Fréttablaðið - 12.01.2010, Side 42

Fréttablaðið - 12.01.2010, Side 42
22 12. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Stigamet Íslendings í efstu deild karla sem Marvin Valdimars- son setti fyrr í vetur er hann skoraði 51 stig í venjulegum leik- tíma stóð ekki lengi. Páll Axel Vilbergsson skoraði nefnilega 54 stig í leik gegn Tindastóli á sunnudag. Páll Axel hefur því skorað flest stig allra Íslendinga í venjulegum leiktíma í efstu deild. Valur Ingimund- arson skoraði einnig 54 stig í leik árið 1988 en sá leikur fór í framlengingu. Þessir þrír eru þó einu Íslendingarnir sem hafa skorað yfir 50 stig í úrvals- deildinni. „Ég átti alls ekki von á því að ég yrði svona heitur. Ég var mjög stífur fyrir leikinn og var einmitt að hugsa fyrir leikinn að ég myndi ekkert geta. Þetta var bara sunnudagur og þá er maður bara að slugsa og horfa á sjónvarpið. Ég varð því stífur og meira að segja það stífur að ég ákvað að labba í íþróttahúsið til þess að liðka mig,“ sagði Páll Axel sem gerði sér þó grein fyrir að hann þyrfti að standa sig í leiknum. „Það eru svolítil meiðsli í okkar hópi þessa dagana þannig að ég ákvað að láta til mín taka og leiða liðið í leiknum. Svo bara datt eitthvað inn hjá mér.“ Páll Axel hitti úr 10 af 18 þriggja stiga skotum sínum í leikn- um, 8 af 11 tveggja stiga skotum fóru niður og hann kláraði 8 af 12 vítaskotum sínum. „Ég var alls ekkert meðvitaður um þetta met Vals. Ég hafði bara ekki hugmynd um það. Ef ég hefði vitað af þessu og langað mikið í metið þá hefði ég skorað undir lokin. Þá voru kjúklingarnir komnir inn og maður var að leyfa þeim að skjóta,“ sagði Páll Axel. „Það er líka fínt að deila þessu með Val. Óþarfi að taka þetta af honum. Ef honum þykir mjög vænt um metið þá má hann bara að eiga það,“ sagði Páll léttur. Stórskyttan úr Grindavík gerir ekki ráð fyrir því að þetta met sitt muni standa lengi. „Það eru svo svakalega gráðugir guttar að koma upp. Þeir verða búnir að skora 60-70 stig í leik áður en langt um líður. Þá kem ég bara aftur á hækjunum og næ metinu aftur,“ sagði Páll Axel á léttum nótum. GRINDVÍKINGURINN PÁLL AXEL VILBERGSSON: SETTI GLÆSILEGT STIGAMET ER HANN SKORAÐI 54 STIG Hélt ég myndi ekki geta neitt í þessum leik > Lokapróf Loga gegn Portúgal Logi Geirsson fór ekki með íslenska handboltalandsliðinu til Þýskalands um helgina og eyddi helginni þess í stað á bekknum hjá sjúkraþjálfara. Enn er óvissa með þátttöku Loga á EM. Hann var lengi fjarverandi vegna meiðsla í öxl og svo hefur hann verið að kenna sér meins í nára í undirbúningi landsliðsins. Logi sagði við Fréttablaðið í gær að hann myndi keyra á fullt gegn Portúgal á morgun og eftir þann leik kæmi í ljós hvort hann væri tilbúinn fyrir EM eður ei. Þórir Ólafsson fór heldur ekki til Þýskalands og hann mun væntan- lega einnig reyna á sín meiðsli í Höllinni á morgun. Enska úrvalsdeildin: Man. City-Blackburn 4-1 1-0 Carlos Tevez (7.), 2-0 Micah Richards (39.), 3- 0 Carlos Tevez (49.), 3-1 Morten Gamst Pedersen (71.), 4-1 Carlos Tevez (90.). STAÐA EFSTU LIÐA: Chelsea 20 14 3 3 45-16 45 Man. United 21 14 2 5 46-19 44 Arsenal 20 13 3 4 53-23 42 Man. City 20 10 8 2 42-27 38 Tottenham 20 11 4 5 42-22 37 Aston Villa 20 10 5 5 29-18 35 Liverpool 20 10 3 7 37-25 33 Birmingham 21 9 6 6 21-19 33 Fulham 20 7 6 7 26-22 27 Stoke City 20 6 6 8 18-25 24 Sunderland 20 6 5 9 28-31 23 Everton 20 5 8 7 28-34 23 Blackburn 21 5 6 10 20-39 21 Burnley 20 5 5 10 22-40 20 Wolves 20 5 4 11 17-36 19 IE-deild karla: Njarðvík-ÍR 113-93 Stig Njarðvíkur: Guðmundur Jónsson 19, Kristján Sigurðsson 19, Jóhann Árni Ólafsson 18, Nick Bradford 16, Páll Kristinsson 10, Magnús Gunn- arsson 9, Hjörtur Einarsson 6, Friðrik Stefánsson 4, Grétar Garðarsson 4, Rúnar Erlingsson 4. Stig ÍR: Nemana Sovic 19, Michael Jefferson 18, Gunnlaugur Elsuson 16, Hreggviður Magnússon 15, Steinar Arason 14, Ásgeir Hlöðversson 7, Krist- inn Jónasson 4. Fjölnir-Stjarnan 80-100 Stig Fjölnis: Chris Smith 25, Magni Hafsteinsson 14, Ægir Steinarsson 11, Arnþór Guðmundsson 8, Sindri Kárason 6, Sverrir Karlsson 6. Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 30, Justin Shouse 27, Fannar Helgason 15, Kjartan Kjartans- son 13, Magnús Helgason 8, Birkir Guðlaugsson 5, Birgir Pétursson 2. KR-FSu 110-87 Stig KR: Tommy Johnson 30, Semaj Inge 24, Brynjar Þór Björnsson 21, Jón Orri Kristjánsson 11, Skarphéðinn Ingason 9, Fannar Ólafsson 8, Steinar Kaldal 5, Ólafur Ægisson 2. Stig FSu: Richard Williams 28, Chris Caird 28, Aleksas Zimnickas 15, Dominic Baker 13, Sæmundur Valdimarsson 2, Jake Wyatt 1. STAÐAN: Stjarnan 12 10 2 1051-940 20 Njarðvík 12 10 2 1054-887 20 KR 12 10 2 1130-987 20 Keflavík 12 9 3 1056-911 16 Grindavík 12 8 4 1120-950 16 Snæfell 12 8 4 1108-968 16 ÍR 12 5 7 1001-1058 10 Hamar 12 4 8 986-1046 8 Tindastóll 12 4 8 1000-1068 8 Breiðablik 12 2 10 905-1057 4 Fjölnir 12 2 10 917-1076 4 FSu 12 0 12 793-1173 0 ÚRSLIT HANDBOLTI Endurkoma Ólafs Stefánssonar í íslenska hand- boltalandsliðið um helgina var eftirminnileg en hann skoraði 19 mörk í leikjunum tveimur á móti Þjóðverjum sem báðir unnust með fjórum mörkum. Það var ljóst á frammi- stöðu Ólafs, áræði hans og ákveðni, að hann ætlaði að stimpla sig inn í landslið- ið með stæl. Ólafur skoraði tíu mörkum meira en næstu menn í íslenska liðinu en næstir honum í markaskori í leikjunum tveimur voru þeir Guðjón Valur Sig- urðsson og Snorri Steinn Guðjóns- son með 9 mörk hvor. Það munaði litlu að Ólafur næði tímamótárangri á landsliðsferlin- um en hann hefur nú skorað 1375 mörk í 286 landsleikjum. Ólafur var nefnilega aðeins einu marki frá því að brjóta hundrað marka múrinn í fyrsta sinn á móti einni þjóð. Eftir helg- ina hefur hann nú skorað 99 mörk á móti bæði Þýska- landi og Danmörku. Ólafur hefur skorað 99 mörk í 20 landsleikjum á móti Dönum og hundraðasta mark- ið kemur væntan- lega í leik liðanna í riðlakeppni EM í Austur- ríki. Ólaf- ur hefur þurft fimm færri leiki til þess að ná 99 mörk- um á móti Þjóðverjum og þetta er því ekki í fyrsta sinn sem Ólafur sýnir snilli sína á móti lærisvein- um Heiner Brands. Ólafur hefur nú skorað 6,6 mörk að meðaltali í umræddum 15 leikj- um sem er meira en á móti öllum þeim þjóðum þar sem hann hefur mætt tíu sinnum eða oftar. Ólaf- ur er í rauninni aðeins með hærra meðalskor á móti einni þjóð en hann hefur skorað 6,8 mörk að meðaltali í 8 leikjum á móti Make- dóníu. - óój FLEST MÖRK ÓLAFS Á MÓTI EINNI ÞJÓÐ: Þýskaland 99 mörk (15 leikir/6,6) Danmörk 99 (20/5,2 í leik) Noregur 86 (17/5,05) Svíþjóð 82 (16/5,13) Pólland 76 (15/5,07) Ólafur Stefánsson er kominn með 99 mörk í 15 landsleikjum á móti Þýskalandi: Alltaf góður á móti Þjóðverjum 6,6 MÖRK Í LEIK Ólafur Stefánsson hefur skorað sex mörk eða fleiri í 7 af síðustu 9 leikjum á móti Þjóðverjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM N1 Deildin 2009 - 2010 KONUR Þriðjudagur Framhús Kaplakriki Fylkishöll Fram - Valur FH - HK Fylkir - Víkingur 19:30 19:30 19:30 FÓTBOLTI Svar Toms Hicks yngri við tölvupósti frá stuðningsmanni Liverpool ætlar að hafa miklar afleiðingar fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Hicks yngri er nú hættur í stjórn félagsins og er hann hætt- ur í stjórn hjá móðurfyrirtækinu Kop