Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 10
10 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Breytingar á skattlagningu hlutafélaga
FRÉTTASKÝRING
BRJÁNN JÓNASSON
brjann@frettabladid.is
Hagstæðara getur verið
fyrir fólk sem stofnað hefur
lítil einkahlutafélög um
rekstur sinn að skipta um
félagaform eftir að nýjar
reglur um skattlagningu
arðs úr einkahlutafélögum
tóku gildi um áramót.
Breytt félagaform getur þó
þýtt að eigendur félagsins
þurfi að bera fulla ábyrgð á
skuldum félagsins. Fremur
auðvelt er að komast hjá
þeirri ábyrgð.
Sprenging varð í stofnun samlags-
og sameignarfélaga í lok síðasta
árs og það sem af er ári. Má tengja
það beint breytingum á lögum um
skattgreiðslur af hagnaði hluta-
félaga og einkahlutafélaga.
Breytingarnar gera það af verk-
um að sé greiddur arður úr einka-
hlutafélagi eða hlutafélagi sem
fer yfir 20 prósent af skattalegu
eigin fé þarf að greiða tekjuskatt
af helmingi upphæðarinnar sem
greiddur er umfram 20 prósentin.
Áður var eingöngu greiddur fjár-
magnstekjuskattur af öllum hagn-
aði sem tekinn var út úr slíkum
félögum í formi arðs.
Skattlagningu samlags- og sam-
eignarfélaga var ekki breytt. Þar
er greiddur hærri skattur á hagn-
að, 32,7 prósent í stað 18 prósenta á
hagnað hlutafélaga og einkahluta-
félaga. Á móti kemur að öll skatt-
lagningin fer fram innan félagsins,
og ekki er lagður skattur á hagnað
sem tekinn er út úr félaginu.
Með breytingunum er gerður
skýrari greinarmunur á því hvaða
félagaform hentar til ólíkrar starf-
semi, segir Andri Gunnarsson,
lögfræðingur hjá endurskoðunar-
fyrirtækinu Deloitte.
Þannig sé rekstur sem kalli á að
mikill hluti framlegðar sé nýttur í
fjárfestingar og endurnýjun tækja
betur settur í hlutafélagi þar sem
skatthlutfallið sé lægra. Fjárfest-
ingarstarfsemi þar sem meginhluti
tekna sé arður og söluhagnaður
hlutabréfa verði áfram hagstæð-
ara að hafa í hlutafélögum vegna
sérstakra reglna sem um slíkar
tekjur gildi.
Það mun væntanlega leiða
til þess að þeir sem geta lifað á
fjárfestingarstarfsemi í gegn-
um eignarhaldsfélög munu borga
hærri skatta, og hluti þeirra
mun eftir breytinguna renna til
sveitarfélaganna í formi útsvars.
Einyrkjar og smærri fyrirtæki
geta hins vegar verið betur sett í
samlags- eða sameignarfélagi þar
sem reglur á úttektum til eigenda
leiða ekki til hærri skattgreiðslna,
segir Andri.
Mest áhrif á lítil einkahlutafélög
Breytingarnar hafa einkum áhrif á
lítil félög þar sem stór hluti hagn-
aðar er tekinn út úr félögunum, og
hlutafé er lágt. Það á til að mynda
við um einkahlutafélög sem ein-
yrkjar hafa stofnað um rekstur
sinn.
Fyrir breytingarnar gátu til
dæmis sjálfstætt starfandi lækn-
ar, iðnaðarmenn eða aðrir verið
með starfsemi sína í einkahluta-
félagi. Félagið þurfti að greiða
eigandanum eðlileg laun, svokallað
reiknað endurgjald, sem er
mismunandi eftir starfsgreinum.
