Fréttablaðið - 15.01.2010, Page 36
24 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Í dag kl. 12
Í Galleríi Ráðhús, sem er í bæjar-
stjórnarsal ráðhússins á Akureyri,
opnar listakonan Anna Gunnars-
dóttir sýninguna Mikado. Verkin
eru unnin út frá japanska spilinu
Mikado þar sem leikmenn spila
með prik. Öll verkin á sýningunni
eru unnin með shibori-tækni og ind-
ígólituð. Shibori er gömul japönsk
tækni sem notuð er við að búa til
munstur á efni sem síðan eru lituð.
> Ekki missa af
Á morgun verður farin borgar-
ganga með Hjálmari Sveins-
syni. Áætlanir um viðamikla
uppbyggingu á hafnarsvæðinu
hafa verið settar fram. Sumar
þeirra hafa reynst vera loft-
kastalar í bóluhagkerfi. Hvað
verður um austurbakkann
þar sem tónleikahúsið rís og
hvað verður um svokallað
Mýrargötuskipulag? Gangan
byrjar við styttuna af Ingólfi á
Arnarhóli kl. 12. Þaðan verður
gengið um hafnarsvæðið og
vestur á Granda.
Hin reffilega þungarokkshljómsveit Sólstaf-
ir er fyrsta íslenska hljómsveitin sem bókuð
er á Hróarskelduhátíðina í ár. Annar disk-
ur Sólstafa, sem bandið gerir hjá finnska
plötufyrirtækinu Spinefarm, kom út í fyrra
og heitir Köld. Fyrir var Masterpiece of
Bitterness sem kom út 2005.
Það verður mikið að gera í sumar hjá Sól-
stöfum. Bandið er bókað á sjö tónlistarhátíð-
ir til að fylgja plötunni eftir. Hún hefur feng-
ið góða dóma í tímaritum (til dæmis 10/10 í
Metal.de og 8/10 í Metal Hammer) og birtist
víða á listum yfir bestu plötur ársins. Stærsta
rokktímarit Finnlands, Inferno, valdi hana til
að mynda bestu erlendu plötu ársins.
Líklegt er að fleiri íslenskar sveitir bætist
við á Hróarskelduhátíðina sem haldin er 1.-4.
júlí. Af þeim fáu hljómsveitum sem nú hefur
verið tilkynnt um eru Muse og Pavement þær
þekktustu. - drg
Sólstafir á Kelduna
REFFILEGIR Sólstafir gera það gott með „Köld“.
Tveir Englendingar verða í aðal-
hlutverki á Rosenberg um helg-
ina, þeir Tom Hannay og Clive
Carroll. Tom Hannay er 24 ára
gamall gítarleikari og söngvari,
sem hefur verið búsettur á Íslandi
í eitt og hálft ár. Hann hefur spil-
að á þó nokkrum tónleikum á þess-
um tíma, til dæmis hjá Hemma
og Valda og á Rosenberg. Einnig
hefur hann komið fram á tónlist-
arhátíðum í Englandi. Hann spil-
ar þægindapopp með áhrifum frá
Jeff Buckley, James Taylor og
Smokey Robinson, svo einhverjir
séu nefndir. Tom kom hingað fyrst
árið 2008 til að fara á Aldrei fór ég
suður-hátíðina á Ísafirði, en heill-
aðist svo af íslensku tónlistarlífi
og landi og þjóð að hann ákvað að
setjast hér að í einhvern tíma.
Tom stendur fyrir Íslandsferð
Clives Carroll. Sá er 34 ára gam-
all gítarleikari og lagasmiður,
sem hefur spilað á gítar frá blautu
barnsbeini. Hann útskrifaðist með
hæstu einkunn frá Trinity College
í London 1998 og er mikill töfra-
maður með gítarinn. Hann hefur
komið víða við, meðal annars spil-
að fyrir soldáninn í Oman og hefur
verið ráðinn af Madonnu til að
spila á einkatónleikum. Clive hefur
gefið út þrjár plötur sem allar
innihalda einungis lög eftir hann.
Sú síðasta heitir Life in Colour og
fékk mjög lofsamlega dóma eins og
hinar plöturnar.
Tom og Clive koma fram í kvöld
og annað kvöld á Rosenberg á
Klapparstíg. Á morgun bætist
Böddi úr Dalton við dagskrána og
spilar lög af sólóplötu sem hann
gaf út í fyrra. - drg
Enskir gítarleikarar á Rosenberg
ÞÆGINDAPOPPARI Tom Hanney og fleiri
á Rosenberg í kvöld. MYND/JOE RITTER
Í kvöld frumsýnir Vestur-
port útgáfu sína af Faust
í Borgarleikhúsinu. Sagan
er aldagömul og ættuð frá
Þýskalandi.
Fjöldinn allur af útgáfum af Faust
hefur verið sviðsettur, kvikmynd-
aður og sunginn. Leikrit Goethe er
þekktast, en aðrar útgáfur eru til
dæmis skáldsagan Doctor Faust-
us eftir Thomas Mann og Meist-
arinn og Margaríta eftir Mikhaíl
Búlgakov, sem styðst við söguþráð-
inn. Fjörutíu ár eru síðan sagan um
Faust fór síðast á leiksvið á Íslandi.