Holdings. Umræddur stuðningsmaður Liverpool sendi Hicks póst þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum vegna þróunar mála hjá Liverpool en fékk í staðinn harð- ort, stutt og móðgandi svar. Stuðningsmaðurinn fór með málið í fjölmiðla og heimtaði að Hicks færi frá félaginu og hann hefur nú fengið sitt í gegn. Eftir því sem kemur fram í News of the World í gær svaraði Tom Hicks stuðningsmanninum meðal annars með því að segja honum að fara til helvítis. - óój Sonur eiganda Liverpool: Hættur hjá Liverpool FEÐGARNIR Tom Hicks yngri er hættur hjá Liverpool. NORDIC PHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Stjarnan, Njarðvík og KR eru öll jöfn að stigum á toppi Iceland Express-deildar karla eftir leiki gærkvöldsins. Stjarnan er þó enn í efsta sætinu. Það var mikil eftirvænting í Njarðvík í gær þegar Nick Brad- ford spilaði sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík. Bradford hefur áður spilað með Keflavík og Grindavík hér á landi og er að flestra mati einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á landi. Bradford stökk beint í byrjunar- liðið hjá Sigurði Ingimundarsyni og byrjaði á því að skora fyrstu körfu Njarðvíkur í leiknum. ÍR var einnig með nýjan útlending, Michael Jefferson, sem lék vel fyrir ÍR-inga en þeir byrjuðu leik- inn mjög vel og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 21-25. Nemanja Sovic fór mikinn í liði ÍR og skoraði alls 16 stig í fyrri hálfleik. Hann var allt í öllu hjá ÍR sem leiddi einnig í hálfleik, 45- 50. Heimamenn gyrtu sig í brók í síðari hálfleik, stöðvuðu Sovic þannig að hann skoraði aðeins 3 stig í síðari hálfleiknum. Fyrir vikið gengu heimamenn á lagið og leiddu með sjö stigum eftir þrjá leikhluta, 71-63. Njarðvíkingar voru einnig sterkari í lokafjórð- ungnum og lönduðu góðum 20 stiga sigri, 113-93, sem var þó torsóttur framan af. „ÍR-ingar voru að spila mjög vel og við máttum hafa verulega fyrir þessu í kvöld,“ sagði Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. Hann var ánægður með byrjun Bradfords í Njarðvík- urliðinu. „Hann spilaði mjög vel þær mínútur sem hann fékk í leikn- um. Hann er mikill liðsmaður sem fellur vel í hópinn. Strákarn- ir eru ánægðir með hann og þetta á örugglega eftir að ganga vel,“ sagði Sigurður en margir vilja meina að með komu Bradfords sé Njarðvík komið með sterkasta lið deildarinnar og sé líklegast til að fara alla leið. Sigurður gerir lítið úr slíkum vangaveltum. „Það er erfitt að segja til um hvort við séum bestir. Það á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur og við sjáum hvað setur,“ sagði Sig- urður sem var ánægður með strák- ana sína sem voru ryðgaðir fram- an af enda langt síðan þeir spiluðu síðast alvöruleik. FSu er enn án sigurs í deildinni eftir tap gegn KR í gær en botnlið- ið hékk þó aftan í Íslandsmeistur- unum lengi vel. Stjarnan missteig sig síðan ekki í Grafarvoginum en þar fóru þeir Jovan Zdravevski og Justin Shouse á kostum eins og svo oft áður í vetur. henry@frettabladid.is Nick Bradford byrjaði vel Njarðvík vann sigur í sínum fyrsta leik með Nick Bradford innanborðs. Brad- ford spilaði vel fyrir Njarðvík í gær er liðið lagði ÍR í Ljónagryfjunni. Toppliðin þrjú voru öll í eldlínunni í gær og unnu öll örugga sigra í leikjum sínum. STERKUR Guðmundur Jónsson átti flottan leik fyrir Njarðvík í gær er liðið lagði ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HEITUR Carlos Tevez skoraði þrennu fyrir Man. City í gær er liðið lagði Blackburn og komst upp í fjórða sæti ensku úrvals- deildarinnar. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.