Fréttablaðið - 08.01.2010, Qupperneq 46
34 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. umrót, 6. borðaði, 8. svif, 9. fugl,
11. mjöður, 12. brestir, 14. pjátur, 16.
skóli, 17. síðan, 18. andi, 20. bor, 21.
staðarnafn.
LÓÐRÉTT
1. líkamshluti, 3. í röð, 4. skvetta, 5.
frostskemmd, 7. segulband, 10. poka,
13. stígandi, 15. lampi, 16. skammst.,
19. tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. rask, 6. át, 8. áta, 9. lóm,
11. öl, 12. snark, 14. blikk, 16. ma, 17.
svo, 18. önd, 20. al, 21. oddi.
LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. aá, 4. stökkva,
5. kal, 7. tónband, 10. mal, 13. ris, 15.
kola, 16. möo, 19. dd.
Hinn litríki Haffi
Haff kom fram
á homma- og
lesbíuklúbbnum
Neighbours í Seattle
á gamlárskvöld.
Haffa var vel tekið á
klúbbnum, sem
er risavaxinn
og á þremur
hæðum.
Vefútgáfa
Seattle
Gay News
birti ítarlegt viðtal við Haffa rétt
fyrir áramót þar sem kom meðal
annars fram að myndarlegustu
karlmennirnir eru þaðan að mati
Haffa og að hann hafi endurfæðst
þegar hann flutti til Íslands.
Og íslenski kvikmyndabransinn
virðist vera að taka þann banda-
ríska sér til fyrirmyndar. Miklar
vinsældir barna- og fjölskyldu-
myndarinnar Algjör sveppur
og leitin að Villa fóru vart fram
hjá neinum og nú eru tökur á
mynd númer tvö þegar hafnar.
Gert er ráð fyrir því að hún verði
frumsýnd í september en hún ber
heitið Algjör sveppur og dular-
fulla hótelherbergið.
Leikstjóri er sem
fyrr Bragi Þór Hin-
riksson en ásamt
Sveppa verða þeir
Vilhelm Anton og
Guðjón Davíð
Karlsson í
helstu hlut-
verkum.
Og ögn meira af Sveppa og hans
vinum því hann ásamt Auðuni
Blöndal fær góðan gest til sín
í kvöld þegar Strákarnir fara
aftur á stjá. Sjálfur Eiður Smári
Guðjohnsen mun þá setjast í
heita sætið og ætla þeir Sveppi
og Auddi að kasta
vinahamnum og
spyrja hann í þaula
út í fremur mis-
heppnaðan flutning
yfir til Mónakó og
umfjöllun DV um
fjárhag knattspyrnu-
mannsins sem
hann hefur
reyndar
kært.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Fimleikakonan Svava Björg Örlygs-
dóttir leikur djöfla og gamalmenni
í leikritinu Faust sem verður frum-
sýnt í Borgarleikhúsinu 15. jan-
úar. „Þetta er æðislegt,“ segir
Svava Björg, sem verður í þrem-
ur hlutverkum. „Þetta er rosalega
skemmtilegt fólk sem ég er að vinna
með og manni leiðist ekkert á æfing-
um.“
Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri
Faust, og Jóhannes Níels Sigurðs-
son, sem sér um að koma leikurun-
um í gott form, æfðu báðir fimleika
í Ármanni, rétt eins og Svava Björg.
Hún er margfaldur Íslands- og bik-
armeistari í hópfimleikum auk þess
sem hún varð Norðurlandameistari í
hópfimleikum 2007 og í öðru sæti á
tveimur Evrópumótum í hópfimleik-
um. Sú reynsla nýtist henni heldur
betur vel í Faust, þar sem hún hopp-
ar um allt í svörtum latex-búningi
með litla púka-vængi á bakinu.
Hún segir að engin hætta sé á
ferðum í Borgarleikhúsinu þrátt
fyrir allan hamaganginn. „Alls
ekki. Við erum alltaf með örygg-
ið til staðar og erum ekkert að ana
út í neitt. Þetta virðist margt vera
mjög hættulegt en auðvitað er ekki
hægt að láta okkur gera neitt sem
er hættulegt, þá yrði engin sýning.
Maður þarf bara að láta vaða,“ segir
hún og óttast engan sviðsskrekk
þrátt fyrir að þetta sé fyrsta leik-
sýningin hennar. „Maður er vanur
að gera alls konar hluti enda hef ég
yfirleitt verið ein í fimleikunum. Ég
get ekki beðið.“ - fb
Fimleikastjarna sýnir mikla fimi í Faust
„Stelpum finnst þetta mjög spenn-
andi. Þetta er líka svo hryllilega
gaman,“ segir súludanskennarinn
Inga Dungal.
Súlufitness hefur verið í boði á
Íslandi síðustu ár og nú hafa Inga
og Halldóra Kröyer opnað stúd-
íó í líkamsræktarstöðinni Jaka-
bóli. Þær sérhæfa sig í súluformi,
-dansi, -jóga og hinum djarfa bur-
lesque-dansi. Fimmtán súlur hafa
verið sérsmíðaðar og settar upp í
stúdíóinu og ásóknin í námskeið-
in er mikil að sögn Ingu, en hún
byrjaði að auglýsa í byrjun vik-
unnar og síminn hefur ekki stopp-
að síðan.
