Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 16
18. janúar 2010 MÁNUDAGUR2
„Öllum sem byrja að vefa þykir það
skemmtilegt. Ég þekki að minnsta
kosti engan sem hefur ekki fall-
ið fyrir því,“ segir Jóhanna Birk-
isdóttir og bætir við hlæjandi:
„Kannski er það af því ég þekki
ekki öðruvísi fólk. Ég vel mér vini
eftir því hvort þeir vilja vefa!“
Jóhanna er formaður Félags vefn-
aðarkennara og leiðbeinandi á
námskeiði Heimilisiðnaðar-
skólans í Nethyl sem blaða-
maður og ljósmyndari heim-
sóttu eitt kvöldið. Hún segir
áhugann á vefnaði ganga í
bylgjum á Íslandi. Hann
hafi verið í lægð síðustu ár
en telur landið nú vera að
rísa. Hún hrósar nemend-
um sínum á námskeiðinu
í hástert og segir þá fá
tíu plúsa.
Vefnaður er undir-
staða margs konar
tauiðnaðar. Hann fór
meðal annars fram
á íslenskum heim-
ilum um aldir í
heimasmíðuðum
vefstólum. Haföld,
skeið, skammel og
bóma eru meðal
tækniorða sem
tilheyra slíkum
græjum. Jóhanna
segir vefstóla ekki
fáanlega hér á
landi en auðvelt sé
að panta þá frá Sví-
þjóð. „Það fylgja
leiðbeiningar með þeim
eins og IKEA húsgögn-
unum,“ segir hún hress-
ilega. „Svo er dálít-
il kúnst að setja upp
vef í stólinn en þegar
það er búið er hægt að
vefa ýmiss konar muni
eins og sannast hér hjá
okkur.“
Næstu námskeið
byrja 14. febrúar og
kennt er tvisvar í viku
til 8. apríl.
gun@frettabladid.is
Bóma, haföld,
skammel, skeið
Í Heimilisiðnaðarskólanum eru kennd ýmis vinnubrögð sem bæði
teljast til handmennta og lista. Vefnaður er þeirra á meðal.
Áhaldið sem liggur ofan á vefnað-
inum heitir skytta. Það er notað
til að skutla bandi þversum milli
uppistöðuþráðanna sem liggja
langsum eftir stólnum.
Jóhanna kennari og Lilja Birkisdóttir una sér vel við vefstólana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
UPPÞVOTTABURSTAR eru ekki eilífir. Gott er að skipta
reglulega um þá. Þó er hægt að lengja líftíma þeirra með góðri
umgengni. Til dæmis má setja þá af og til í uppþvottavélina.
Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17
Ókeypis námskeið og ráðgjöf
Mánudagur 18. janúar
Miðvikudagur 20. janúar
Fimmtudagur 21. janúar
Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir æfingar sem
hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkam-
ann. Tími: 12.00-13.00.
Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00.
Teikninámskeið – Langar þig að læra að teikna? Farið
verður í grunninn og teiknað. Tími: 13.30 -15.00.
Baujan sjálfstyrking – Byggð á slökunaröndun og til-
finningavinnu. Fullt! Tími: 15.00 -17.00.
Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Athugið lengdan
opnunartíma! Tími: 16.00 -19.00.
Hundavinir – Áttu góðan hund? Láttu gott af þér leiða
með aðstoð hundsins. Tími: 12.30 -13.30.
Frönskuhópur – Viltu æfa þig að tala frönsku?
Tími: 12.30 -13.30.
Saumasmiðjan - Bættu og breyttu flíkunum. Fáðu leið-
beiningar og komdu með saumavél ef þú getur.
Tími: 13.00-15.00.
Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00.
Noregur og norska kerfið - Noregur og Ísland eiga
margt sameiginlegt en þó er margt ólíkt í samfélaginu
og kerfinu. Íslensk kona búsett í Noregi til fjölda ára tek-
ur fyrir mikilvæg atriði og svarar spurningum.
Tími: 12.30 -13.30.
Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30.
Hvernig stöndumst við álag – Hvað fær okkur til að
snöggreiðast yfir smámunum? Eða pirrast yfir hversdags-
legum atburðum? Fáðu góð ráð til að takast á við álag.
Tími: 14.00-15.30.
Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri
og gleði? Tími: 15.30-16.30.
Föstudagur 22. janúar
Lífsleiðin frá miðaldra fram á efri ár– Hvernig tök-
um við því að eldast? Tími: 12.30 -13.30.
Prjónahópur – Viltu læra að prjóna? Eða deila reynslu
þinni og hugmyndum með öðrum? Tími: 13.00 -15.00.
Hraðskákmót – Tefldar verða nokkrar umferðir eftir
Monradkerfi. Tími: 13.30 -15.00.
Tálgunarnámskeið – Lærðu að tálga með með beitt-
um hníf í ferskan trjávið. Tími: 14.30 -16.00.
Allir velkomnir!
Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Hafðu fartölvu með
ef þú getur. Tími: 13.30-15.30.
Bókaklúbbur - Við spjöllum um bókina Mávahlátur
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Tími: 14.00-15.00.
Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Eða alltaf
langað til að læra bridds? Tími: 14.00-16.00
Gítarnámskeið fyrir byrjendur yngri en 35 ára
Ágúst Atlason hljómlistarmaður kennir gripin. Annar
hluti af fjórum. Fullt! Tími: 15.00-16.30.
Þriðjudagur 19. janúar
Rauðakrosshúsið
Búddismi í Japan – Fjallað verður um áhrif Búddisma
á sögu og menningu Japans. Tími: 12.30 -14.00.
Áhugasviðsgreining – Könnun og fagleg ráðgjöf.
Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00 -15.00.
Ráðgjöf fyrir innflytjendur– Sérsniðin lögfræðiráð-
gjöf og stuðningur fyrir innflytjendur. Tími: 14.00 -16.00.
Það er engin ástæða til að láta sér leiðast
AR...BAÐINNRÉTTINGAR...HREINLÆTISTÆ-
UNARTÆKI...BAÐKER...STURTUKLEFAR...
NGAR...HREINLÆTISTÆKI...BLÖNDUNARTÆ-
...STURTUKLEFAR...BAÐINNRÉTTINGAR...
TÆKI...BLÖNDUNARTÆKI...BAÐKER...STUR-
BAÐINNRÉTTINGAR...HREINLÆTISTÆKI...
TÆKI BAÐKER STURTUKLEFAR BAÐIN-
25 - 75 % afsl.
af öllum vörum
Skútuvogi 4 - sími: 525 0800
Verslunin flytur
Baðheimar sameinast Álfaborg 1. febrúar
Ú S
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447