Tekjur félagsins umfram þau
útgjöld, og önnur útgjöld sem til
urðu í rekstri þess, mátti svo taka
út sem arð eftir að 18 prósenta
skattur hafði verið greiddur af
þessum hagnaði. Af arðgreiðsl-
um þurfti að greiða tíu prósenta
fjármagnstekjuskatt, svo heild-
arskattgreiðsla nam 26,2 pró-
sentum. Allur sá skattur rann til
ríkisins, og gagnrýndu forsvars-
menn sveitarfélaga harðlega að fá
ekki útsvarsgreiðslur af þessum
skattgreiðslum.
Eftir breytinguna þurfa einka-
hlutafélögin enn að greiða eigand-
anum laun, sé hann starfsmaður
félagsins. Sé tekinn út hagnað-
ur sem er umfram 20 prósent af
skattalegu eigin fé greiðir eigand-
inn skatt af helmingnum eins og
með gamla kerfinu, en hefðbund-
inn tekjuskatt af hinum helm-
ingnum. Þar sem eigið fé hluta-
félags þarf ekki að vera meira en
500 þúsund krónur við stofnun
félagsins þarf hagnaður ekki að
vera mikill til að þessi regla eigi
við hjá litlum einkahlutafélögum
með eigið fé í lágmarki.
Þetta þýðir að í stað þess að
greiða 18 prósenta skatt þurfa fyr-
irtækin að greiða eftir atvikum
32,72 prósent, 41,12 prósent eða
46,12 prósent skatt af hluta tekna,
skrifar Ásmundur G. Vilhjálmsson
lögmaður í pistli í síðasta tölublaði
Viðskiptablaðsins. Heildarskattur
af hagnaðinum geti því hækkað úr
32,7 prósentum í allt að 55,82 pró-
sent eftir því í hvaða skattþrepi
tekjurnar lendi.
„Fyrir þessa breytingu var
skattur af hagnaði hlutafélaga
hvað lægstur hér á landi. Með
þessum breytingum verður hann
hvað hæstur,“ skrifar Ásmundur.
Margir skipta um rekstrarform
Vegna þessara breytinga hefur
talsverðum fjölda lítilla einka-
hlutafélaga verið breytt í sam-
lags- eða sameignafélög. Þau þykja
þó ekki henta fyrir alla starfsemi.
Eitt af því sem miklu munar um
er sú ábyrgð sem eigandi félagsins
ber á rekstri þess.
Eigandi eða eigendur hlutafélags
eða einkahlutafélags bera tak-
markaða ábyrgð á skuldum félags-
ins. Þeir geta í versta falli tapað
því hlutafé sem þeir hafa lagt í
félagið, fari illa.
Eigendur samlags- eða sameign-
arfélags eru hins vegar persónu-
lega ábyrgir fyrir öllum skuldum
félagsins, þótt útfærslumunur sé
á ábyrgðinni milli samlagsfélaga
annars vegar og sameignarfélags
hins vegar. Það þýðir að fari félag-
ið í þrot geta kröfuhafar þess geng-
ið að eignum eigenda, til dæmis
sparnaði, húsi, bíl eða öðrum
eignum sem til er að dreifa.
Ábyrgðin lendir hjá hlutafélaginu
Vala Valtýsdóttir, forstöðumaður
skatta- og lögfræðisviðs Deloitte,
bendir á að auðvelt sé að komast
hjá því að slík persónuleg ábyrgð
lendi á eigendum félagsins.
Tvo þarf til að stofna samlags-
félag, og þarf annar þeirra að bera
fulla ábyrgð á rekstri félagsins, en
aðrir bera takmarkaða ábyrgð.
Vala segir að einn eigenda sam-
lagsfélags geti verið einkahluta-
félag. Þannig geti maður stofnað
einkahlutafélag, og svo í félagi við
það félag stofnað samlagsfélag,
og látið ábyrgðina á herðar einka-
hlutafélaginu. Þar með er ábyrgð
hans takmörkuð við hlutafé í félög-
unum tveimur og ekki hægt að
ganga að honum persónulega.
Vala telur augljóst að með breyt-
ingu á skattalögum hafi ekki verið
ætlað að koma smærri fyrirtækj-
um yfir í form þar sem eigendur
beri meiri ábyrgð. Yfirlýstur til-
gangur með breytingunni hafi
verið að skattleggja hluta af arði
einkahlutafélaga með lágt eigið fé
eins og launatekjur.
Svo virðist sem löggjafinn hafi
ekki áttað sig á því að hægt væri
að sleppa undan auknum álögum
með því að breyta formi félagsins í
sameignarfélag eða samlagsfélag,
segir Vala.
Misjafnt hvaða rekstrarform hentar
BREYTA TIL Sprenging varð í stofnun einkahlutafélaga eftir lagabreytingu fyrir nokkrum árum, en nú virðast margir sem stofnað
hafa slík félög utan um eigin rekstur vera að færa sig yfir í annars konar rekstrarform.
MIKILL MUNUR Á REKSTRARFORMUM FYRIRTÆKJA
Einstaklingsrekstur Hlutafélag Einkahlutafélag Sameignarfélag Samlagsfélag
Eigendur Rekstur í eigin nafni Tveir eða fleiri Einn eða fleiri Tveir eða fleiri
Ábyrgð
Bein og ótakmörkuð Takmarkast við hlutafé Bein, óskipt og ótakmörkuð
Að minnsta kosti
einn aðili ber
ótakmarkaða
ábyrgð og aðrir
takmarkaða
Kostnaður við
skráningu
66.500 krónur ef skráð í
firmaskrá
256.000
krónur 130.500 krónur 89.000 krónur
Lágmarkshlutafé
eða stofnfé Nei
4.000.000
krónur 500.000 krónur Nei Nei
Tekjuskattur
(almennt)
37,2 til 46,1 prósent eftir
tekjum 18 prósent 32,7 prósent
Formreglur Mjög einfaldar Ítarlegar Ítarlegar (þó einfaldari en hf) Einfaldar
Ákvörðunartaka
Einföld, eigandi ræður Samkvæmt lögum, hluthafafundur
Allir þurfa að
samþykkja nema um
annað sé samið
Fer eftir samþykkt-
um félagsins
Opinberir reikn-
ingar
Nei Já
Sérstakar reglur um
fjárfestingartekjur
(arður og söluhagn-
aði hlutabréfa)
Nei, skattlagðar eins og
aðrar tekjur
Já, móttekinn arður og söluhagnaður
hlutabréfa almennt ekki skattlagður.
Móttekinn arður er skattlagður í 18 prósent en
söluhagnaður í 32,7 prósent
Útgreiðsla til
einstaklinga
(almennt)
Skattfrjáls 18 prósenta skattur Skattfrjáls
Önnur ákvæði sem
geta haft bein áhrif
á skattlagningu
eiganda
Reglur um reiknað
endurgjald*
Reglur um reiknað endurgjald.* Óheimil
lán og arður til hluthafa skattleggst
sem launatekjur eiganda. Helmingur
útborgaðs arðs umfram 20 prósent af
skattalegu eigin fé félags skattleggst sem
launatekjur.
Reglur um reiknað endurgjald*
*Reglur um reiknað endurgjald skylda eigendur til að borga sér markaðslaun ef þeir vinna hjá fyrirtækinu svo þeir geti
ekki eingöngu greitt sjálfum sér arð með hagstæðara skatthlutfalli.
HEIMILD: VEFUR RÍKISSKATTSTJÓRA OG DELOITTE
Húsfélagaþjónusta
Nánar á arionbanki.is/husfelag
Ekkert mánaðargjald
Einföld innheimta
Öflugur netbanki
Fullkomið rekstraryfirlit
Félagatal og greiðslustaða
Þinn þjónusturáðgjafi
Komdu í viðskipti með húsfélagið þitt. Sendu fyrirspurn
á husfelag@arionbanki.is – hringdu í síma 444 7000
eða komdu við í næsta útibúi. Starfsfólk bankans tekur
vel á móti þér og veitir allar nánari upplýsingar.
Þú sparar þér tíma og fyrirhöfn