Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 12
12 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
MILLJÓNIR BEINT Í VASANN
Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611
eða hjá næsta umboðsmanni.
Þegar horft er til þess tíma sem liðinn er frá hruni bankanna
má sjá bæði jákvæðar og nei-
kvæðar hliðar á þeirri þróun sem
hefur átt sér stað. Hvað hið fyrra
varðar, má segja að staðan nú sé
skárri en hún hefði auðveldlega
getað orðið. Samdráttur efna-
hagskerfisins hefur verið minni
en spáð var, hluti bankakerfis-
ins er þegar kominn úr beinni
ríkiseign og gróska er í nýsköp-
unarstarfi. Hvað neikvæðu hlið-
ina varðar stendur upp úr það
mikla sundurlyndi, hnútukast
og skotgrafahernaður sem hefur
gegnsýrt umræðu frá október-
mánuði árið 2008 og komið í
veg fyrir hraðari og þróttmeiri
endurreisn hagkerfisins.
Það er eðli stjórnmálanna að
setjast á rökstóla og skiptast á
skoðunum um þær mikilvægu
ákvarðanir sem ráðamönnum
þjóðarinnar er ætlað að taka.
Samhliða því eiga almenningur
og stofnanir samfélagsins að
leggja lóð sín á vogarskálarnir
með þátttöku í umræðu líðandi
stundar. Eðlilegt er að ekki séu
allir sammála. Aftur á móti þá er
engum til gagns að sóa tíma í til-
gangslitla orðræðu sem að mestu
gengur út á að rægja þær lausnir
sem lagðar eru fram án þess að
sýnt sé fram á betri kosti.
Það er því miður að slík orð-
ræða hefur einkennt pólitíska
umræðu og virðast stjórnmála-
menn um of fastir í hjólförum
pólitískrar fortíðar sem erfitt
virðist að sveigja frá. Í stað upp-
byggilegrar og lausnadrifinn-
ar umræða hefur verðmætum
tíma og orku verið sóað í pólit-
ískt þras og sjálfhverfa umræðu.
Þetta á reyndar við um fleiri,
því svo virðist sem fæstum sé
leyfilegt að koma með tillögur til
úrbóta, framfara og endurreisn-
ar án þess að hugmyndirnar séu
rægðar á miður málefnalegan
hátt. Sjaldnast er lagt til atlögu
við hugmyndirnar sjálfar heldur
er í æ ríkari mæli lagt upp með
að tortryggja flutningsmenn (eða
stofnanir) þeirra. Þannig er sneitt
framhjá málefnalegri rökræðu
um gildi viðkomandi tillagna.
Ljóst má vera að slíkt eðli þjóð-
félagsumræðu dregur verulega
úr vilja fólks til þátttöku. Ef per-
sónulegar árásir og ómálefna-
legar mótbárur eru óumflýjan-
legur fylgifiskur þess að leggja
fram tillögur að lausnum eða
gagnrýni á fyrirliggjandi aðgerð-
ir gæti fólk farið að líta svo á að
góð ráð séu þeim einfaldlega of
dýr. Fáir kæra sig um þátttöku í
slíku leikriti. Þannig er hætt við
því að Íslendingar verði fangar
fortíðar sinnar, þar sem meira
skiptir hvaðan hugmyndir koma
en hversu góðar þær eru. Þetta
er skaðleg þróun enda sjá augu
betur en auga og fámenn þjóð líkt
og Ísland má illa við að fækka
enn frekar í þeim hópi sem getur
lagt lóð sín á vogarskálar upp-
byggingar. Aukinn sáttatónn á
öllum sviðum samfélagsins er því
grundvallarþáttur í efnahags-
og samfélagslegri uppbyggingu
landsins. Neikvæðni, hefnigirni,
rætni og niðurrifsstarfsemi mun
aftur á móti leiða til áframhald-
andi efnahagslegrar hnignunar
samhliða enn frekari samfélags-
legri sundrung.
Með þessum orðum er ekki
átt við að ábyrgðarmenn þeirra
ófara sem dunið hafa yfir landið
eigi ekki að standa skil á verkum
sínum. Þeim málum hefur verið
komið í farveg sem vonandi skil-
ar sanngjarnri niðurstöðu og
almennri samfélagslegri sátt.
Þangað til sú niðurstaða liggur
fyrir er aftur á móti nauðsynlegt
að verðmætum tíma og orku sé
varið til uppbyggilegra verka.
Við stöndum á slíkum tíma-
mótum að nú verða hagsmunir
heildarinnar að ráða för. Minna
verður til skiptanna og ekki verð-
ur komist hjá almennri lífskjara-
skerðingu. Umræðan þarf því
fyrst og fremst að snúast um
hvernig hægt sé að lágmarka
fyrirsjáanlegan skaða og ekki
eiga að gilda önnur þátttökuskil-
yrði í endurreisn íslenska hag-
kerfisins en vilji til góðra verka.
Málefnalegur ágreiningur er
eðlilegur en svo fremi sem virk
og upplýst skoðanaskipti eiga sér
stað er líklegt að skynsamleg
niður staða náist í erfiðum málum.
