,8 prósent. „Við skulum vona að niðurstaða þessarar áætlunar gangi eftir en verum þess jafnframt viðbúin að það muni skeika um hundruð milljóna eða jafnvel milljarða,“ segir minnihlutinn. Árni Sigfússon bæjarstjóri svaraði með annarri bókun þar sem segir að þrátt fyrir vantrú Samfylkingar munu sjálfstæð- ismenn halda ótrauðir áfram að koma álversverkefninu í Helgu- vík fram og trúa þar af leiðandi á eðlilega tekjuaukningu sem af því hlýst. peturg@frettabladid.is Útsvarstekjur hækki um 16,6 prósent Í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár gengur meirihluti bæjarstjórnar Reykjaness út frá því að 2.700 til 2.900 störf skapist vegna nýframkvæmda. Tekjurnar eru alls ekki í hendi og niðurskurðurinn á sér vart hliðstæðu, segir minnihlutinn. KEFLAVÍKURGANGA Suðurnesjamenn fóru nýlega í svokallaða Keflavíkurgöngu til að berjast fyrir nýjum stórframkvæmdum í atvinnumálum. Trúin á að þær verði að veruleika setur mark sitt á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Líklegt er að bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, missi hlut sinn í Existu á næstu dögum en nauðasamning- ar félagsins verða lagðir fram í næsta mánuði. Þeir kveða á um yfirtöku kröfuhafa á Existu og brott- rekstri forstjóra félagsins. Líklegt er að Exista verði leyst upp í núverandi mynd auk þess sem eignarhlutur bræðranna í Bakka- vör verði tekinn af þeim. Þeir muni eftir sem áður stýra félaginu með það fyrir augum að tryggja heimtur kröfuhafa. Slíkt þykir beggja hagur enda kann svo að fara að bræðurnir eignist hlut í Bakka- vör á nýjan leik eftir nokkur ár að lokinni greiðslu skulda. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings áður en bankinn fór í þrot og átti stóra hluti í norrænu fjár- mála- og tryggingafyrirtækjunum Sampo í Finnlandi og Storebrand í Noregi. Viðskiptablaðið segir í gær að semja þurfi við lánardrottna Bakkavarar áður en til endurskipulagningar Existu kemur en sömu kröfuhafar eru á bak við bæði félögin. Þá þurfa nið- urstöður að liggja fyrir um gjaldmiðlaskiptasamn- inga Existu við skilanefndir Glitnis og Kaupþings. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Exista verði á meðal stærstu kröfuhafa í bú Kaupþings. - jab BAKKAVARARBRÆÐUR Lýður og Ágúst Guðmundssynir geta líklega eignast Bakkavör að einhverju leyti þegar þeir hafa greitt skuldir eftir nokkur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kröfuhafar Bakkavarar og Existu taka bæði félög yfir í skuldir á næstu vikum: Bræðurnir eru að missa tökin STJÓRNMÁL Kínverska sendiráðið hefur fest kaup á stórhýsi á Skúlagötu 51 og hyggst flytja þang- að starfsemi sína. Um er að ræða 4.182 fermetra nýbyggingu beint neðan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Það var félagið 2007 ehf. sem seldi Kínverjum húsið í desember. Kínverjar hafa áður sóst eftir að fá byggingarlóð í Reykjavík fyrir nýja sendiráðsbyggingu en ekki hefur orðið af því. Fréttablaðið sagði frá því 12. júní 2007 að þeir fengu liðsinni utanríkisráðuneytisins sem talaði máli þeirra við borgaryfirvöld. Kom þá fram að Kínverjarnir teldu húsnæði sitt alltof lítið og vildu fá fjögur til fimm þúsund fermetra lóð í miðborginni. Af öryggisástæðum þyrfti sú lóð að vera fjarri bensínstöðvum og háhýsum. Þá kom einnig fram í Fréttablaðinu árið 2007 að til stæði að byggja hið nýja hús í kínverskum stíl í samráði við íslenska hönnuði. Sendiráð Kínverja er nú til húsa í 725 fermetra byggingu við Víðimel 29 auk þess sem Viðskiptaskrifstofa Kína á 1.018 fer- metra í Garðastræti 41. - gar Kínverjar hættir við að reisa nýbyggingu í kínverskum stíl og flytja á Skúlagötu: Kaupa stórhýsi fyrir sendiráð SKÚLAGATA 51 Nýbyggingin þar sem Sjóklæðagerðin var áður á nú að hýsa sendiráð Kínverja á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Virði krafna í bú gamla Landsbankans hefur hækkað um tuttugu prósent frá því á þriðju- dag eftir að forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin. Fjárfest- ar höfðu vænst þess að fá á milli fjögur til 4,75 prósent upp í kröf- ur þegar kröfulýsingarfrestur í þrotabú bankans rann út 30. okt- óber. Í gær var krafan, sem end- urspeglar væntingar um heimtur, komin í 5,75 prósent og hafa fjár- festar aldrei vænst þess að fá jafn mikið úr búi gamla bankans. Innan bankageirans segja mis- skilnings gæta í röðum fjár- festa, sem margir eru erlendir, enda eygi þeir nú von um að ríkið standi ekki við Icesave-skuld- bindingarnar. Við það falla Icesa- ve-kröfur í flokk með almennum kröfum og fá þeir því meira fyrir sinn snúð. - jab Kröfuhafar misskilja málið: Eygja von um betri heimtur Tók forseti Íslands rétta ákvörð- un í Icesave-málinu? Já 64% Nei 36% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú séð kakkalakka á Íslandi? Segðu skoðun þína á visir.is. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum handtók fyrr í vikunni meintan samstarfsmann rúm- ensks manns, sem tekinn var með hálft kíló af kókaíni við komuna hingað til lands 4. desember. Sá rúmenski, maður á þrítugs- aldri, var með efnin innvort- is en skilaði þeim fljótlega af sér. Hann var að koma hingað til lands frá Kaupmannahöfn. Hann situr í gæsluvarðhaldi til 11. jan- úar. Samstarfsaðilinn meinti er íslenskur karlmaður á þrítugs- aldri. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í fyrradag til dagsins í dag, grunaður um aðild að smyglinu. - jss Hálft kíló af kókaíni: Samstarfsmað- ur smyglara inn Hestamenn fjarlægi hús Yfirvöld í Hafnarfirði gáfu í nóvember eigendum bygginga sem reistar voru í óleyfi og utan skipulags á athafna- svæði hestamanna við Kleifarvatn fjögurra vikna frest til að útskýra mál sitt. Engin svör hafa borist. HAFNARFJÖRÐUR LANDBÚNAÐUR Mikilvægi garðyrkju kannað Skýrsla um þjóðhagslegt mikilvægi garðyrkjunnar verður gerð opinber í lok febrúar. Samband garðyrkju- bænda stendur fyrir útgáfunni. Glitnir áfrýjaði dómi Áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember um að skilanefnd Glitnis beri að afhenda Vilhjálmi Bjarnasyni fjárfesti gögn sem varða lánveitingar Glitnis til eignarhaldsfé- lagsins Fons. DÓMSMÁL KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.