Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 32
20 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt tólfta stórmót með íslenska landsliðinu og þessi járnmaður íslenska landsliðsins hefur leikið alla leiki Íslands á stórmóti síðan á Evrópumótinu í Króatíu fyrir tíu árum. Leikurinn á móti Serbíu verður 72. leikur hans í röð á stór- mótum íslenska landsliðsins . Guðjón Valur brosir þegar hann er spurður að því hvort hann sé ekki farinn að heyra meira af vangaveltum um hversu lengi hann ætlar að spila. „Það var byrjað að spyrja mig þegar ég var 26 ára hvað ég ætlaði að vera lengi í þessu í viðbót. Ég sagðist bara vera 26 ára og þá var svarið: Nú, þú byrjaðir þá svona snemma,“ segir Guðjón Valur hlæjandi. „Ég var þrítugur í fyrra og lít bjartsýnum augum á framtíðina því það er enginn í rauninni kominn á aldur í liðinu. Aldur er svo rosalega afstæður. Ef allt gengur vel þá væri ég alveg til í að spila handbolta í átta eða tíu ár í viðbót. Ég veit ekkert hvað verður og kannski gengur það ekki upp,“ segir Guðjón Valur. „Menn geta verið að spila í dag langt fram undir fertugt en ég er bara 30 ára gamall og líður rosalega vel. Ég hef ekki verið í svona góðu líkamlegu standi síðan ég var 27 ára. 28 ára gamall lenti ég í hnéaðgerð og fór úr axlarlið. Ég hef lengi verið að berjast við það og fór í aðgerð á úlnlið síðasta vor. Mér líður virkilega vel í augnablikinu enda hef ég þurft að hafa fyrir því. Ég hef æft mikið og vel til þess að komast í það form sem ég er í í dag,“ segir Guðjón Valur. „Fólk má alveg spyrja mig af þessu. Þetta er kannski spurning um að fólk sé komið með leið á mér. Ef þjálfarinn er kominn með leið á mér og hættir að velja mig þá sætti ég mig við það. Maður vonar samt að maður eigi eitthvað eftir að endast eitthvað lengur í þessu,“ segir Guðjón Valur. Guðjón Valur fagnar góðu gengi í æfingaleikjunum en segir að aðalstyrkleiki íslenska liðsins hafi og muni ekki breytast. „Það er gott að vita til þess að við getum unnið hvern sem er hvar sem er. Við þurfum að vera á tánum til þess og við erum ekki með neitt lið ef það vantar brjálæðisglampann í augum okkar eða þennan vilja til að gefa nánast allt inni á vellinum fyrir liðsfélagana, liðið, landið og þjóðina,“ segir Guðjón Valur. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON: BÚINN AÐ SPILA 71 LEIK Í RÖÐ MEÐ ÍSLENSKA LANDSLIÐINU Á STÓRMÓTUM Væri alveg til í að spila í átta eða tíu ár í viðbót HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari var sáttur með stöðuna á íslenska lið- inu þrátt fyrir tíu marka tap gegn Frökkum í gær. Hann ætlaði sér aldrei að keyra á lykilmönnum í leiknum enda aðeins rúmir tveir sólarhringar í fyrsta leik á EM í Austurríki. „Við ætluðum að dreifa álaginu í þessum leik og gerðum það. Við spöruðum stóran hluta liðsmanna og dreifðum þessu alveg gríðar- lega. Þannig ætluðum við að nota þennan leik og vildum gefa þeim tækifæri sem minna höfðu spil- að. Þeir spiluðu allan tímann meira eða minna. Við ákváðum að nota þennan leik á þennan átt og vorum aldrei að velta því fyrir okkur að nota sterkasta liðið ein- hvern hluta leiksins,“ sagði Guðmundur eftir leikinn í gær. Hann var mjög ánægður með leikinn á móti Spánverjum á laug- ardaginn en hann vann íslenska liðið með þremur mörkum. „Það var fínn sigur á Spánverjum á laugardaginn þannig að við erum bara sáttir. Við ætluðum að taka þann leik á fullu jafnframt því að vera búnir að ákveða að taka þennan Frakkaleik öðruvísi,“ segir Guðmundur. „Við getum ekkert verið ósátt- ir með fyrri hálfleikinn en við misstum hann aðeins frá okkur síðustu mínútnar. Þetta var til- tölulega jafnt en við misstum þá í fjögur mörk í staðinn fyrir að tvö mörk hefðu verið eðlileg- ur munur í hálfleiknum. Í síðari hálfleik gáfu þeir bara í á meðan við vorum kannski að draga í land,“ segir Guðmundur. „Frakkarnir voru að spila miklu meira á sínu sterkasta liði þó svo að þeir hefðu notað fleiri leikmenn. Þeir voru með sitt sterkasta lið stærsta hluta leiksins.