Í leikritinu segir frá Faust. Hann
er leikinn af Þorsteini Gunnarssyni
og Birni Hlyni Haraldssyni, sem
leikur hann á yngri árum. Faust er
kominn á efri ár þegar hann upp-
götvar að líf hans hefur ekki alveg
verið jafn hamingjuríkt og hann
hefði viljað. Mefistó (Hilmir Snær
Guðnason) freistar hans og segist
geta kynnt hann fyrir sannri ham-
ingju í hinu ljúfa lífi skemmtunar
og nautna. Faust tekur boðinu og
handsalar veðmálið með því skil-
yrði að ef hann finni hamingjuna
undir handleiðslu Mefistós, þá
eignast djöfullinn sál hans. Veð-
málið verður fyrst tvísýnt þegar
Faust kynnist hinni hreinu, sak-
lausu Grétu (Unnur Ösp Stefáns-
dóttir) sem dregst inn í þessa eilífu
baráttu góðs og ills.
Búast má við mögnuðu sjónar-
spili og háloftaatriðum. Fundnir
eru ferskir listrænir fletir á efni-
viðnum.
Sýn leikstjórans Gísla Arnar
Garðarssonar er óbeisluð og fer
á flug með leikurunum í óhefð-
bundinni leikmynd Axels Hallkels
Jóhannessonar. Frumsamin tónlist
Nicks Cave og Warrens Ellis rekur
svo smiðshöggið á verkið.
Áhorfendur mega búast við að sjá
þessa klassísku sögu lifna við og
skína í alveg nýju ljósi í meðförum
Vesturports. - drg
Faust Vesturports fer á svið
SJÓNARSPIL
Myndir frá æfingu Vesturportsins á
Faust. Fjörutíu ár eru síðan Faust var
síðast settur upp í íslensku leikhúsi en
það eru þeir Þorsteinn Gunnarsson
og Björn Hlynur Haraldsson sem leika
sjálfan Faust. Hilmir Snær er síðan
Mefistó. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Lau 16/1 kl. 15:00 Aukas. U
Lau 16/1 kl. 19:00 U
Lau 23/1 kl. 15:00 Aukas. U
Lau 23/1 kl. 19:00 U
Fös 29/1 kl. 19:00 Ö
Oliver! (Stóra sviðið)
Brennuvargarnir (Stóra sviðið)
Fös 15/1 kl. 20:00 U
Fim 21/1 kl. 20:00 U
Fös 22/1 kl. 20:00 Ö
Fim 28/1 kl. 20:00 Ö
Fös 5/2 kl. 20:00 Ö
Lau 30/1 kl. 15:00 U
Lau 30/1 kl. 19:00 Ö
Lau 6/2 kl. 15:00 Ö
Lau 6/2 kl. 19:00 Ö
Sun 14/2 kl. 15:00 Ö
Sun 14/2 kl. 19:00 Ö
Sun 21/2 kl. 15:00 Ö
Sun 21/2 kl. 19:00
Sun 28/2 kl. 15:00 Ö
Sun 28/2 kl. 19:00 Ö
Fös 12/2 kl. 20:00 Frums. U
Lau 13/2 kl. 20:00 2. K U
Fös 19/2 kl. 20:00 3 K Ö
Gerpla (Stóra sviðið)
Lau 20/2 kl. 20:00 4. K Ö
Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. U
Fös 26/2 kl. 20:00 5. K Ö
Lau 27/2 kl. 20:00 6. K Ö
Fös 5/3 kl. 20:00 7. K Ö
Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö
Oliver! MBL, GB. Nýjar sýningar komnar í sölu.
„Besta leiksýning ársins“ MBL, IÞ. Sýningum fer fækkandi.
Miðasala hafin - tryggið ykkur sæti á fyrstu sýningar!
Lau 16/1 kl. 15:00 Ö
Sun 17/1 kl. 16:00
Sindri silfurfi skur (Kúlan)
Lau 23/1 kl. 15:00
Sun 24/1 kl. 16:00
Lau 30/1 kl. 15:00
Sun 31/1 kl. 15:00
Undurfalleg sýning fyrir yngstu leikhúsgestina!
Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U
Sun 14/3 kl. 13:00 U
Sun 14/3 kl. 15:00 U
Lau 20/3 kl. 13:00 U
Lau 20/3 kl. 15:00 U
Fíasól (Kúlan)
Sun 21/3 kl. 13:00 Ö
Sun 21/3 kl. 15:00 U
Lau 27/3 kl. 13:00
Lau 27/3 kl. 15:00
Sun 28/3 kl. 13:00
Sun 28/3 kl 15:00
Lau 10/4 kl 13:00
Lau 10/4 kl 15:00
Sun 11/4 kl 13:00
Sun 11/4 kl 15:00
Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu!
Mið 27/1 kl. 20:00
Bólu-Hjálmar (Kúlan)
Fim 28/1 kl. 20:00
Gestasýning Stoppleikhópsins. Aðeins tvær sýningar.
Ævintýraferð um undraheima
vatnsins í Borgarleikhúsinu
„Yndisleg sýning fyrir börn frá sex eða átta ára aldri
og foreldra þeirra, afa og ömmur.“
María Kristjánsdóttir, eyjan.is
Miðasala er í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is
Aukasýningar
Sunnudagana 17. og 24. janúar kl. 14.00