Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 14
14 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Á þessum degi árið 2000 var í fyrsta sinn haldið
upp á frídag blökkumannaleiðtogans Martins
Luthers King yngri í öllum fimmtíu ríkjum
Bandaríkjanna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur
þriðja mánudag janúarmánaðar á ári hverju, en
afmælisdagur Kings er 15. janúar.
Skömmu eftir morðið á King árið 1968 fór af
stað herferð þess efnis að árlegur frídagur yrði
nefndur eftir King. Ronald Reagan, þáverandi
forseti Bandaríkjanna, gerði frídaginn opinber-
an árið 1983 og var í fyrsta sinn haldið upp á
hann árið 1986. Í fyrstu neituðu sum ríki að við-
urkenna daginn og kölluðu hann ýmist öðrum
nöfnum eða tengdu hann saman við aðra frí-
daga. Suður-Karólína var síðasta ríkið til að gera
daginn að opinberum frídegi.
ÞETTA GERÐIST: 18. JANÚAR 2000
Öll ríkin taka upp
Luther King-dag
Skarfar eru stórir og dökkir sjófuglar. Hérlendis eru tvær skarfa-
tegundir, dílaskarfur og toppskarfur. Þeir eru báðir staðfuglar
og er varpútbreiðsla beggja að mestu bundin við Faxaflóa og
Breiðafjörð. Dílaskarfurinn er stóri bróðir. Hann lifir á fiski og
er slyngur kafari. Skarfar veiða venjulega á grunnsævi og eftir
veiðiferðirnar sitja þeir á steinum, klöppum eða hafnarmann-
virkjum með þanda vængi og blaka þeim í sífellu til að þurrka
þá. Þá er sagt að þeir „messi“. Dílaskarfur fær nafnið af stór-
um, hvítum díl, sem hann ber á lærunum í varpskrúðanum
frá janúar til júní. Annars eru fullorðnir dílaskarfar að mestu
svartir, en ungfuglarnir eru ljósir að neðan og brúnir að ofan.
Hann verpur í byggðum, aðallega á flötum, gróðursnauðum
skerjum, stundum á stöpum. Hreiðrið er hraukur úr þangi,
fóðrað með fjöðrum og grasi. Hann dvelur á veturna með
ströndum fram um land allt. Dílaskarfar leita stundum upp á
ferskvatn, ár og vötn og sjást jafnvel á vötnum á hálendinu.
Nokkrir tugir hafa sést á Þingvallavatni. Varpútbreiðslan hefur
dregist saman og hann er nú horfinn af Norðurlandi og öðrum
eldri varpstöðvum. Dílaskarfur er algengur varpfugl víða um
heim, bæði á norður- og suðurhveli jarðar.
www.fuglavernd.is
FUGL VIKUNNAR: DÍLASKARFUR
Eru miklar veiðiklær
KEVIN COSTNER ER 55 ÁRA Í DAG.
„Ef maður hefur ekki skiln-
ing á eigin takmörkunum,
nær maður litlum árangri í
lífinu.“
Kevin Costner er bandarískur
leikari, tónlistarmaður, fram-
leiðandi og leikstjóri.
DÍLASKARFURINN TIL VINSTRI MESSAR. MYND/JÓHANN ÓLI HILMARSSON
Sveinn Ragnarsson, lektor við Háskól-
ann á Hólum, varði nýverið doktorsrit-
gerð sína í fóðurfræði hesta við Sænska
landbúnaðarháskólann (SLU) í Uppsöl-
um. Rannsókn hans er viðamesta rann-
sókn sem gerð hefur verið á fóðrun
íslenskra hesta.
Hann er inntur eftir því hvað hafi
vakið áhuga hans á þessu viðfangsefni.
„Ég hef fyrst og fremst mikinn áhuga
á öllu því sem viðkemur hrossum en
þótti fóðurfræðin mest spennandi sem
vísindaverkefni, þar sem þekkingin
var lítil á því sviði og ýmsar kenning-
ar uppi um sérstöðu íslenska hestsins,“
segir Sveinn og útskýrir að sérstaða ís-
lenska hestsins hafi dregið verulega úr
mönnum að nota sér alþjóðleg viðmið
við fóðrun íslenskra hesta og við mat
á fóðri.
Ekki hafa margar doktorsritgerð-
ir verið skrifaðar um íslenska hestinn.
„Ég man eftir tveimur í augnablikinu, í
annarri er fjallað um kynbætur hrossa
en í hinni um spatt,“ svarar Sveinn en
bætir við að bjartari tímar séu fram
undan. „Nú vinna íslenskir nemend-
ur að allavega fjórum doktorsritgerð-
um um íslenska hestinn. Einnig kemur
íslenski hesturinn fyrir í allmörgum
öðrum ritgerðum og eitthvað af MS-rit-
gerðum, sérstaklega erlendis.“
En um hvað fjallar rannsóknin?
