Fréttablaðið - 08.01.2010, Síða 25

Fréttablaðið - 08.01.2010, Síða 25
8. janúar föstudagur 5 KÓNUM seríunni af raunveruleikaþættin- um sínum My BFF. Ég er gífurlega spennt eftir að þetta fari í loftið. Hún sumsé var það hrifin að hún er með Gyðju-vörurnar í sínum einka fataskáp og notar þetta við ýmis tækifæri. Ég trúi þessu varla enn þá, þetta er svo óraunveru- legt,“ hlær hún. „En það eru sumsé fleiri stjörnur í samningsviðræð- um við mig og slíkur samningur felst í því að þær fá að ganga í vör- unum og í staðinn er þetta mik- ill heiður og auglýsing fyrir mig þegar þær eru myndaðar í Gyðju. Ég tel þó ekki tímabært að upplýsa um nöfn þeirra fyrr en allt er frá- gengið.“ Sigrún Lilja segir að það vefjist ekki fyrir útlendingum að bera fram nafnið Gyðja. „Ég vildi hafa íslenskt nafn og ég er stolt af því að vera Íslendingur.“ GÖNGUFERÐIR Í HRAUNINU VEITA INNBLÁSTUR Sigrún Lilja segist þó vera mjög varkár, sérstaklega í ljósi erfiðra tíma. „Ég ígrunda hvert einasta atriði mjög vel. Ég er með um fimm manns í að vinna fyrir mig núna og svo hef ég einnig fengið frábæra aðstoð frá kærastanum mínum sem stendur á bak við mig í einu og öllu. Við erum barn- laus enn þá enda er sólarhringur- inn minn ekki nógu langur núna til þess að hafa tíma fyrir barn- eignir! Ég vil standa mig í báðum hlutverkum, að vera móðir og að vera viðskiptakona og þess vegna tók ég meðvitaða ákvörðun um að fresta því aðeins að eignast fjölskyldu,“ segir Sigrún Lilja „En það er nóg að gera heima við, utan vinnunnar. Við erum stuðn- ingsforeldrar níu ára stúlku sem kemur til okkar reglulega. Hún er yndisleg og við teljum okkur eiga dálítið í henni líka!“ segir Sig- rún Lilja með breiðu brosi. „Svo eigum við tvo yndislega Síberíu husky-hunda og það gefur mér afskaplega mikið að bregða mér út í náttúruna með hundana. Það sem veitir mér mestan innblást- ur í lífinu er að fara út í Hafnar- fjarðarhraunið, bara ég og hund- arnir mínir!“ En er ekki alveg hægt að búast við því að Sig- rún Lilja þurfi að fórna íslenska hrauninu fyrir glamúr og glys í Hollywood? Hún hlær. „Það getur auðvitað farið svo að maður þurfi eitthvað að flytjast búferlum út af fyrirtækinu. En ég elska land- ið mitt og ræturnar verða alltaf íslenskar. “ Tilb kr 379.000 DUX CLASSIC 2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm og fætur DUX VISTA CLASSIK PAKKI 2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm/23cm fætur/ Vista höfuðgafl og Mathilda rykfaldur. Tilb kr 479.000 Ármúla 10 | sími: 5689950 | www.duxiana.com C Undanfarnar vikur hefur verið sérlega kalt í veðri. Kremin sem við notum dags daglega virka ekki alltaf í kuldanum og því er mikilvægt að finna sér krem sem verndar húðina í frostinu. Comfort On Call frá Clinique hentar sérstaklega vel fyrir þá sem stunda skíði eða útivist á veturna, en það verndar húðina fyrir skemmd- um vegna vinda, kulda og annarra veðratengdra árása. Kremið er ofnæmisprófað og róar húðina eftir áreiti umhverfisins. Turnaround-maski og body lotion eru einnig nýjungar frá Clinique sem leika við kropp- inn. Maskinn virkar eins og mild húðslípun eftir að hann hefur verið á andlitinu í fimm mínútur og body lotionið gerir þurra húð mjúka og geislandi á ný. Verndaðu húðina í kuldanum Falin perla: Súpubarinn í Listasafni Reykja- víkur er með æðislegan mat sem stendur alltaf fyrir sínu og er hollur í þokkabót.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.