Viðskiptaráð mun halda áfram að
leggja sín lóð á vogarskálarnar
með lausnadrifinni umræðu um
framtíð íslensks atvinnulífs. Nú
eru góð ráð dýr og því nauðsyn-
legt að enginn láti sitt eftir liggja
í endurreisn hagkerfisins. Víð-
tækt samráð við hagsmunahópa
og almenning, uppbyggilegt sam-
starf stjórnmálaflokka, áhersla á
heildarhagsmuni og málefnaleg
umræða eru vörður sem ætti að
fylgja á þeirri vegferð.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Íslands.
Góð ráð dýr
FINNUR ODDSSON
Í DAG | Þjóðfélagsumræða
V
ið eigum ekki að beygja okkur fyrir Bretum eða Hol-
lendingum. Og síst af öllum hefjum við viðræður
um aðild að Evrópusambandinu með undanhaldi eða
uppgjöf.
Icesave-málið snýst ekki um lagalegar skuldbinding-
ar eða fyrirfram samþykkta ríkisábyrgð. En ríkisstjórn Geirs H.
Haarde tók þá skynsamlegu og ábyrgu ákvörðun að leita pólitískrar
niðurstöðu með samningum, meðal annars til að fá frið um neyðar-
lögin og tryggja almenna hagsmuni þjóðarinnar og endurreisn.
Nú eru einhverjar horfur á því að samkomulag takist um nýja
meðferð málsins með samkomulagi ríkisstjórnar og stjórnar-
andstöðu. Ef það getur orðið verða menn að láta af stóryrðum og
ásökunum um þjónkun við útlendinga sem allt of mjög hafa mótað
umræðurnar að undanförnu.
Reyndar eiga menn ekki að óttast lýðræðislega ákvörðun
almennings í þjóðaratkvæði. Almenningur hefur allt það sem þarf:
brjóstvit, eðlislæga tortryggni, raunsæi og hyggindi. En kjósendum
verða ekki sett nein skilyrði. Sumir munu vafalaust kjósa gegn
Icesave-lögunum til þess að koma ríkisstjórninni í vanda og helst
hrekja hana frá. Aðrir munu gjalda neikvæði vegna þess að þeir
vilja ekkert borga yfirleitt og trúa blint og af þrákelkni að þjóðin
verði laus allra mála með höfnun í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Það verður að ítreka að íslenska þjóðfélagið og Íslendingar munu
standast áraunina þótt engir samningar verði um eitt eða neitt í
Icesave-málinu. Öll utanríkisviðskipti okkar verða þá við stað-
greiðslu og þjóðin tekur aftur upp gamla gjaldeyriskerfið með
skömmtunum og pólitískum ákvörðunum um gengi, vexti og pen-
ingamagn. Hagþróun mun snúast við um nokkurt árabil. En við
getum þetta.
Ef samkomulag verður um nýja meðferð málsins, verður
ríkisstjórn Íslands að biðja um nýja samningalotu við viðsemjendur
okkar. Sama verður uppi ef lögunum er synjað í þjóðaratkvæði. Þá
verða Íslendingar að skipa nýja samninganefnd sem nýtur trausts
allra stjórnmálaaflanna. Vonandi verða hugsjónaglöðustu þing-
menn Vinstri grænna þá hafðir með í ráðum frá byrjun til þess að
ekki verði enn og aftur allt bandvitlaust á þingi þegar ljúka skal
málinu.
Bretar hugsa um breska hagsmuni. Hollendingar hugsa um hol-
lenska hagsmuni. Við eigum aðeins að hugsa um íslenska hagsmuni
og réttindi okkar. Það eru brýnir hagsmunir okkar að geta snúið
okkur af alefli að endurreisninni. Það er brýnt að friður verði um
neyðarlögin. Það eru brýnir þjóðarhagsmunir Íslendinga að við
njótum trausts í viðskiptum við aðrar þjóðir. Það er mikilvægt
fyrir okkur að sameiginlegt viðskiptaumhverfi þróist áfram í
Evrópu. Vinsamleg og víðtæk samskipti og viðskipti við Breta og
Hollendinga er líka mikilvægt íslenskt hagsmunamál.
Allir Íslendingar vilja auðvitað hagfelldustu ákvæði um fjárhæð,
gengisviðmið, vexti, tímasetningar og allt annað. En allir hljóta að
sjá að mikil áhætta er tekin með því að biðja um nýja samninga-
lotu. Bretar og Hollendingar hafa mjög sterka aðstöðu og þeim
liggur ekkert á. Ekkert má til spara að ný samningalota leiði til
góðs árangurs fyrir Íslendinga.
Megum ekki bogna í Icesave-viðræðum.
Aðeins íslenskir
hagsmunir og réttur
JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR
Áhrif
Flokksráð VG fundaði á Akureyri
um helgina og fór yfir pólitíska
sviðið. Ályktað var um heima og
geima, til dæmis gegn samein-
ingu ráðuneyta og um 365 miðla.
