Fréttablaðið - 08.01.2010, Síða 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
Guðrún Ögmundsdóttir, verkefn-
isstjóri í menntamálaráðuneytinu,
eldar eftir veðri og á veturna er
rjúkandi kjötsúpa oft og iðulega
á borðum. „Súpan gefur orku í
kroppinn og svo dugar hún í að
lágmarki tvo daga,“ segir Guð-
rún.
Hún reynir að gera súpuna eins
barnvæna og kostur er. „Mér
finnst svo mikilvægt að börn
læri að borða kjötsúpu og reyni
því að hafa eins lítið gums og ég
get enda eru þau ekki alltaf hrifin
af því.“ Guðrún sker til að mynda
laukana til helminga í stað þess að
saxa þá niður og veiðir þá síðan
upp úr áður en hún ber súpuna
fram enda tilgangurinn aðallega
að fá úr þeim kraft. „Þá reyni ég
að hafa ekki of mikið í súpunni til
að þau fúlsi síður við henni.“ Guð-
rún notar einnig haframjöl til að
þykkja súpuna en því vandist hún
sem barn.
Guðrún er mikill matgæðing-
ur og var ávallt með uppskrift-
ir á heimasíðu sinni þegar hún
var þingmaður. „Stundum held
ég að þær séu það eina sem fólk
saknar eftir að ég hætti á þingi,“
segir hún og hlær. Guðrún hefur
þó fundið uppskriftunum nýjan
farveg og skrifar reglulega mat-
arpistla á Miðjuna sem má skoða
á slóðinni www.midjan.is. „Mér
finnst gaman að gera tilraunir
og nýta gamlar hefðir og grunna
og blanda þeim við nýtt.“ Til-
raunastarfsemi Guðrúnar nær
hámarki í sultugerðinni en hún
státar af þónokkrum verðlauna-
sultum sem fást í verslunum á
borð við Frú Laugu, Búrinu og
Melabúðinni undir nafninu Mat-
arkveðja frá Guðrúnu Ögmunds.
Þetta eru rabarbarapaprikumauk,
finnsk ættuð tómatsulta, gul, rauð
og græn chilli-sulta og bláberja-
lauks-jólasulta. „Ég hef gaman af
því að prófa nýjar samsetningar
og nota sultur með óhefðbundn-
um hætti eins og út í sósur, sýrð-
an rjóma og ofan á kjöt og fisk.“
vera@frettabladid.is
Eldar barnvæna kjötsúpu
Matgæðingurinn Guðrún Ögmundsdóttir eldar kjötsúpu þegar kalt er í veðri og gerir hana þannig úr
garði að börnum líki innihaldið enda telur hún mikilvægt að þau læri að borða þennan herramannsmat.
Guðrún hefur gaman af því að gera tilraunir í eldhúsinu, nýta gamla grunna og blanda þeim við nýtt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1 kg súpukjöt eða
sérvalið lambakjöt eftir
smekk
1 rófa meðalstór, skorin
í bita
5 gulrætur, skornar í
bita
2 laukar, skornir til
helminga
1 sellerístöng, afar
smátt skorin (má
sleppa)
hvítkál í strimlum (má
sleppa)
1 lúka haframjöl
½ bolli hrísgrjón
3 teningar kjötkraftur frá
Honig
salt og pipar
Sjóðið kjötið og laukana
í um það bil tuttugu
mínútur og fleytið jafn-
óðum ofan af það gums
sem kemur. Látið vatnið
fljóta vel yfir kjötið.
Síðan er öllu öðru
bætt út í ásamt hafra-
mjöli og hrísgrjónum.
Látið sjóða í klukku-
stund. Veiðið laukana
upp úr áður en súpan
er borin fram en þeir
eru einungis hugsaðir
sem kraftur.
KJÖTSÚPA GUÐRÚNAR
KRISTINN ARNÞÓRSSON ULLARFRÆÐ-
INGUR flytur fyrirlestur um ull og ullarframleiðslu á
öldinni sem leið í Amtsbókasafninu á Akureyri á laug-
ardag klukkan 14. Um leið verður opnuð sýning Iðnaðar-
safnsins um ull og ullarframleiðslu á síðustu öld og stendur
hún til 31. janúar.
9. janúar - 28. febrúar
Tilvalið fyrirárshátíðina!
Góð tækifærisgjöf
!
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður
bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem
unna góðum mat á góðu verði.
HUMAR OG SALTFISKKRÓKETTUR
með tómatsultu, blönduðu salati og humarmajonesi
RJÓMALÖGUÐ SJÁVARRÉTTASÚPA
með steiktum tígrisrækjum, rjómatoppi og karrýolíu
FISKUR DAGSINS
ferskasti hverju sinni, útfærður af
matreiðslumönnum Perlunnar (4.990 kr.)
PÖNNUSTEIKTUR FASANI
með polentu og kóngasveppasósu (5.590 kr.)
PRIME RIBS
með kartöfluturni, Bearnaisesósu
og steinseljurótarmauki (6.590 kr.)
NAUTALUND
með grænmetismósaík
og blönduðum skógarsveppum (7.590 kr.)
SÚKKULAÐIFRAUÐ
með hindberjahlaupi, ferskum ávöxtum og passionís
1
2
3
4
VELDU MILLI FJÖGURRA AÐALRÉTTA