Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 12.01.2010, Qupperneq 18
 12. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 „Í stuttu máli sagt er ég að kenna golfurum æfingar til að bæta frammistöðuna á vellin- um í sumar,“ segir Guðjón Berg- mann jógakennari, sem er farinn af stað með nýtt jóganámskeið í World Class í Laugum en það er sérstaklega ætlað áhugamönnum um golf. Á námskeiðinu er meðal ann- ars lögð áhersla á jafnvægis-, lið- leika- og styrktaræfingar. „Þetta er það sem vantar einna helst upp á hjá kylfingum,“ útskýrir Guð- jón og bætir við að með æfing- unum sé leitast við að draga úr stirðleika, losa spennu og styrkja stoðkerfi líkamans. „Með því að styrkja kvið- og bakvöðva, sem styðja við hrygginn, er verið að efla sveifl- una og draga úr líkum á meiðslum.“ Þá segist Guð- jón fara sérstak- lega í öndunar- og einbeitingaræfing- ar. „Eitt af því sem kylfingar tala um er að ná algjörri ein- beitingu og ró á golf- vellinum. Að mínu mati er hæglega hægt að ná færni í þessu tvennu utan vallar með góðri þjálfun, til dæmis í jóga,“ útskýrir hann. Guðjón segir ekkert nýnæmi að íþróttafólk sjái sér hag í því að stunda jóga enda sé löngu vitað mál að það geti bætt afköst í íþrótt- um. „Ég færði til að mynda rök fyrir því í vandaðri bók, eins konar uppfletti- riti, sem ég gaf út árið 2002 og hefur verið að seljast mjög vel í seinni tíð, sjálf- sagt vegna þess að almenningur er orðinn upplýst- ari um ávinn- inginn af jóga- iðkun,“ segir hann. „Þar er að finna alls kyns fróðleik fyrir þá sem vilja tvinna þetta saman, íþróttir og jóga og meira að segja sérstakur kafli helgaður golfi.“ Guðjón viðurkennir að hann sé sjálfur enginn afreksmaður í golfi. Þó hafi hann sýnt ágætis takta meðan hann dvaldi ásamt fjölskyldunni í Texas í vetur. „Við bjuggum hjá ættingjum konu minnar og þar gafst mér eitt sinn færi á að skreppa með karlpeningnum út á völl. Þá kom bersýnilega í ljós að ég kunni nú ekki mikið en menn undruðust samt á því hvað ég tók leiðbein- ingum vel. Eftir á að hyggja efast ég ekki um að jógað, styrktar- og öndunaræfingarnar, hafi átt sinn þátt í því.“ Guðjón kennir jóga fyrir golf ara í World Class í Laug- um alla mánu- og miðvikudaga kl. 19.20. Nánari upplýsingar á worldclass.is. roald@frettabladid.is Púttað og vippað í jóga Æ fleiri íþróttamenn sjá sér hag í því að stunda jóga til að bæta afköstin. Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, veit allt um það en hann er nýfarinn af stað með sérsniðna jógatíma fyrir golfara. Guðjón Bergmann kennir kylfingum jóga til að bæta afköstin á vellinum og vonast til að árangurinn verði svo góður að hann reynist sjálfur óþarfur í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ge rið v er ð s am an bu rð Sími 578 6699 steikir hrogn og gefur smakk og veitir faglega ráðgjöf og áritar bók sína. Rúnar Marvinsson 1árs afmæli 15% afsláttur af öllu ferskmeti í borði Ge rið v er ð s am an bu rð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.