Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 6
6 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR
ný vara
599kr/pk.
verð aðeins
Hentar bæði sem tepoki
beint í bollann eða sem
púði í senseo vélarnar.
240 tepokar í pakka
á aðeins 599 kr/pk.
Fairtrade tekassi.
Eignastýring og séreignarsparnaður
fyrir hugsandi fólk
Opinn kynningarfundur
þriðjudaginn 19. janúar
kl. 17:15 að Borgartúni 29.
Viltu ábyrgari
fjármálaþjónustu?
Allir velkomnir
SAMGÖNGUR Veggjald í Hvalfjarðar-
göngunum hækkar um tæplega 13
prósent að jafnaði frá og með 1.
febrúar vegna verðlagsþróunar og
afkomu Spalar undanfarin tvö ár.
Gjald fyrir staka ferð í fyrsta
gjaldflokki fer úr 800 í 900 krón-
ur og hver ferð áskrifenda að eitt
hundrað ferðum fer úr 230 í 259
krónur. Inneign áskrifenda minnk-
ar sjálfkrafa við gjaldskrárbreyt-
inguna, það er ónotuðum ferðum
fækkar sem svarar til hækkunar
veggjaldsins.
Aðspurður efast Gísli Tryggva-
son, talsmaður neytenda, um að
þessi ákvörðun varðandi áskriftina
standist. „Það þarf alltaf samþykki
neytenda fyrir breytingum að skil-
málum eða kjörum nema í einstaka
undantekningartilvikum,“ segir
Gísli. „Þá er hægt að tilkynna og
gefa frest vilji menn draga sig út úr
viðskiptunum. Til dæmis ef síma-
fyrirtæki hækka verðskrána hefur
maður þrjátíu daga til að skipta um
fyrirtæki eða áskrift. Annars er
maður bundinn,“ segir hann. „Ef
einokunarfyrirtæki ætla að hækka
verð þá gildir ekki þetta sjónar-
mið sem almennt gildir um frjálsa
verðlagningu. Þess vegna þyrfti
óháður aðili, til dæmis ráðherra,
að meta hvort það séu forsendur til
hækkunar.“
Gylfi Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Spalar, segir að tekið sé fram
í skilmálum í 2. grein áskriftasamn-
ings að Spölur heimili viðkomandi að
hafa afnot af göngunum á því gjaldi
sem er í gildi hverju sinni. „Þetta
hefur einu sinni hækkað á níu árum
en síðan hefur gjaldið lækkað fimm
sinnum. Einu sinni lækkaði það um
tæp 40 prósent fyrir þessa algeng-
ustu bíla og þá fengu menn 40 til 50
ferðum meira en menn voru búnir
að kaupa. Það kvartaði enginn þá,“
segir Gylfi. Hann bætir við að fólk
geti sagt upp áskriftarsamningi
sínum með stuttum fyrirvara ef það
vill. „Það getur skilað inn lyklinum
og fengið endurgreitt, það er ekkert
sem bannar það.“ - fb
Veggjald í Hvalfjarðargöngunum hækkar um tæplega 13 prósent frá og með 1. febrúar næstkomandi:
Undrast færri ferðir fyrir sama verð
HVALFJARÐARGÖNG Framkvæmdastjóri
Spalar segir að tekið sé fram í áskriftar-
samningi að gjaldið getur hækkað og
lækkað eftir aðstæðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HAÍTI, AP Yfir sjötíu manns hefur
verið bjargað úr húsarústunum
á Haítí eftir jarðskjálftann sem
gekk yfir landið á dögunum. Að
sögn talsmanns Sameinuðu þjóð-
anna. Elisabeth Byrs, er hlutfall
þeirra sem hefur verið bjargað
hátt miðað við hefðbundna björg-
unaraðgerð á vegum samtakanna,
jafnvel þótt fjöldinn sé ekki mikill
miðað við alvarleika slyssins.
Að sögn Elisabeth er andinn
góður á meðal hinna 1.739 björg-
unarstarfsmanna sem hafa leitað
í rústunum undanfarna daga. Fólk
er ennþá á lífi í byggingunum sem
hrundu en reiknað er með því að
það geti lifað í sex daga við slíkar
aðstæður og sá tími rennur ein-
mitt út í dag.
