Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 2
2 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPNUM KL 8.00 ALLA VIRKA DAGA Glæný Línuýsa -úr Jökuldýpi Kinnar og Gellur -nýjar og nætursaltaðar- Sjósiginn fi skur, Roðlaus -frá Bolungarvík. BAGDAD, AP Írakinn Ali Hassan al-Majid, eða Efnavopna-Ali eins og hann er kallaður, hefur verið dæmdur til dauða í fjórða sinn. Í þetta sinn var hann dæmdur til hengingar fyrir að fyrir- skipa gasárás á Kúrda árið 1988 þegar rúmlega fimm þúsund manns fórust. Ali, sem er frændi Saddams Hussein fyrrum Íraksforseta, hefur þrívegis áður verið dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyninu í Írak. Síðustu þrír dómarnir hafa ekki náð fram að ganga, meðal annars vegna þess að þeir Kúrdar sem lifðu af gasárásina vildu að sínar raddir fengju að heyrast í málinu gegn Ali. Fögnuðu þeir mjög þegar dómurinn yfir Ali var kveðinn upp. - fb Írakinn Efnavopna-Ali: Fékk fjórða dauðadóminn EFNAVOPNA-ALI LÖGREGLUMÁL Alls komu 102 mál á borð lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar er þetta í hærri kantinum, sérstaklega í janúarmánuði sem er yfirleitt frekar rólegur. Tveir menn voru gripnir glóðvolgir við innbrot á heimili á Skúlagötu laust eftir miðnætti. Annar er á sextugs- aldri en hinn á fertugsaldri. Fimm umferðaróhöpp urðu um nóttina og lítils háttar meiðsl urðu á fólki þegar tvær bifreiðar skullu saman á gatnamótum Laugavegar og Snorrabrautar. Þrír ökumenn voru einnig teknir grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna. - fb Aðfaranótt laugardags: 102 mál á borð lögreglunnar SLYS Tvær stúlkur um tvítugt slös- uðust þegar bíllinn sem þær voru í valt vestan við Grundarfjörð seinni partinn í gær. Að sögn lög- reglunnar á Grundarfirði er mik- illi hálku á veginum um að kenna að slysið varð. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti stúlkurnar eftir að hafa komið til móts við sjúkrabíl á Kaldárbakkaflugvelli, vestan við Eldborgarhraun. Báðar stúlkurn- ar voru með meðvitund þegar þyrlan kom og sótti þær og flutti á Landspítalann í Fossvogi. - fb Bílvelta við Grundarfjörð: Þyrla sótti tvær ungar stúlkur FLUTTAR Á SJÚKRAHÚS Þyrla Landhelgis- gæslunnar sótti tvær stúlkur um tvítugt vestur á land í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚKRAÍNA, AP Viktor Janúkovitsj, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, mun samkvæmt útgönguspám bera sigurorð af forsætisráðherranum Júlíu Tímo- sjenko í fyrstu umferð forseta- kosninganna þar í landi. Talið er að þeir tveir muni etja kappi um forsetaembættið í næsta mánuði. Núverandi forseti, Viktor Júst- sjenko, hefur aftur á móti helst úr lestinni og er aðeins með um sex prósent atkvæða. Janúkovitsj hafði verið afskrifaður eftir for- setakosningarnar árið 2004 þegar hæstiréttur Úkraínu ógilti sigur hans vegna kosningasvindls en hefur nú komið sterkur til baka. - fb Forsetakosningar í Úkraínu: Janúkovitsj í efsta sætinu VIÐSKIPTI Stjórnendum Vestia, eign- arhaldsfélagi Landsbankans, var kunnugt um fjölskyldutengsl Sig- urðar Arnars Sigurðssonar, nýráð- ins forstjóra Húsamiðjunnar, við Hannes Smárason, fyrrverandi for- stjóra FL Group, og leituðu ítarlegra upplýsinga um fjárhagsstöðu hans áður en Sigurður var ráðinn til að taka við forstjórastólnum í síðustu viku. Hannes, sem er bróðursonur Sig- urðar, átti um tíma tæpan tuttugu prósenta hlut í Húsasmiðjunni í gegnum félagið Primus. SPV, dóttur- félag Byrs, gekk að veðum í félaginu vorið 2008. Sigurður er reynslubolti í smá- sölugeiranum en hann vann náið með Jóni Helga Guðmundssyni, eig- anda Kaupáss og stofnanda Byko, á árunum 1997 til 2006 og var forstjóri Kaupáss frá 2004. Á sama tíma var Hannes giftur dóttur Jóns. Áður en Sigurður tók sæti í stjórn Húsasmiðjunnar var hann sjálfstætt starfandi ráðgjafi, meðal annars fyrir matvælafyrirtæki Hannesar í Bretlandi. Vestia tók Húsasmiðjuna yfir í október í fyrra. Ekki stendur til að selja hana á næstu mánuðum. „Þegar að því kemur verður það gert í sam- ræmi við starfsreglur Vestia um opið tilboðsferli,“ segir Steinþór Baldurs- son, framkvæmdastjóri Vestia. - jab Bakgrunnur nýs forstjóra Húsasmiðjunnar var skoðaður í þaula fyrir ráðningu: Verður seld í opnu tilboðsferli SIGURÐUR ARNAR Nýr forstjóri Húsa- smiðjunnar hefur víðtæka reynslu í smásölugeiranum. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND Vill styrkja íslensku sveitina Íslenska björgunarsveitin á Haítí ætti að fá þá peninga sem Rauði kross Færeyja hefur safnað vegna hamfar- anna þar. Þetta segir Jákup Símun Simonsen, bæjarfulltrúi í Þórshöfn, í viðtali við Sósíalinn. FÆREYJAR Ívar, maður sér ykkur þá ekk- ert á Grand Rokk? „Við höfum einu sinni spilað á Grand Rokk en nei, það er ekkert fram undan þar.