Samtíðin - 01.05.1940, Side 35

Samtíðin - 01.05.1940, Side 35
SAMTlÐIN 31 Nýjar b erlendar bækur <J Leo Hansen: Situationen er kritisk. - Þetta er mjög fróðleg ferðabók, er lýsir dýralífi og lífsskilyrðum á ísbreiðum Grænlands að vetrar- lagi, og er bókin prýdd mörgum ágætum myndum. Verð ób. d. kr. 7.50. Peter Freuchen: Sibiriske Eventyr. — Skáldleg ferðabók, án mynda, um Rússland og Sibiríu. P. F. á sér góðan penna og næmt auga. Yerð ób. d. kr. 7.50. William Faulkner: De vilde Palmer. — Höfundur þessarar bókar er einn af efnilegustu skáldum Banda- ríkjanna, þeim, er teljast til vngri kynslóðarinnar. í þessari bók eru tvær frásagnir. Önnur segir frá ungum læknanema, er hleypur frá námi sínu með giftri konu, en hin frásögnin er um fanga, er slepp- ur úr fangelsi af völdum flóðs. Hann lendir í miklum ævintýrum. Loks tekst honum að komast i tugthúsið á ný, enda liefur hann nú sannprófað, að hvergi annars slaðar er næði að fá. 308 bls. Verð ób. d. kr. 7.75. Robert Briffault: Europa. — Þessi skáldsaga gerist fyrir 1914, áður eu álfa vor varð brjáluð í fyrra skift- ið á þessari öld! I bókinni kynn- umst við fjölda persóna, m. a. ung- um, ítölskum blaðamanni, Benito Mussolini að nafni, og ýmsum Þjóðverjum, sem aldrei segjast ætla í strið, en berjast skönnnu síðar eius og betjur. 410 bls. Verð ób. d. kr. 9.75, ib. kr. 15.75. Mika Waltari: En frennned kom lil Gaarden -— Á finskum bóndabæ býr kona ein með manni sínum, sem er drýkkjurútur, og gömlum frænda sínum. Einn dag kemur þangað ungur maður. Konan fellir hug til hans, en er bóndi kemst að þvi, drepur liann unga manninn. Konan ræður nú manni sínum bana og dysjar liræ bans i mýri. En morðið kemst upp, og konau er dæmd af dómara og almennings- áliti. Merkileg bók. 279 bls. Verð ób. d. kr. 6.75, ib. kr. 11.00. Albert Viksten: Tömmer. Þessi bók segir frá binni stórfenglegu iðju i einu af lielstu viðarböggsverum Svíþjóðar, þar sem áin tekur við trjánum og fleytir þeim til sögun- armyllanna. Við kynnumst ólg- unni, sem stóriðjan skapar i hug- um fólksins — athöfnum, öfuud og rógi. 201 bls. Verð ób. d. kr. 4.50, ib. kr. 5.50 og 8.00. J. Schlanbusch: Eftir Konsultations- tid. — í þessari bók segir gamall, danskur læknir frá ævintýrum lífs síns,og er frásögnin vermd af þeirri skapgerð, sem gerir Dani aðlað- andi, en það er hin góðlátlega fyndni og léttlyndi, er einkennir þá i bliðu og stríðu. 131 bls. Verð ób. d. kr. 5.00. Henning 'Höirup: Fangen — vort Medinenneske. — Þessi bók f jallar um líf fanganna, frá því að hurð fangelsisins lykst á bæla þeim, og þar til þeim er blevpt út í þjóðfé- lagið á ný. • Athyglivert rit. 216 bls. Verð ób. d. kr. 5.75.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.