Fréttablaðið - 08.01.2010, Qupperneq 38
26 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Þeim Íslendingum sem
notfæra sér Twitter-skila-
boðavefinn fjölgar með degi
hverjum. Almannatengill-
inn Andrés Jónsson er einn
fyrsti Twitter-notandinn
hér á landi og spáir miklum
uppgangi í íþróttinni.
Andrés giskar á að um þrjú þúsund
Twitter-notendur séu hér á landi.
Enn sem komið er nota langflest-
ir Íslendinga Facebook en hann
telur að Twitter eigi eftir að sækja
í sig veðrið. „Það hefur ekki orðið
sprenging í Twitter-notkun hér á
landi, að hluta til af því að Face-
book hefur orðið svo ógurlega vin-
sælt,“ segir Andrés. „Þeir sem nota
Twitter mikið á Íslandi eru tölvu-
áhugamenn, áhugamenn um þjóð-
mál, hönnuðir og tónlistarmenn.
Það eru ákveðnar stéttir sem nota
þetta mjög mikið.“
Erlendir stjórnmálamenn hafa
verið duglegir við að nota Twitt-
er til að koma sínum hugleiðingum
á framfæri í knöppu sms-formi,
þar á meðal Barack Obama, Gor-
don Brown og Jens Stoltenberg.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa
verið lengur að átta sig og eru
fæstir farnir að nota Twitter.
Áhuginn virðist þó vera til staðar,
enda verða sveitastjórnarkosning-
ar haldnar í vor auk þess einhverj-
ir vilja vafalítið koma skoðunum
sínum um Icesave á framfæri
þessa dagana. „Það eru nokkrir
búnir að stofna reikning. Þeir eru
byrjaðir að átta sig á þessu,“ segir
Andrés, sem hefur gert töluvert að
því að kenna stjórnmálamönnum
og fólki úr stjórnsýslunni á Twitt-
er. „Sumir hafa sagt að í fyrsta
sinn sem ráðherra setur skúbb á
Twitter þá muni allir blaðamenn
vera komnir á Twitter daginn
eftir. Þannig gerist sprengingin
með stjórnmálamennina.“
Andrés lýsir Twitter sem þró-
aðri útgáfu af MSN þar sem menn
eru sínir eigin herrar. „Twitter er
eins og gagnlegt MSN. Þótt MSN
geti verið gaman er það tímaþjóf-
ur og truflandi í vinnunni en með
Twitter kemur maður upplýsing-
um beint til þeirra sem hafa áhuga
á að fá þau,“ segir hann og bætir
við að Twitter hafi vaxið mun
hraðar en Facebook og Myspace
á sínum tíma og framtíðin sé því
björt.
Á meðal nýrra íslenskra Twitt-
er-notenda eru Jónsi í Sigur Rós,
handboltakappinn Logi Geirsson
og Mugison. Aðrir sem notfæra
sér þjónustuna eru ritstjórinn
fyrrverandi Jónas Kristjánsson,
söngkonurnar Hafdís Huld og
Elíza Newman, poppararnir Ólaf-
ur Arnalds og Einar Örn Bene-
diktsson og hagfræðingurinn Jón
Steinsson. Hljómsveitirnar Dikta
og Ourlives eru einnig á meðal
notenda. Feta þessir „Twittarar“
í fótpor þekktra erlendra stjarna
á borð við Jim Carrey, Ben Still-
er, Matt Lucas, Lily Allen og John
Cleese. freyr@frettabladid.is
Söngkonan Beyoncé hefur verið
gagnrýnd fyrir að þiggja um
250 milljónir króna fyrir að
koma fram í gamlárspartíi sem
Hannibal Gaddafi, sonur Líbíu-
leiðtogans umdeilda, Muammar
Gaddafi, hélt. Partíið var haldið
á eyjunni St. Bart í Karíbahaf-
inu og söng Beyoncé í klukku-
tíma fyrir framan Gaddafi og
stjörnugesti á borð við Lindsay
Lohan, Usher, og eiginmann sinn
Jay-Z.
Söng fyrir
son Gaddafi
Grínistinn Russell Brand og söng-
konan Katy Perry hafa staðfest
orðróm um trúlofun þeirra. Parið
byrjaði saman í september og töldu
flestir að sambandið myndi ekki
endast nema í nokkrar vikur þar
sem Brand er þekktur kvenna-
maður. Brand bauð Perry til Ind-
lands yfir hátíðarnar þar sem þau
skoðuðu meðal annars Taj Mahal.