„Meltingu og efnaskipti í hestum. Með
því að mæla meltanleikann getum við
áttað okkur á orku- og próteingildi
heysins og þannig einnig metið þarfir
gripanna,“ svarar Sveinn og greinir frá
helstu niðurstöðunum. „Í stuttu máli er
íslenskt rúlluhey úrvalsfóður saman-
borið við hestahey sem notað er sunn-
ar í álfunni. Orkugildi í snemmslegnu
íslensku rúlluheyi jafnast á við sumt
kjarnfóður og þó að við sláum seint þá
reynist íslenska heyið enn vera þokka-
lega meltanlegt og sambærilegt við al-
gengt hestahey í Evrópu. Einnig kom-
umst við að því að fóðurþarfir íslensku
hestanna reyndust sambærilegar við al-
þjóðleg viðmið fyrir hesta í svipuðu líf-
eðlisfræðilegu ástandi og því ekki um
mikilvæga sérstöðu að ræða. Önnur
niðurstaða sem ég tel vera afar athygli-
verða er að við gerðum samanburðar-
tilraun þar sem við bárum saman melt-
anleika rúlluheys í íslenskum og stand-
ardbred-hestum (útbreitt alþjóðlegt
hestakyn) og reyndist ekki vera munur
á hversu vel hrossin meltu heyið þannig
að kenning um að íslenskir hestar melti
gróffóður betur en önnur hestakyn fær
ekki stuðning í mínum tilraunum. Hins
vegar komu fram athygliverð gildi í
blóðefnamælingum sem benda til þess
að efnaskipti kynjanna gætu verið ólík,
sem þarfnast nánari skoðunar.“
Sveinn segir niðurstöðurnar háprakt-
ískar. „Þær má nýta til ákvörðunar á
sláttutíma fyrir hross og til að ákvarða
fóðurgjöf. Ekkí síst gefa niðurstöðurn-
ar okkur líka aukið tækifæri til að nýta
alþjóðleg viðmið og rannsóknaniður-
stöður.“
Sveinn starfar við kennslu og rann-
sóknir við Háskólann á Hólum og segir
þekkingu sína á fóðurfræði nýtast vel
í kennslunni. „Við höfum komið niður-
stöðum tilrauna jafnóðum inn í náms-
efnið.“
En verður rannsóknum haldið áfram?
„Þessari rannsóknarlotu er lokið og þó
að brennandi spurningum hafi verið
svarað að einhverju leyti, þá vökn-
uðu aðrar sem við ætlum að reyna að
svara í framtíðinni. Ég býst við að við
höldum fóðurrannsóknum áfram til að
styðja við og útvíkka það sem þegar er
gert,“ svarar Sveinn. Hann hefur fundið
fyrir miklum áhuga að utan og býst við
að næstu fóðurrannsóknir verði í sam-
vinnu við erlenda háskóla. Sveinn bend-
ir á að stór hluti af íslenska hrossastofn-
inum sé erlendis og hestamenn verði að
hugsa leiðbeiningar og rannsóknir á al-
þjóðlegum nótum og bætir síðan við að
honum finnist afar mikilvægt og í raun
skylda Íslendinga gagnvart þeirri auð-
lind sem hesturinn er, að vera í far-
arbroddi er kemur að rannsóknum á
íslenska hestinum.
Þær rannsóknir sem við erum nú að
vinna að hér við hestafræðideildina á
Hólum taka til þjálfunarlífeðlisfræði
hesta og nú er í burðarliðnum stórt
verkefni á því sviði sem ætlunin er að
beina athyglinni að næstu misseri. „Á
slíkum þáttum er nauðsynlegt að afla
þekkingar einfaldlega til að skilja hvað
við erum að bjóða hestunum upp á, sér-
staklega þegar kemur að sýningum og
öðru álagi.“ solveig@frettabladid.is
SVEINN RAGNARSSON: VER DOKTORSRITGERÐ Í FÓÐURFRÆÐI HESTA
Íslenska heyið er úrvalsfóður
DOKTOR Í HESTAFRÆÐUM Varði doktorsritgerð í fóðurfræði hesta. MYND /SÓLRÚN
MERKISATBURÐIR
1535 Líma, höfuðborg Perú,
er stofnsett af Francisco
Pizarro.
1701 Friðrik I. verður konungur
Prússlands.
1871 Þýska keisaradæmið verð-
ur til þegar Otto von
Bismarck tekst að sam-
eina nokkur þýsk ríki í eitt
sambandsríki.
1896 Röntgenmyndavélin er
fyrst sýnd.
1964 Teikningar af World Trade
Center-turnunum í New
York-borg eru opinber-
aðar.
1968 Leigubílstjórinn Gunnar
Sigurður Tryggvason er
myrtur í Reykjavík. Aldrei
komst upp um ódæðis-
manninn.
1969 Stórbruni verður á Korp-
úlfsstöðum.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þórdís Magnea
Þorleifsdóttir
Torfufelli 27, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn
12. janúar. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 20. janúar kl. 13.00.
Sjöfn Skaftadóttir Skaug Björn Arild Skaug
Kristín G. Haraldsdóttir Sigurður Ö. Magnússon
Jóhanna Þ. Haraldsdóttir Kristinn Benónýsson
Benedikt S. Haraldsson Kristjana Jóhannsdóttir
Skapti J. Haraldsson Kristbjörg H. Sigtryggsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur,
Kristinn Freyr Arason
Stekkjarhvammi 12, Hafnarfirði,
sem lést af slysförum fimmtudaginn 7. janúar, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
20. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á að láta líknarfélög njóta þess.
Ari Óskar Jóhannesson Ólöf Sigurlín Kristinsdóttir
Steinunn Aradóttir Inga Nína Sigríður
Jóhannsdóttir
Ástkær sambýlismaður minn og bróðir
okkar,
Hjörleifur Bjarki
Guðmundsson
vélfræðingur frá Karlsá,
Rauðalæk 14,
andaðist að heimili sínu 10. janúar. Útför verður frá
Fossvogskirkju 21. janúar kl. 15.00.
Nanna Kristín Guðmundsdóttir og syskini.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Sigurður Guðmundsson
byggingartæknifræðingur,
Háaleitisbraut 125, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju-
daginn 19. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vin-
samlega afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans eru
beðnir að láta hjúkrunarþjónustuna Karitas njóta þess.
Sólveig Ásta Ásgeirsdóttir
Ásgeir Valdimar Sigurðsson
Dagbjörg Birna Sigurðardóttir Davíð Ottó Arnar
Marta Dögg Sigurðardóttir Sigurður Óli Kolbeinsson
og barnabörn.