Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2010, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 12.01.2010, Qupperneq 46
26 12. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. svei, 6. ólæti, 8. neðan, 9. knæpa, 11. samþykki, 12. greiða, 14. manna, 16. karlkyn, 17. fiskur, 18. drulla, 20. tvíhljóði, 21. íþróttafélag. LÓÐRÉTT 1. gljáhúð, 3. tveir eins, 4. rabba, 5. fyrirboði, 7. súgur, 10. kerald, 13. yfirbragð, 15. síll, 16. kóf, 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. fuss, 6. at, 8. upp, 9. krá, 11. já, 12. kemba, 14. karla, 16. kk, 17. áll, 18. aur, 20. au, 21. fram. LÓÐRÉTT: 1. lakk, 3. uu, 4. spjalla, 5. spá, 7. trekkur, 10. áma, 13. brá, 15. alur, 16. kaf, 19. ra. „Þetta var algjör snilld, geðveikt gaman,“ segir Þorgeir Gunnars- son, eða Toggi. „Ég væri alveg til í að gera þetta oftar.“ Toggi verður brátt einn fræg- asti dvergur landsins því nýver- ið lék hann í sjónvarpsauglýsingu um smálán í leikstjórn poppar- ans Björns Jörundar Friðbjörns- sonar. Hún verður frumsýnd í vor og á vafalítið eftir að vekja mikla athygli. Þar er Toggi í hlutverki handrukkara sem krefur pabba Ólafs Ragnars úr Fangavaktinni um greiðslu, sem Júlíus Brjánsson túlkar rétt eins og í þáttunum. Þrátt fyrir að leikurinn í auglýs- ingunni sé að baki hefur hinn smái en knái Toggi ekki sagt skilið við skemmtanabransann því nýlega fékk hann starf á skemmtistaðn- um Sódóma Reykjavík eftir að hafa áður starfað á leikskóla. Á Sódómu nýtur hann sín mjög vel og er bara sáttur við guð og menn. „Ég er ekk- ert að fara að hætta þarna. Ég er að tína saman glös og bara það sem er hægt að gera á bar, ég er í því öllu,“ segir hann og áréttar að smæð sín hái sér ekkert í starfinu. „Ef það er eitthvert vandamál bjarga ég mér með stól eða einhverju. Á bar- borðinu þar sem starfsmennirnir eru við barinn er búið að raða rauð- um kókkössum þar sem ég hleyp eftir eða stend upp á, þannig að ég næ alls staðar upp á barborðið.“ Starfið á Sódómu fékk hann þegar hann fór þangað eitt kvöldið að skemmta sér. „Ég labba þarna inn og mæti Eyfa og Össuri [eig- endum staðarins] í stiganum. Þeir spyrja hvað ég heiti og spyrja síðan hvort ég vilji vinnu og ég þigg það,“ segir Toggi, sem í ofanálag skart- ar tveimur húðflúrum. Áletrun nýrra húðflúrsins er Crazy like a fox, hvorki meira né minna. „Ég er alveg snargeggjaður,“ viðurkennir hann og hlær. Togga er alls ekkert illa við að vera kallaður dvergur og reyn- ir bara að gera gott úr hlutunum. „Ég geri alltaf grín að sjálfum mér. Það er ekkert gaman að því að vera svona ef maður hefur ekki húmor fyrir þessu.“ freyr@frettabladid.is ÞORGEIR GUNNARSSON: HEFUR HÚMOR FYRIR SJÁLFUM SÉR Handrukkar pabba Ólafs Ragnars í auglýsingu MEÐ TVÖ TATTÚ Toggi sýnir húðflúrin sín tvö, þar á meðal hið nýja með áletruninni Crazy like a fox. Hann viðurkennir að hann sé snargeggjaður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þær eiga víst margt sameiginlegt, þær Eva María Jónsdóttir og Ragnhildur Steinunn, fyrir utan þá staðreynd að þær eru að kynna forkeppni Ríkissjón- varpsins fyrir Eurovision. Þær eiga nefnilega báðar von á barni síðar í sumar. Eva María á þrjú börn fyrir en þetta verður fyrsta barn Ragnhildar og unnusta hennar, knattspyrnumannsins Hauks Inga Guðnasonar. Þau hafa verið saman í þrettán ár en Eva María og hjartalæknirinn Sigurpáll Scheving hafa verið saman síðan síðasta sumar, ef marka má Séð og heyrt. Og meira af Eurovision því væntanlega verð- ur það í fyrsta skipti í sögunni sem tveir trommarar leika undir í Eurovision-lagi á Íslandi þegar Menn ársins troða upp næstkomandi laugardag. Annar þeirra verður Hannes Þór Friðbjörnsson, sem þekktastur er fyrir slagverksleik sinn í Buffinu, en lag Manna ársins heitir Gefstu ekki upp og er eftir Harald Vigni Svein- björnsson. Textinn er eftir Sváfni Sigurðsson sem eitt sinn var hægri hönd Magnúsar Geirs Þórðarsonar í Borgarleikhúsinu. Stefán