“ Ívar Björnsson er í hljómsveit sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu. Sveitin heitir Nolo. Bílvelta á Reykjanesbraut Bílvelta varð á Reykjanesbraut austan við Grindavíkurveg rétt fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn og var einn fluttur á sjúkrahús. Talið er að meiðslin hafi verið minni háttar. Töluverð hálka var á veginum þegar slysið varð. LÖGREGLUFRÉTTIR EFNAHAGSMÁL Íslensk stjórnvöld knýja nú á stjórn- völd á Norðurlöndunum um að þau skýri hvort þau vilji lána Íslendingum fé eður ei. Svo segja heimildir blaðsins úr Stjórnarráðinu. Sem kunnugt er hafa Norðmenn verið vilj- ugastir til að lána þjóðinni eftir synjun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á staðfestingu Icesave-laga. Svíar hafa hins vegar lagst gegn því. Svör Dana og Finna munu vera loðnari. Ekki hefur náðst í Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra til að útskýra hvað hafi gefið henni tilefni til að lýsa yfir bjartsýni um að það gæti tekist að fá Breta og Hollendinga að samningaborðinu. Samstarfsfólk henn- ar vill þó meina að hún hafi vísað til þess að samstaða um Icesave myndi nást innanlands. Að því gefnu hefðu erlendir viðsemjendur meiri ástæðu til að halda að hægt væri að semja um málið endanlega. Orð framsóknarkonunnar Sivjar Friðleifsdóttur á Bylgjunni í gær, um að „miklu betri samningur“ þyrfti að koma til svo hætt yrði við þjóðaratkvæða- greiðslu hafa ekki aukið vonir stjórnarliða um samstöðu meðal flokkanna. Þrátt fyrir umrædda þörf á samstöðu hafa formenn flokk- anna ekki hist um helgina. - kóþ Ekkert fundað um Icesave meðal formanna flokkanna um helgina: Ræða nú við Norðurlöndin FORYSTUFÓLK RÍKISSTJÓRNAR Viðmælendur blaðsins úr Stjórnarráðinu telja sam- stöðu allra flokka um Ice- save vera forsendu þess að Bretar og Hollending- ar vilji setjast enn á ný að samningaborðinu. ATVINNUMÁL Lögmannafélag Íslands segir mikla fjölgun lög- manna leiða til hættu á að upp- lýsingar um hugsanleg gjaldþrot og refsidóma félagsmanna berist félaginu ekki. Því þurfi að heim- ila að samkeyra upplýsingar úr gagnabönkum. Í bréfi til Persónuverndar bend- ir Lögmannafélagið á að félagið eigi að fylgjast með því að lögmað- ur uppfylli ávallt skilyrði laganna fyrir lögmannsréttindum. Þetta varðar meðal annars það að bú lögmanns hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta og að hann hafi óflekkað mannorð, að sjálf- stætt starfandi lögmenn hafi gilda ábyrgðartryggingu og sérstakan fjárvörslureikning í viðurkenndri bankastofnun til að varðveita fé skjólstæðinga. Lögmannafélagið segir að félagsmönnum hafi fjölgað um sex- tíu prósent á tíu árum. Lögmenn og dómarar þekki nú síður deili á lögmönnum en áður og því hætta á að nauðsynlegar upplýsingar um gjaldþrot eða refsidóma lögmanna berist félaginu ekki og að upp hafi komið slík tilvik. Handvirkt eftir- lit með félagsmönnum sé orðið nær óframkvæmanlegt. „Til að tryggja betur lögbund- ið eftirlit félagsins með lögmönn- um telur stjórn þess mikilvægt að kanna hvort samkeyra megi, með reglulegu millibili, ýmsar opinber- ar upplýsingar, sem og viðskipta- upplýsingar einkafyrirtækja, við lista lögmannafélagsins yfir skráða félagsmenn. Þær upplýs- ingar sem hér um ræðir eru meðal annars upplýsingar úr sakaskrá, skrá Lánstrausts hf. um gjaldþrot lögmanna, skrár íslenskra vátrygg- ingafélaga um gildar starfsábyrgð- artryggingar lögmanna á hverjum tíma og loks upplýsingar viðskipta- banka og sparisjóða um skráða fjárvörslureikninga lögmanna,“ segir í erindi Lögmannafélagsins. Í svari Persónuverndar segir að gæta þurfi þess að persónuupplýs- ingarnar séu fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og ekki unnar frekar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi. Sömu- leiðis að þær séu nægilegar, við- eigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Persónuvernd segir að sú vinnsla persónuupplýsinga sem Lög- mannafélagið lýsir geti stuðst við lagaheimildir og býðst til að svara frekari spurningum varðandi það. „Þó skal tekið fram að áður en slík svör eru veitt er æskilegt að veitt- ar verði frekari skýringar á því hvernig umræddri vinnslu verður hagað.“ gar@frettabladid.is Vilja samkeyra gögn um stöðu lögmanna Lögmannafélagið segir ógjörning að fylgjast með því handvirkt hvort lögmenn uppfylli á hverjum tíma skilyrði til starfa og vill samkeyra gögn frá trygginga- félögum, Lánstrausti og úr sakaskrá. Persónuvernd tekur jákvætt í þá beiðni. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Mikil fjölgun lögmanna á stuttum tíma hefur að sögn Lögmannafélags Íslands leitt til þess að þeir sjálfir og dómarar þekki síður deili hver á öðrum miðað við það sem áður var. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.