Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2010, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 08.01.2010, Qupperneq 41
FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 29 Írski leikarinn Colin Farrell heim- sótti langveik börn á sjúkrahúsi í heimalandi sínu fyrir jólin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Farrell gerir slíkt, því hann hefur verið reglulegur gestur á sjúkrahús- inu Our Lady‘s Hospital í Cruml- in undanfarin ár. Farrell er einn- ig ötull talsmaður fyrir bættum hagsmunum fatlaðra víða um heim og hefur verið það síðan ungur sonur hans, James, var greindur með Angelman Syn- drome. Starfsmaður á sjúkrahúsinu í Crumlin segir börnin mjög hænd að Farrell og eyðir hann dágóð- um tíma með þeim í hvert sinn sem hann heimsækir spítalann. „Hann kom með tölvuleiki handa börnunum og lék við þau. Hann er mjög einlægur og er vinsæll bæði meðal barnanna og starfs- manna sjúkrahússins,“ var haft eftir starfsmanninum. Colin er kannski ekki þekktur fyrir slíka hegðun en hann var tíður gestur á forsíðum slúður- blaðanna vegna drykkjuláta og sambands síns við fjölmargar frægar konur. Hann virðist hins vegar hafa tekið sig allmikið á eftir að hann varð pabbi og hefur raunar lýst því yfir að sonur hans hafi breytt sínum lífsviðhorfum og lífstíl. Með gott hjarta GÓÐHJARTAÐUR Colin Farrell heimsótti langveik börn um jólin. Rokkekkjan Courtney Love ætlar í tónleikaferð um Evrópu undir merkjum hljómsveitarinn- ar Hole, þrátt fyrir að enginn af núverandi hljóðfæraleikunum hennar hafi nokkru sinni verið í sveitinni. Fyrrum gítarleikari Hole, Eric Erlandson, hefur áður talað um að Love hafi ekki leyfi til að nota nafnið án þess að hann komi við sögu. Love lætur það ekki aftra sér og ætlar greinilega að nota Hole-nafnið til að kynna sína nýjustu sólóplötu, Nobody´s Daughter, sem átti upphaflega að koma út árið 2007. Love notar Hole-nafnið COURTNEY LOVE Ekkja Kurts Cobain úr Nirvana er á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu. Rapparinn Eminem var sölu- hæsti tónlistarmaður síðasta ára- tugar í Bandaríkjunum með rúm- lega 32 milljón eintaka plötusölu. Í öðru sæti lentu Bítlarnir með rúmar þrjátíu milljónir. Þeir eiga aftur á móti söluhæstu plötu ára- tugarins, eða safnplötuna 1, sem seldist í rúmum ellefu milljónum eintaka. Eminem á tvær plötur á topp fimm, eða The Marshall Mathers LP sem seldist í rúmum tíu milljónum eintaka og The Eminem Show sem seldist aðeins minna. Í þriðja og fjórða sæti yfir söluhæstu tónlistarmenn- ina voru sveitasöngvararnir Tim McGraw og Toby Keith. Popp- prinsessan Britney Spears náði fimmta sætinu. Söluhæstur á áratugnum EMINEM Rapparinn Eminem var sölu- hæsti tónlistarmaður síðasta áratugar í Bandaríkjunum. Fyrsta fræðslukvöld Útón á árinu verður haldið á þriðjudagskvöld í Norræna húsinu. Farið verð- ur yfir alla helstu sjóði er standa tónlistarfólki til boða og hvernig þeir starfa. Fulltrúar nokkurra sjóða, bæði úr einkageiranum og hinum opinbera, halda erindi og fjalla um hvernig starfi þeirra er háttað. Þeirra á meðal eru Þuríð- ur Kristjánsdóttir frá Norræna menningarsjóðnum, Rósa Þor- steinsdóttir frá Menningaráætl- un Evrópusambandsins og Eldar Ástþórsson frá tónlistarsjóðnum Kraumi. Hægt er að skrá sig á námskeiðið hjá kamilla@iceland- music.is eða í síma 511 4000. Útón heldur fræðslukvöld ELDAR ÁSTÞÓRSSON Eldar Ástþórsson hjá tónlistarsjóðnum Kraumi heldur erindi á fræðslukvöldi Útón. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.