Karl Stefánsson náði með frammistöðu sinni að vekja áhuga fólks innan kvikmyndabransans í Hollywood á sjálfum sér. Stefán þótti fara á kostum í hlutverki Trölla í samnefndum söngleik sem sýndur var í Pantages-leikhúsinu á síðasta ári. Stefán hefur að undanförnu mætt í nokkrar prufur fyrir kvikmyndahlutverk og er, venju sam- kvæmt, hóflega bjartsýnn. FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er bara æðislegt,“ segir söng- konan Hera Björk en lagið Someday sem hún söng í undankeppni dönsku Eurovision-keppninnar í fyrra, hefur verið kjörið besta Eurovision-lag síð- asta árs sem komst ekki í lokakeppn- ina í Moskvu. Það voru aðdáendaklúbbar Eurov- ision úti um allan heim sem kusu lagið í efsta sæti. Keppnin nefnist Second Chance Contest og hefur verið hald- in í mörg ár. Hera segir útnefninguna ekkert endilega hafa komið sér í opna skjöldu. „Ég er búin að vera tilnefnd svolítið á þessum síðum úti í heimi, þannig að ég vissi að það var mik- ill áhugi og lagið var mjög vinsælt. En þetta kom yndislega á óvart samt sem áður. Þetta þýðir að þeir hefðu viljað sjá mig í lokakeppninni,“ segir hún. Lagið endaði í öðru sæti í dönsku undankeppninni og hefði vafalítið náð langt í lokakeppninni hefði það kom- ist áfram, enda ekta Eurovision-lag undir sterkum ABBA-áhrifum. Hera tekur þátt í undankeppni Eur- ovision hér heima á lokakvöldinu 23. janúar með lagið Je ne sais quoi sem er eftir hana og Örlyg Smára. Hann var einmitt einn af lagahöfundum Someday. Lagið er að sögn Heru sann- kallaður epískur stuðslagari. „Ég er mjög spennt að fá að spreyta mig og flytja lagið fyrir Íslendinga og síðan eru allir þessir aðdáendaklúbbar að horfa á þetta á netinu,“ segir hún og ætlar sér að sjálfsögðu sigur: „Maður er ekkert að keppa án þess að taka þetta alla leið.“ - fb Hera vinnur Eurovision-keppni HERA BJÖRK Lagið Someday hefur verið kjörið besta Eurovision-lagið sem komst ekki í lokakeppnina. R ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu átta. 1 Nauthólsvík. 2 Ólafur Örn Haraldsson. 3 54 stig. Auglýsingasími – Mest lesið Matreiðslubók Yesmine Olsson, Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, var tilnefnd til Gourmand World Cookbook- verðlaunanna í flokknum besta asíska mat- reiðslubókin fyrir skemmstu. Bókin er nú komin í úrslit. Alls 24 bækur voru tilnefndar í flokki asískrar matreiðslu en aðeins fjórar keppa til úrslita og er bók Yesmine þar á meðal. „Þetta kom mér mjög á óvart, það er svolítið fyndið að íslensk bók um indverska matar- gerð skuli vera að keppa til úrslita í þessum flokki,“ segir Yesmine sem verður viðstödd bókamessuna sem hefst 11. febrúar. Hún segir dómarana hafa heillast af hugmynd- inni í kringum bókina þar sem réttir úr bók- inni eru reiddir fram við Bollywoodtónlist og dans líkt og í Turninum í Kópavogi. Að auki hafa skipuleggjendur bókamessunn- ar boðið Yesmine að vera með opnunaratriði hátíðarinnar sem yrði þá atriði úr Bolly- wood-sýningunni og hyggst Yesmine syngja eitt sönglag á hindí við það tækifæri auk þess sem hún mun sýna nokkra dansa. Hún segist vera spennt en taugaóstyrk yfir því að koma fram á hátíðinni og segist helst kvíða því að þurfa að elda fyrir mann- skapinn. „Ég viðurkenni það fúslega að ég kvíði því mest að þurfa að elda fyrir fólk- ið því ég er enginn kokkur þótt ég elski að elda. Það er mikið af þekktum kokkum sem taka þátt og Jamie Oliver hefur meðal ann- ars unnið til verðlauna á þessari hátíð,“ segir Yesmine. Arngrímur Fannar Har- aldsson, eiginmaður hennar, mun ferðast með henni til Frakklands, en hann vann að útgáfu bókarinnar ásamt Yesmine. - sm Bók Yesmine kemst í úrslit MIKILL HEIÐUR Yesmine Olsson segir velgengni matreiðslubókar sinnar, Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Ég fæ mér sterkt kaffi. Það er ekkert flóknara en það.“ Páll Axel Vilbergsson, körfuknattleiks- maður í liði Grindavíkur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.