„Allar stelpur sem byrja halda
áfram. Flestar koma líka sjálfum
sér alveg rosalega á óvart í fyrsta
tímanum. Þær fara upp og á hvolf
strax og þeim finnst alveg stór-
merkilegt hvað þær geta,“ segir
Inga.
Inga segir stóran mun á súlu-
dansi og súluformi, en sá síðar-
nefndi er meira líkamlega krefj-
andi. „Í súluformi eru þær að gera
krefjandi æfingar,“ segir hún.
„En í súludansi er meira um snún-
inga og dans. Þetta eru tvö rosa-
lega mismunandi námskeið. Súlu-
formið býr til vöðva alveg rosalega
hratt en í súludansi eru stelpurnar
meira sexí og að dilla sér. En þetta
er ekki stripp, þær klæða sig ekki
úr neinum fatnaði.
Það er semsagt ekki verið að
þjálfa stelpur í að vera nektardans-
meyjar?
„Nei. Á strippstöðunum eru
þær að gera allt annað. Þessi list
sem er á súluforminu er ekki inni
á strippstöðunum. Þetta er meiri
íþrótt. Tekur miklu meira á.“ Nán-
ari upplýsingar er að finna á Face-
book undir „súluform“.
Josy Zareen býður upp á súlufitn-
ess í Happy Eyes Studio og segir
líkamsræktina vera mjög vinsæla.
„Það er algengt að fólk byrji um
áramót,“ segir hún. „Málið með
súluna er að hún styrkir hendurn-
ar og lagar „bingóið“ hratt.“ Josy
vísar þar í spik sem safnast saman
undir upphandleggnum.
„Ég byrjaði að auglýsa í vikunni
og flest námskeiðin eru þegar
full,“ segir Josy og bætir við að
konur af öllum stærðum og gerð-
um sæki námskeiðin. „Konurnar
líta á súluna og segjast ekki geta
haldið sér á súlunni. En svo upp-
götva þær að þær geta það. Allar
konur geta það.“
atlifannar@frettabladid.is
INGA DUNGAL: FIMMTÁN SÚLUR Í NÝJU STÚDÍÓI
Íslenskar konur flykkjast
í súludans eftir hátíðarnar
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
SVÍFUR UM SVIÐIÐ
Svava Björg svífur
um sviðið með
litla púka-vængi á
bakinu og í svört-
um latex-búningi í
leikritinu Faust.
MORGUNMATURINN
„Ég fæ mér oft smoothie, enda er
ég snillingur í smoothie-gerð.“
Diljá Ámundadóttir, framleiðandi hjá CCP.
Íslenska tískumerkið Nikita fagnar tíu
ára starfsafmæli á árinu með stæl því
það er komið í samstarf við stórfyr-
irtækið K2 sem er einn stærsti snjó-
brettaframleiðandi heims og afar virt.
„Við erum búin að hanna fyrir þá bæði
snjóbretti og bindingar fyrir stelpur og
þetta verður selt undir nöfnum beggja
fyrirtækja. Svo verða einnig uppá kom-
ur erlendis í samstarfi við dreifing-
araðila og verslanir þar,“ segir Rúnar
Ómarsson, einn af stofnendum fyrir-
tækisins.
Síðan þau Rúnar, Heiða Birgisdóttir
og Valdimar Hannesson stofnuðu fyrir-
tækið árið 2000 hefur mikið vatn runnið
til sjávar. Nikitavörurnar eru nú fáan-
legar í um 1.500 verslunum í yfir þrjá-
tíu löndum. „Við ætlum að gera ýmis-
legt til að halda upp á þennan áfanga,
það helsta er auðvitað að hafa opnað
Nikitabúðina á Laugavegi nú í haust.
Nikitahúsið á Laugaveginum þjónar
bæði sem verslun og vinnuaðstaða fyrir
starfsfólk fyrirtækisins og að auki er
leik- og listagarður á bak við húsið. „Það
er fimmtíu fermetra útigallerí í garðin-
um þar sem hægt er að halda sýningar
og einnig stórt svið þar sem við munum
halda tónleika þegar við á í góðu sam-
starfi við nágranna.“
Aðspurður segir Rúnar að það hafi
alltaf verið ætlunin að Nikita mundi
vaxa og dafna með árunum. „Þetta var
alltaf planið og við hefðum sjálfsagt
ekki náð svona langt ef það hefði ekki
verið svo frá upphafi. Velgengnin kemur
því kannski ekki á óvart en við erum
mjög ánægð með þetta,“ segir Rúnar að
lokum. - sm
Nikita hannar snjóbretti fyrir K2
FAGNA VELGENGNI Rúnar og Heiða Birgisdóttur ásamt Valdimar
Hannessyni stofnuðu Nikita fyrir tíu árum. Fyrirtækið hefur hannað
snjóbretti og bindingar fyrir K2. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Á SÚLUNNI Inga Dungal og Hall-
dóra Kröyer hafa opnað stúdíó
undir líkamsrækt á súlu. Fimmtán
súlur eru í stúdíóinu og mun þær
meðal annars bjóða upp á súlu-
form og súlufitness.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N