Fréttablaðið - 08.01.2010, Side 10

Fréttablaðið - 08.01.2010, Side 10
 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ Formaður Sjálfstæðisflokksins boðar til opins fundar um Icesave Formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson ræðir nýja stöðu í Icesave. Laugardaginn 9. janúar Kl. 10.30 í Valhöll Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík Fundastjóri: Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna Allir velkomnir! Óvissa vegna synjunar forseta Nokkrir þingmenn sem studdu til- lögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgð Icesave fyrir viku hafa nú lýst yfir andstöðu við að slík atkvæðagreiðsla fari fram Tillaga Péturs Blöndal var felld á Alþingi og lögin samþykkt. Ákvörð- un forseta um að synja Icesave- lögum staðfestingar byggist engu síður á því að meirihluti þingmanna styddi þjóðaratkvæðagreiðslu. Áður en Icesave-lögin voru sam- þykkt á Alþingi að kvöldi 30. desem- ber var felld breytingartillaga frá Pétri H. Blöndal, þingmanni Sjálf- stæðisflokksins, um að málinu yrði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu innan sex vikna. Þrjátíu þingmenn studdu tillögu Péturs. Það voru allir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Hreyfingarinnar sem studdu tillög- una, ásamt Ásmundi Einari Daða- syni og Guðfríði Lilju Grétarsdótt- ur, þingmönnum VG. 33 þingmenn voru á móti. Það voru allir þingmenn Samfylking- ar, tólf af fjórtán þingmönnum VG og Þráinn Bertelsson, óháður. Þótt þau hafi greitt atkvæði gegn tillögu Péturs lýstu Lilja Mósesdótt- ir og Ögmundur Jónasson því yfir að forseti Íslands ætti að neita því að staðfesta lögin. Þegar forsetinn neitaði staðfest- ingu vísaði hann til þess að yfir- lýsingar á Alþingi og áskoranir til forseta frá einstökum þingmönnum sýndu þann vilja meirihluta alþing- ismanna að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. peturg@frettabladid.is Ein vika er langur tími í pólitíkinni Tillaga Péturs H. Blöndal um að setja breytingalög Icesave-ábyrgðarinnar í þjóðaratkvæði var felld naumlega fyrir viku. Nokkrir þingmenn sem greiddu tillögunni atkvæði sitt þá vilja ekki lengur leggja málið í dóm þjóðarinnar. SAGT FYRIR OG EFTIR SYNJUN FORSETA „Bera skal heimild fjármálaráð- herra til að veita ríkisábyrgð skv. 1. mgr. undir þjóðaratkvæðagreiðslu allra atkvæðisbærra manna svo fljótt sem verða má og eigi síðar en sex vikum frá gildistöku lag- anna. Heimildin skal veitt sé meiri hluti gildra atkvæða fylgjandi því.“ Felld með 33 atkvæðum gegn 30 á þingfundi 30. desember. TILLAGA PÉTURS 30. desember: „Þess vegna legg ég til að hér verði samþykkt sú tillaga að tekin verði upp þjóðaratkvæða- greiðsla um þetta mál í samræmi og samhljómi við 26. gr. stjórnarskrárinnar en þar er lagt til að ef forseti synjar undirskrift laga fari það í þjóðaratkvæðagreiðslu óháð máli.“ (Alþingi) 7. janúar: „Ennþá betra væri, minna verst væri, að semja upp á nýtt. […] Á þingi ertu stöðugt að taka ákvarðanir sem þú ert ekki alveg hjartanlega sammála en það er betra heldur en eitthvað annað sem er miklu verra. […] Ég hugsa að það sé töluverður jarðvegur fyrir því núna að semja upp á nýtt.“ (Bylgjan) PÉTUR H. BLÖNDAL: 30. desember: „Ef menn vilja ekki setja þetta mál í þjóðarat- kvæðagreiðslu er ekkert mál sem á að fara í þjóðar- atkvæðagreiðslu.“ (Alþingi) 6. janúar: Hægt sé að draga lögin til baka í stað þess að fara í þjóðar- atkvæðagreiðslu ef takist að ná þverpólitískri samstöðu í málinu. … [M]jög hættulegt að fara út í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem líf stjórnarinnar sé undir. (Fréttablaðið) SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON 30. desember: „Það verður sár í þjóðarsálinni ef þetta mál fær ekki að fara til þjóðarinnar og þjóðin að segja skoðun sína beint. Ég segi já við því að þjóðin fái að segja sína skoðun því að það er þjóðin sem á að borga þennan reikning ef frum- varpið verður að lögum.“ (Alþingi) ILLUGI GUNNARSSON: 7. janúar: „Ég óttast það mjög að sú vegferð sem við færum í með því að fara að takast á um þetta mál í hörku þjóðarat- kvæðagreiðslu sé alls ekki til þess fallin að skapa sátt meðal þjóðarinnar.“ (Fréttablaðið) BJARNI BENEDIKTSSON: 6. janúar. „Ef menn ná ekki saman sé ég ekkert að því að fara í þjóðarat- kvæði en hins vegar tel ég miklu æskilegra fyrir hagsmuni þjóðarinnar í þessu stóra máli að … stjórnmálaflokkarnir næðu saman um þann grunn sem þau vilja fara með til samninga við aðrar þjóðir.“ (Ríkisútvarpið) KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON: STJÓRNMÁL Verði hægt að gera fólki grein fyrir þeim kostum sem raunhæfir eru í atkvæðagreiðslu um lög um ríkisábyrgð á Icesa- ve skuldbindingum Trygginga- sjóðs innstæðueigenda þá kveðst Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra nokkuð bjartsýnn á að lögin verði samþykkt. Þetta kom fram á símafundi sem Íslensk-amer- íska verslunarráðið stóð fyrir með ráðherranum og sérfræðing- um á fjármálamarkaði laust fyrir hádegi að staðartíma í Bandaríkj- unum í gær. Gylfi segir tvo kosti í stöðunni, að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða finna fyrir þann tíma lausn sem hugnanleg væri jafnt Íslend- ingum, Bretum og Hollendingum. Hann áréttar þó að engar viðræð- ur séu hafnar um aðra lausn og að óvíst sé hvort slík leið sé fær. Verði lögin samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni segir Gylfi tiltölulega lítinn skaða verða af þeirri tveggja mánaða töf sem fyrirsjáanleg er á lausn Icesave- deilunnar. Versta hugsanlega nið- urstaða segir hann hins vegar ef viðræður við Breta og Hollendinga fara á byrjunarreit og lánafyrir- greiðsla annarra þjóða í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fer í bið. Gylfi segir að best hefði verið að ljúka Icesave-málinu eins hratt og kostur er. Komi til kosninga þá muni stjórnvöld gera grein fyrir kosti og lesti á þeim valkostum sem fólk stendur frammi fyrir, en samþykkt laganna sé að hans mati skásta niðurstaðan sem í boði sé. - óká GYLFI MAGNÚSSON Viðskiptaráðherra sat fyrir svörum á símafundi sem Íslensk- ameríska verslunarráðið stóð fyrir í Bandaríkjunum í gær, á sama tíma og yfir stóð blaðamannafundur forsetans á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Viðskiptaráðherra segir óvíst hvort önnur leið er fær en atkvæðagreiðsla: Lítill skaði ef þjóðin samþykkir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.