Alls eru 43 björgunarlið á svæð-
inu með 161 hund og hátæknibún-
að sér til aðstoðar við leitina og
enn fleira fólk er væntanlegt til
aðstoðar.
Björgunarstarfsmenn hafa
kvartað yfir því hversu erfitt
hefur verið að koma hjálpargögn-
um í gegnum flugvöllinn í höf-
uðborginni Port-Au-Prince, sem
er bæði lítill og illa farinn. Til að
mynda var samtökunum Læknar
án landamæra meinað um leyfi
til að lenda á vellinum. Þess í stað
þurftu þau að lenda í Dóminíska
lýðveldinu og tafðist uppsetning
sjúkramiðstöðvar á þeirra vegum
því um einn sólahring.
Ekki er vitað hversu margir
hafa farist í jarðskjálftanum. Tut-
tugu þúsund lík hafa þegar fund-
ist í landinu. Heilbrigðissamtökin
Pan American telja að á bilinu 50
til 100 þúsund manns hafi dáið.
freyr@frettabladid.is
Fólk enn sagt á lífi í
húsarústum á Haítí
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að yfir sjötíu manns hafi verið bjargað
úr húsarústunum á Haítí. Erfitt er að koma hjálpargögnum á svæðið.
RÓTA Í RÚSTUNUM Hjálparstarfsmenn róta í húsarústunum á Haítí eftir jarðskjálftan sem gekk yfir landið. AP/MYND
HAÍTÍ „Við notum mikið heimafólk
til að segja okkur hvar fólk var
inni þegar jarðskjálftinn reið yfir.
Ef ekki eru nein skilaboð um að
fólk hafi verið inni í húsum þá leit-
um við ekki þar,“ segir Gísli Rafn
Ólafsson, stjórnandi hjá íslensku
alþjóðasveitinni á Haítí.
Íslenska sveitin flutti sig í gær
til borgarinnar Léogane sem er
um sjötíu kílómetra suðvestur
af höfuðborginni Port-au-Prince
og við upptök stóra jarðskjálft-
ans á Haítí. Með Íslendingunum
voru sveit frá Bretlandi og sveit
frá Katar. Sveitirnar, alls um
100 manns, komu sér upp búðum
á svæði friðargæsluliðs frá Srí
Lanka og voru þar í nótt.
„Ástandið þarna er mjög slæmt.
Stór hluti húsanna er hruninn að
öllu eða einhverju leyti,“ lýsir
Gísli stöðunni eftir að hann flaug
í gærmorgun í þyrlu yfir Léogane.
„Margt fólk hefur sjálft komið sér
upp eins konar búðum og notar þá
dúka eða annað til að verja sig
fyrir sólinni.“
Íbúar Léogane höfðu vitanlega
sjálfir þegar bjargað mörgum sem
voru fastir og hjálparlausir. „En
við ætlum að tryggja það að það
sé búið að fullleita í þessari borg
seinni partinn á morgun [í dag].
Við leitum einna helst á stöðum
þar sem enn heyrist í fólki innan
úr rústunum,“ útskýrir Gísli sem
kveður stöðuna verða endurmetna
að þessu verki loknu. „Á meðan
það eru verkefni eru menn hér
mjög áhugasamir um að leita.“
Gísli segir alla á Haítí hafa orðið
fyrir skakkaföllum. „Fólk hefur
annaðhvort misst nákomna eða
fjarskylda ættingja og vini. Það er
stór vinna fram undan fyrir Haítí
að byggja sig upp aftur.“ - gar
Íslenska alþjóðasveitin send að borginni Léogane við upptök stóra skjálftans:
Leita þar sem heyrist úr rústunum
HAÍTÍ Íslenskir björgunarsveitarmenn að
störfum á Haítí.
MYND/SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG.
Eiga Íslendingar að vera stoltir
af starfi íslensku rústabjörgunar-
sveitarinnar á Haítí?
Já 94,4%
Nei 5,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ætlar þú að fylgjast með
íslenska landsliðinu í handbolta
á EM í Austurríki?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN