Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 29
BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar MÁNUDAGUR 18. janúar 2010 17 ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Lúxus-mannætuhlað- borð Aðeins þúsund krónur hver haus Þú veist hverjir eru efstir í ensku úrvalsdeildinni Pondus? Nei, ég reyni nú sem minnst að fylgjast með henni! Ég get sýnt þér stigatöfluna í blaðinu? Nei, ekki vera að hafa fyrir því, alla- vega ekki fyrir mig! Sjáðu, alveg hérna við toppinn! Því miður, ég er bara ekki með lesgleraugun mín! En sérðu núna, þegar ég nudda þessu svona? Veistu, ég er að verða líkamlega tengdur kon- unni þinni!1 Til hamingju! Mamma, finnst þér eitthvert vit í þessari setningu? Mér finnst að… Alltaf þarftu að gagnrýna mig! Sjáðu, þetta er jólatrésala! Hérna koma fjöl- skyldurnar og kaupa jólatrén sín! Stór tré, lítil tré, grönn og feit tré! Fimmtán þúsund fyrir f##### dauðan runna! Óþægileg tré! www.tskoli.is Námskeið á nýju ári! Hönnun og handverk • Gítarsmíði • Brúðarkjólasaumur • Að hanna og prjóna einfaldar f líkur • Að prjóna lopapeysu • Litafræði fyrir bútasaum • Skírnarkjólasaumur • Steinaslípun – vinnustofa • Höggvið í stein • Útskurður • Smíði úr íslenskum við - skál og amboð Málmur og tré • Málmsuða • Húsgagnaviðgerðir • “Sittu á strák þínum” frá 1940 - kollur með geymsluhólfi Raftækni • CanOpen kerf ið • Gítaref fektar • LCD skjáviðgerðir • Leikhúslýsing • MultiSim rafrásarhermir • PIC stýriörgjörvar Rekstur og stjórnun • Breytingastjórnun og niðurskurður • Mannauðsstjórnun • Rekstrar- og birgðastjórnun • Starfsmannasamtöl og launaviðtöl • Stjórnun og stefnumótun • Þekkingarstjórnun og fræðslustarf fyrirtækja Skipstjórn - vélstjórn • ARPA – ratsjárnámskeið. Grunn- og endurnýjun • Smáskipanámskeið 12 m og styttri • SSO - CSO. Verndarfulltrúi skipa og fyrirtækja • GMDSS GOC - ROC • ECDIS - rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi • Endurnýjun skips- og vélstjórnarréttinda • Hásetafræðsla • IMDG meðferð á hættulegum farmi • Vélgæslunámskeið Tölvur- og upplýsingatækni • Final Cut • Revit þrívíddarforrit • AutoCAD teikniforrit Tungumál • Enska fyrir starfsfólk í iðngreinum • Lad os snakke sammen Umhverf i og útivist • GPS tæki og rötun • Grjóthleðslur - torf og grjót • Vatnajökulsþjóðgarður Nánari upplýsingar um námskeiðin fást á vefnum www.tskoli.is, í Endurmenntunarskólanum í s. 514 9601 eða á ave@tskoli.is Á sunnudaginn verða 102 ár liðin frá því þær Katrín Magnússon, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir og Þórunn Jónassen settust í bæjarstjórn Reykjavíkur, fyrstar íslenskra kvenna. Kvenfélögin í Reykjavík höfðu tekið höndum saman og boðið fram sérstakan Kvennalista sem var fyrsta sérframboð kvenna á Íslandi. Hann vann stórsigur í kosningunum því hann kom öllum fulltrú- um sínum að. Það þurfti sem sagt sam- stöðu kvenna til að þær fengju loks völd. Ekki hefur velgengni kvenna í pólitík hér á landi alltaf verið jafnmögnuð. HLUTFALL þeirra hefur aukist hægt og bítandi og eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar urðu þær rúmur þriðjungur. Það tók sem sagt heila öld að ná þó þeim árangri. Hrun íslenska efnahags- kerfisins sýndi okkur glöggt hvað atkvæði okkar skipta miklu máli. Við sitjum öll í súpunni ef ekki er rétt að málum staðið. Ábyrgðin er því líka kjósand- ans. Áður en hrunið brast á voru það helst borgarstjórn- armálin hér í Reykjavík sem fengu landsmenn til að grípa andann á lofti. Skiptin voru jafnhröð og í farsa eftir Dario Fo. Ekki gengu búningaskiptin því alltaf vel og óðu margir buxnalausir inn á svið. NÚ þegar prófkjör fara fram vegna yfir- vofandi sveitarstjórnarkosninga er gott að hafa í huga hvernig fólk við viljum hafa við stjórnvölinn og hverjum við leyf- um að fara með sameiginlega fjármuni okkar. Og talandi um ábyrgð. Við ætlumst til þess að íslensk stjórnvöld gefi peninga til þurfandi og gefum líka sjálf þegar við erum aflögufær. Jafnframt ætlumst við til þess að umhverfismálum sé sinnt á okkar fagra landi og flokkum þar af leið- andi mörg hver heimilissorpið. Á Íslandi ríkja líka jafnréttislög en þau mega sín lítils ef hver og einn hefur ekki sína eigin jafnréttisáætlun. MIKLAR skyldur eru lagðar á okkur kjós- endur. Við skulum axla þær með glöðu geði og kjósa af visku í prófkjörunum og síðar í sveitarstjórnarkosningunum. Kjós- um fólk sem reynst hefur vel og hefur haft réttlæti sem leiðarljós í starfi sínu. Gleymum því ekki að fólkið á bak við tjöldin er fólkið með völdin. Þegar vel er að gáð voru þessi tjöld eflaust saumuð af fingrafimri konu. Hafi rödd hennar enn ekki heyrst var það örugglega ekki vegna þess að hún hafði ekkert til málanna að leggja, heldur vegna þess að hún var með títuprjóna klemmda á milli varanna. Að tjaldabaki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.