Ljóst er að flokksráðið, sem í sitja
kjörnir fulltrúar VG og aðrir helstu
valdamenn flokksins, telur að
VG hafi nokkur pólitísk áhrif
og fái jafnvel einhverju ráðið
um hvað ríkisstjórnin gerir. „Í
tíð ríkisstjórnarinnar hafa
ýmis framfaramál náð
fram að ganga sem ekki
hefði orðið án þátttöku
Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs í
ríkisstjórn og því ber
að að fagna,“ segir í
ályktun.
Áhrif
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra hefur býsna mikil
áhrif og er að gera LÍÚ-forystuna
gráhærða. Síðast í gær var andúð
á verkum ráðherrans lýst. Var það í
hádegisfréttum Ríkisútvarpsins þar
sem strandveiðar voru til umfjöllunar.
„Óvitaskapur“ var einkunnin
sem framkvæmdastjóri útvegs-
manna gaf verkum Jóns.
Áhrif
Morgunblaðið hefur
í tvígang sett
fram þá merku
stjórnmála-
skýringu að
forsetinn hafi
ákveðið að
staðfesta
ekki Icesave-lögin af því að hann var
hafður að háði og spotti í Áramóta-
skaupinu. Sú skýring verður ekki
véfengd hér enda skemmtileg. Fram
til þessa hefur fyrst og fremst verið
litið á Skaupið sem skemmtiþátt en
pólitískt gildi þess ekki talið mikið.
Í það minnsta hefur það ekki fyrr
verið talið hafa ráðið úrslitum
í stórpólitískum málum. Þetta
hefur sumsé breyst. Leikstjóri
Skaupsins er orðinn með
áhrifamestu stöðum sam-
félagsins og spurning hvort
ekki sé rétt að þjóðin fái
að kjósa um þá stöðu að
undangenginni kosninga-
baráttu með tilheyrandi
loforðum um áherslur
og efnistök.
bjorn@frettabladid.is
UMRÆÐAN
Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifar um
baráttumál stúdenta
Á sama tíma og íslenskir stúdentar naga blýanta eftir verðskuldað jólafrí, hírist
hinn tuttugu og fjögurra ára gamli Majid
Tavakoli í fangelsi einhvers staðar í Íran.
Það veit enginn hvar Majid er haldið. Hið
eina sem er talið fullvíst er að síðan hann
var fangelsaður fyrir rúmum mánuði síðan,
hefur hann þurft að þola yfirheyrslur, barsmíðar
og pyntingar sem fæst okkar geta gert sér í hugar-
lund. Um hvað hefur Majid gerst sekur? Jú – Majid
er stúdent sem hélt ræðu á friðsamlegum mótmæl-
um háskólanema 7. desember síðastliðinn. Og hann
er ekki einn. Á síðustu vikum hafa yfir 80 háskóla-
nemar verið handteknir í Íran. En það er ekki bara
í Íran sem stúdentar hafa þurft að þola ofbeldi og
kúgun en sem dæmi má nefna að í ágúst síðastliðn-
um var fjórum stúdentum varpað í fangelsi í Simb-
abve fyrir að ávarpa samnemendur sína og í Hvíta-
Rússlandi eru hörð viðurlög við því að taka þátt í
réttindabaráttu stúdenta.
Málfrelsi er ekki sjálfsagt, mannréttindi eru ekki
sjálfsögð, rétturinn til náms er ekki sjálfsagður. Það
eru alltaf einhverjir sem hafa barist fyrir
þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í
dag.
Stúdentar hafa ætíð verið í fararbroddi
þjóðfélagslegra breytinga og eru fjölmörg
dæmi úr mannkynssögunni því til stuðn-
ings. Eftir þægindi undanfarinna ára er
svo komið að nú eru einstakar aðstæður í
íslensku samfélagi, sem og heiminum öllum.
Aðstæður sem við getum ekki hundsað.
Röskva hefur ætíð haldið því á lofti að
málefni sem snerta stúdenta takmarkist
ekki við veggi skólans. Við erum öll stúdentar og
við erum öll samfélagsþegnar. Nú, sem aldrei fyrr,
þurfa stúdentar að standa saman. Stúdentaráð getur
ekki lengur skorast undan þeirri ábyrgð sem fylg-
ir því að vera stærsti málsvari stúdenta á Íslandi.
Ef Stúdentaráð stendur ekki grimmilega vörðinn á
öllum vígstöðvum er það máttlaust – þegar kemur
að litlum málum sem stórum.
Alvöru réttindabarátta krefst þess að sjá heildar-
myndina. Fyrri kynslóðir börðust fyrir okkar hönd,
nú er það ábyrgð okkar allra að halda þeirri baráttu
lifandi. Stúdentapólitík snýst ekki bara um bíla-
stæði og innstungur, heldur heiðarleika, jafnrétti og
virðingu. Við erum öll Majid.
Höfundur er oddviti Röskvu.
Hver er einn í heiminum?
BERGÞÓRA SNÆ-
BJÖRNSDÓTTIR