Fréttablaðið - 08.01.2010, Síða 8
8 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR
Óvissa vegna synjunar forseta
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, telur áhrif ákvörð-
unar hans um að synja Icesave-
lögunum staðfestingar hafa verið
minni en hann átti von á. Bæði
ætti það við um viðbrögð stjórn-
valda í Bretlandi og Hollandi og
fjármálaheimsins. Hann segir
ákvörðunina þá erfiðustu sem
hann hefur tekið en hún hefur að
hans mati styrkt stöðu Íslands í
deilunni.
Ólafur segist hafa orðið var við
mikinn skilning á málstað Íslend-
inga erlendis frá síðustu daga og
þar hafi jafnframt komið fram
stuðningur við ákvörðun hans.
Vitnaði hann þar sérstaklega í
leiðara Financial Times.
„Þær hrakspár sem komu fram
hafa ekki reynst réttar enn sem
komið er,“ sagði Ólafur um þær
efnahagslegu afleiðingar sem
ríkisstjórnin, verkalýðshreyf-
ingin, atvinnulífið og fjölmarg-
ir sérfræðingar töldu að synjun
laganna gæti haft í för með sér.
Sagði hann þau ítarlegu gögn sem
honum bárust hafa verið „vanga-
veltur um hvað myndi gerast færi
allt á versta veg“ sem hann hefði
ekki getað látið hafa úrslitaáhrif
á ákvörðun sína. Um efnahags-
legar afleiðingar sagði Ólafur
jafnframt að markaðurinn myndi
aldrei vega þyngra við ákvörðun-
artöku hans heldur en lýðræðið
sjálft.
Í rökstuðningi sínum fyrir
ákvörðuninni um að synja lög-
unum vísaði Ólafur í áskoran-
ir þingmanna þegar hann sagð-
ist telja að meirihluti væri fyrir
þjóðaratkvæðagreiðslu. Um þessi
ummæli vildi forsetinn ekki fjalla
sérstaklega en eins og kunn-
ugt er var tillaga um að málið
yrði sett í þjóðaratkvæði felld
á Alþingi nokkrum dögum fyrr.
Sagði hann þetta aukaatriði þrátt
fyrir að forsvarsmenn stjórnar-
andstöðunnar lýsi því nú yfir að
þjóðaratkvæðagreiðsla sé þeim
ekki efst í huga við lausn máls-
ins. Ólafur segist ekki hafa verið
blekktur; mestu hafi skipt allur
sá fjöldi fólks sem hafði komið á
framfæri ósk sinni um að hann
synjaði lögunum sem hafi ráðið
mestu um ákvörðun hans.
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar telur Ólafur ekki hafa
nein áhrif á stöðu hans sem for-
seta eða á það hvort ríkisstjórnin
situr áfram verði þau felld.
Ólafur viðurkenndi að æski-
legra hefði verið að ákvörðun hans
hefði verið kunn ríkisstjórninni
áður en hún var kynnt almenn-
ingi. Baðst hann forláts á því en
hann hefði ekki viljað kynna for-
ystumönnum ríkisstjórnarinnar
ákvörðun sína símleiðis, heldur að
þau gætu kynnt sér rökstuðning
hans í heild. svavar@frettabladid.is
Telur ákvörðun sína
styrkja stöðu Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson telur ákvörðun sína um að synja Icesave-lögunum
hafa styrkt stöðu þjóðarinnar í málinu. Hann segir að úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslunnar eigi ekki að hafa áhrif á stöðu hans eða líftíma ríkisstjórnarinnar.
Á BESSASTÖÐUM Í GÆR Ólafur Ragnar boðaði til sín fjölmiðlafólk til að gefa þeim kost á að ræða um ákvörðun hans um að synja
Icesave-lögunum staðfestingar á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Neitun forseta Íslands við að stað-
festa Icesave-lögin er tilræði við
fulltrúalýðræði á Íslandi og yfirlýs-
ing um að Ísland ætli sér að yfirgefa
umheiminn, segir Uffe Ellemann-
Jensen, sem lengi var utanríkis-
ráðherra Dana og formaður Ven-
stre. Hann skrifar á vef Berlingske
Tidende í gær að veruleikaskynið
virðist hafa yfirgefið Íslendinga.
