Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 8
 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR 50% afsláttur fyrir Ringjara. Við sendum tilboð beint í símann. Tilboð dagsins: Tilboð dagsins: E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 5 6 2 Gott 1 MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út 50% afsláttur af lítilli pizzu með 2 áleggstegundum. Gildir í dag mánudag Domino's 50% afsláttur Lítil pizza m. 2 áleggsteg. Gott 2 MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út 50% afsláttur af matseðli. Gos er ekki innifalið í tilboði. Gildir í dag mánudag Serrano 50% afsláttur af máltíð fyrir einn Ringjarar fara inn á ring.is og óska eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. Ringja rar get a sent S MS me ð textan um domin os í 1905 til að f á MMS miða Ringja rar get a sent S MS me ð textan um serrran o í 1905 til að f á MMS miða EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Banda- ríkjanna hagnaðist um 52,1 millj- arð dala, jafnvirði um 6.500 millj- arða króna, á nýliðnu ári. Þetta er methagnaður í sögu bankans. Afkoman skýrist að mestu af vaxtagreiðslum og afborgun fyrirtækja af skuldabréfum sem bankinn keypti af fyrirtækjum í lausafjárvanda í kreppunni. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal slær varnagla við aðgerðum bankans enda hafi hann aukið mjög peningamagn í umferð vegna kaupanna, sem bæði veikti gengi Bandaríkjadalsins gagnvart gjaldmiðlum heimsins og hefur hægt á aðlögun efnahagslífsins. Þá sé bankinn berskjaldaður fyrir sveiflum á virði skuldabréfa í eigu hans, sem megi ekki hreyfast mikið til að skekkja eiginfjárstöðu bankans. - jab Seðlabanki skilar methagnaði: Berskjaldaðri nú en fyrir kreppu NÁTTÚRUFRÆÐI Notkun ljósrita, sem er örsmátt mælitæki sem skráir ferðir dýra, hefur bylt upplýsinga- öflun um lífshætti fugla. Íslensk- ir vísindamenn nýta þessa tækni nú þegar til rannsókna á nokkrum tegundum íslenskra fugla. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), segir að hefðbundnar merk- ingar hafi hingað til ekki gefið nægilega góðar upplýsingar um lífshætti fugla sem halda sig langt úti á sjó. „Þessi tækni er því algjör bylting og við munum sjá það á næstu árum að mikið af áhuga- verðum upplýsingum um fjölda fuglategunda mun líta dagsins ljós.“ Ævar tekur þátt í fjölþjóð- legri rannsókn á farháttum kríu þar sem þessari tækni er beitt. Með niðurstöðum hennar verður kaflinn um kríuna í skólabókum heimsins endurskrifaður. Þessi smái fugl reynist vera víðförulli en nokkurn grunaði en hann flýg- ur um sjötíu þúsund kílómetra í árlegum ferðum sínum á milli póla, eins og Fréttablaðið fjallaði um á fimmtudag. Sérfræðingar hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum hafa sett ljósrita (tækið er einnig kallað gagnariti) á skrofur í sam- starfi við spænska kollega sína, en niðurstöður úr þeirri rannsókn eru væntanlegar. Hafa þeir meðal annars komist að því að skrofurn- ar flugu beint suður til Patagón- íu í Suður-Argentínu, en krían kemur þar við á lífríku hafsvæði á pólflugi sínu. „Þær upplýsingar voru allt aðrar en við höfðum um skrofuna fyrir þann tíma.“ Ævar segir að ljósriti hafi einnig verið settur á þrjá- tíu lóma austur á Mýrum. „Við erum búnir að fá sjö fugla til baka og von- umst eftir að fá fleiri í sumar. Þessir sjö hafa sagt okkur að lómarnir halda sig aðal- lega á sundinu á milli Grænlands og Íslands yfir vetrartímann. Þó var mjög áhugavert að í fyrra náðum við merktu varppari; annar fuglinn hélt sig út af Snæfellsnesi um veturinn en hinn við suður- odda Grænlands. Þetta gefur eitt svar við gamalli spurningu um hegðun fugla að vetrarlagi sem para sig ár eftir ár á varpstöðvum, eins og reyndar flestir sjófuglar gera.“ Íslenskar hrafnsendur, sem er fágæt tegund hér á landi, voru merktar í fyrrasumar norður í Aðaldal. Vonast er til að í ljós komi hvar vetrarstöðvar þeirra eru, og hvaða leið þær velja á farflugi sínu, segir Ævar. svavar@frettabladid.is Nýleg tækni byltir fuglarannsóknum Örsmátt tæki, svokallaður ljósriti, gefur nýjar upplýsingar um lífshætti fugla. Ævar Petersen fuglafræðingur segir um byltingu að ræða. Hérlendis hefur tæknin þegar verið nýtt í rannsóknum á nokkrum tegundum fugla. LÓMUR MEÐ UNGA Rannsóknir á þessum glæsilega fugli gefa vísbendingar um hvernig lífsháttum sjófugla er farið á vetrarstöðvum þeirra. MYND/ÆVAR PETERSEN ÆVAR PETERSEN STJÓRNMÁL Tryggja þarf að stjórn sem kennir sig við velferð stýri landinu áfram til að vega upp á móti frjálshyggju síðustu ára, segir í ályktun flokksráðs VG frá því á laugardag. Stjórn VG og Samfylkingar hafi þegar náð miklum árangri. Flokkurinn þurfi á öllu sínu þreki og samstöðu að halda í baráttu fyrir réttlátara samfélagi. Það að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu er sagt brýnt framfaramál til að „ryðja burt þeim ólýðræðislegu hefðum sem fyrri ríkisstjórnir hafa fest í sessi,“ segir í ályktuninni, en ekki er minnst á Icesave berum orðum. Þá er andstaða flokksins við aðild að ESB ítrekuð, án þess að tekin sé afstaða til gjaldeyrismála. Meðal tillagna fundarins er að blaðamönnum verði tryggð „uppsagnarvernd“, að Míla, grunnnet Símans, komist í ríkiseigu og öll stærri orkufyrirtæki verði í almannaeigu. Þá skal hefja undirbúning til að tryggja eignarhald þjóðar- innar á auðlindum til lands og sjávar. Þeim verði ekki fórnað í kreppunni. Flokksráðið fordæmir einkavæðingu í heilbrigðisrekstri og er á móti fyrirhugaðri endur skipulagningu innan stjórnarráðsins, verði hún á kostnað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. - kóþ Flokksráðsfundur VG ályktar meðal annars um þjóðaratkvæðagreiðslur: Minnir á ólýðræðislegar hefðir STEINGRÍMUR JÓHANN SIGFÚSSON Flokksráðsfundur VG ályktaði um fjöda málefna um helgina, meðal annars um sparisjóði, votlendi og far- fugla. Flokkurinn vill sem fyrr standa utan hernaðarbandalaga. FRÉTTABLAÐIÐ/

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.