Tímaritið The Sun flutti fyrst allra
fréttirnar af trúlofuninni og stuttu
síðar staðfesti Brand orðróminn.
Perry trúlofuð Brand
ÁSTFANGINN MAÐUR Russell Brand
hefur beðið Katy Perry um að giftast sér.
Spjallþáttastjórnandinn Jonat-
han Ross ætlar að hætta hjá BBC
eftir þrettán ára starf. Samning-
ur hans við BBC rennur út í júlí
og hefur hann ákveðið að endur-
nýja hann ekki. Hann segir að
peningar hafi ekkert að gera með
ákvörðun sína.
Auk þess að stjórna vinsælum
kvöldþætti á föstudögum, stjórn-
ar hann útvarps- og kvikmynda-
þætti. „Hjá BBC hef ég unnið
með yndislegu og hæfileikaríku
fólki og tekið viðtöl við marg-
ar af stærstu stjörnum heims-
ins. Ég vil þakka BBC fyrir þessu
reynslu.“
Ross hættir á BBC
JONATHAN ROSS Spjallþáttastjórnandinn
vinsæli hættir hjá BBC í júlí.
> KVÆNTUR MAÐUR
Leikarinn Vince Vaughn
giftist unnustu sinni, fast-
eignasalanum Kyla
Weber, við látlausa at-
höfn á laugardaginn var.
Þetta er í fyrsta sinn
sem Vaugh gengur í hið
heilaga, en hann átti
áður í sambandi við
leikkonuna Jennifer
Aniston.
„Við hvetjum til jákvæðni,
samheldni þingmanna og
allrar þjóðarinnar,“ segir
Ágúst Guðbjartsson, sem
ásamt konu sinni, Agnesi
Reynisdóttur, leggur nú sitt
á vogarskálar Nýja Íslands
með Facebook-síðu, undir-
skriftasöfnun og bloggsíðu
á bloggheimar.is/jakvaett
– allt í anda jákvæðni og
bjartsýni. Þau safna und-
irskriftum til 26. janúar
og ætla að afhenda þær
Alþingi þá.
Hjónin eru að sögn
Ágústs bara venjulegt
fólk í Hafnarfirði sem
vill aftur fá virðingu
fyrir Alþingi Íslendinga.
Þau tala örugglega fyrir
munn flestra. „Við viljum ein-
ungis minna alþingismenn á,
burtséð hvaða flokki þeir til-
heyra, að vera málefnalegir
og lausnamiðaðir í umræðum
sínum, og gæta þess að fest-
ast ekki í neikvæðni og nið-
urrifi. Þeir eru að kalla hver
annan landráðamann og fleira
í þeim dúr og eru bara engan
veginn nógu góð fyrirmynd.
Ég held að vondi mórallinn á
Alþingi smiti út frá sér. Fólk
á nú bara að brosa meira til
hvað annars. Það sé ekki fullt
af böl móði. Það er ekki allt að
fara til fjandans. Við höfum
lent í krísum í gegnum tíð-
ina og alltaf komist í gegnum
þær.“
Ágúst var sölumaður í
byggingarvöruverslun áður
en hann missti vinnuna í
desember. „Ég neita að leggj-
ast í þunglyndi. Það kemur
ekkert út úr því. Fólk hugsar
skýrar ef það er jákvætt, en
þegar það er reitt. Við hjón-
in eigum von á fyrsta barninu
okkar í næstu viku og viljum
bara að drengurinn okkar
komi inn í samfélag þar sem
gott er að ala börn upp í.“ - drg
Hafnfirsk hjón vilja meiri jákvæðni
VILJA BETRA SAMFÉLAG Ágúst
og Agnes hvetja Alþingi til að
koma sér upp úr neikvæðninni og
niðurrifinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Útsalan er hafin
Laugavegi 7 101 Reykjavík
Sími 561 6262 www.kisan.is
Heimsþekkt vörumerki eins og Sonia Rykiel, Bonpoint, Isabel Marant , Orla Kiely og fleiri ...
Opnunartími:
mán - lau 11:00 - 18:00
TWITTER SÆKIR Í SIG VEÐRIÐ
TWITTER-FÓLK
Andrés Magnússon er einn af helstu Twitter-notendum
Íslands. Jónsi í Sigur Rós er á meðal nýrra notenda ásamt
Loga Geirssyni, Hafdísi
Huld, Einari Erni og
Barack Obama.