„Þetta segi ég, sem hef lengi verið
Íslandsvinur. Ímyndið ykkur þá
hvernig aðrir upplifa þessar aðstæð-
ur.“
„Það er útbreidd skoðun að þetta
sé allt að kenna nokkrum villingum
í viðskiptalífinu; almennir Íslend-
ingar eigi ekki að bera ábyrgð á
viðskiptum þeirra. Það sjónarmið
stenst ekki skoðun,“ spyr Uffe Ell-
emann og segir síðan: „Í siðuðu
samfélagi ber
fólk sameigin-
lega ábyrgð á
aðgerðum ríkis-
valdsins. Og það
er íslenska ríkið
sem ber ábyrgð
á bankaeftirliti
sem greinilega
brást.“
Danska dag-
blaðið Jyllands-
posten skrifar einnig harðorðan leið-
ara í garð Íslendinga í gær og segir
ákvörðun forseta Íslands dæmi um
flótta frá pólitískri ábyrgð. Íslend-
ingum hefði verið nær að koma í
veg fyrir lánveitingar bankanna til
að kosta „fráleita herferð íslenskra
draumóramanna á hendur evrópsku
efnahagslífi“.
Uffe Ellemann-Jensen segist vera Íslandsvinur:
Ísland að yfirgefa
umheiminn?
UFFE
ELLEMANN-JENSEN
„Það vinnst ekkert við það að setja
Íslendinga í skuldafangelsi,“ segir
í leiðara breska viðskiptablaðsins
Financial Times í gær.
Lærdómurinn af máli Lands-
bankans ætti að vera sá að Evr-
ópa sameinist um að endurskoða
lög og bæta bankarekstur í álf-
unni. Líklegast sé að þau lög, sem
forseti Íslands neitaði að staðfesta,
verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Kannski kennir það leiðtogum
Hollendinga og Breta að það skil-
ar takmörkuðum árangri að beita
harðræði. Sá lærdómur mun hins
vegar koma of seint til þess að það
gagnist nokkrum.“
Breska dagblaðið The Independ-
ent fjallar einnig um Ice save-deil-
una í leiðara undir fyrirsögninni:
„Engan yfirgang gegn Íslending-
um“. Blaðið átelur framferði breskra
stjórnvalda gagnvart Íslendingum
á öllum stigum Ice save-deilunnar.
Breska ríkisstjórnin hafi gert illt
verra með framgöngu sinni og með
því að koma fram við hjálparvana
nágranna í Evrópu eins og útlaga-
ríki. Hún skammist sín fyrir að
hafa ekki staðið vaktina og brugð-
ist við hættunni áður en íslensku
bankarnir hrundu. Sú skömm skýri
hörkuna í yfirlýsingum Breta eftir
nýjustu tíðindi frá Íslandi.
Leiðarar Financial Times og Independent:
Ekki setja Ísland í
skuldafangelsi
Breska stórblaðið The Econom-
ist fjallar um Icesave-deiluna í
tveimur greinum á síðum blaðs-
ins í gær. Greinarhöfundar fjalla
þar um ákvörðun forseta Íslands
og þjóðaratkvæðagreiðsluna sem
fram undan er.
Í annarri greininni er saga deil-
unnar rakin en jafnframt tekið
fram að lagaleg skuldbinding
Íslendinga til að greiða Bretum
og Hollendingum sé langt frá því
að vera augljós. Þar er því sýnd-
ur skilningur að íslensku þjóðinni
ofbjóði að þurfa að greiða þær
upphæðir sem um ræðir; og séu
gríðarlegar í þjóðhagslegu sam-
hengi.
Eins er fjallað um ákvörðun
Ólafs Ragnars um að synja lög-
unum staðfestingar og sagt að sú
ákvörðun geti auðveldlega sprung-
ið framan í forsetann og almenn-
ingur snúist gegn honum. Þar
er talið víst að lögin verði felld í
þjóðaratkvæðagreiðslu og þá séu
dagar ríkisstjórnarinnar taldir.
Þess utan hafi ákvörðun forset-
ans lagt efnahagsáætlun Íslands í
rúst. - shá
The Economist fjallar um Icesave-deiluna:
Útlitið kolbikasvart