“ Guðmundur lét Ólaf Guðmunds- son fá mikið hlutverk í leiknum í gær. „Ólafur gerði þetta mjög vel og ég var mjög sáttur með hann. Ég held að það sé ekki hægt að fá stærri leik en fyrir framan fimmtán þúsund áhorfendur á heimavelli heims- og ólympíu- meistara Frakka. Það er ekki hægt að fá stærra verkefni í æfingaleik,” segir Guðmundur. „Ég er ánægður með það að við fórum vel í gegnum undir- búningsleikina. Eina vandamál- ið er með Aron en ég er vongóð- ur um að hann verði orðinn góður á morgun. Það er bara fín staða á hópnum og við erum ánægðir með það að það séu engin meiðsli eftir þetta mót. Núna erum við bara klárir í slaginn,“ sagði Guð- mundur rétt áður en hann lagði í hann út á flugvöll. Íslenski hóp- urinn átti síðan að koma upp á hótel í Linz í Austurríki klukkan tvö í nótt. - óój Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir lokaleikinn fyrir EM: Við erum núna klárir í slaginn EINBEITTUR Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er ánægður með hvernig undirbúningur íslenska liðsins fyrir EM í Austurríki hefur gengið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hraðmótið í Frakklandi UNDANÚRSLIT Ísland-Spánn 30-27 (14-12) Mörk Íslands (Skot): Guðjón Valur Sigurðsson 6 (10), Róbert Gunnarsson 5 (8), Ólafur Stefánsson 5/1 (10/1), Snorri Steinn Guðjónsson 5/4 (11/4), Alexander Petersson 3 (7), Sverre Jakobsson 2 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (3), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Arnór Atlason 1 (5). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 19 (46/2, 41%). Frakkland-Brasilía 37-20 (18-12) ÚRSLITALEIKUR Ísland-Frakkland 25-35 (13-17) Mörk Íslands (Skot): Ólafur Guðmundsson 6 (12), Alexander Petersson 5 (10), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (8/4), Róbert Gunnarsson 4 (5), Ólafur Stefánsson 2 (2), Sturla Ásgeirsson 2 (4), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Vignir Svavarsson 1 (3), Arnór Atlason (2) Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 11/1 (46/3, 24%). Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Sturla 2, Alexander 2, Vignir, Ingimundur) Fiskuð víti: 4 (Ólafur, Sverre Jakobsson, Arnór, Vignir). SPILAMÍNÚTUR Á MÓTI FRÖKKUM Hreiðar Levý Guðmundsson 60 mínútur Sturla Ásgeirsson 60 Ólafur Guðmundsson 50 Ásgeir Örn Hallgrímsson 50 Alexander Petersson 39 Vignir Svavarsson 38 Ólafur Stefánsson 30 Arnór Atlason 18 Snorri Steinn Guðjónsson 17 Sverre Jakobsson 17 Róbert Gunnarsson 12 Logi Geirsson 7 Ingimundur Ingimundarson 7 Guðjón Valur Sigurðsson 0 Björgvin Páll Gústavsson 0 Aron Pálmarsson (meiddur) 0 STRÁKARNIR OKKAR > Klassískur bikarslagur í Toyota-höllinni Keflavík og Njarðvík mætast í átta liða úrslitum Subway-bikars karla í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa byrjað nýja árið með sannfærandi sigrum og það stefnir því í klassískan bikarleik Reykjanesbæj- arliðanna fyrir væntanlega troðfullu húsi á Sunnubrautinni. Keflavík vann með fjórum stigum þegar liðin mættust síðast í bikarnum 2006 og hefndi þá fyrir þriggja stiga bikartap fyrir Njarðvík árið á undan. HANDBOLTI Fall verður vonandi fararheill fyrir strákana okkar á Evrópumótinu í Austurríki eftir tíu marka tap, 25-35, á móti Frökkum í París í gær. Guð- mundur Guðmundsson landsliðs- þjálfari lét aldrei sitt sterkasta lið spila í leiknum og bæði Guð- jón Valur Sigurðsson og Björg- vin Páll Gústavsson komu ekkert við sögu. Liðið flaug síðan strax til Austurríkis eftir leikinn enda voru aðeins rúmir tveir sólar- hringar þar til liðið mætir Serbum í fyrsta leik sínum á EM. Guðmundur byrjaði með þá Sturlu Ásgeirsson (vinstra horn), Ólaf Guðmundsson (vinstri skyttu), Snorra Stein Guðjónsson (leikstjórnanda), Alexander Pet- ersson (hægri skyttu), Ásgeir Örn Hallgrímsson (hægra horn) og Vignir Svavarsson (línu). Hreið- ar Levý Guðmundsson var síðan í markinu allan tímann. Snorri Steinn lék aðeins fyrri hálfleik- inn og Alexander var sá lykil- maður íslenska liðsins sem spil- aði mest í gær en langmest þó sem skytta. Frakkar byrjuðu betur og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en íslenska liðið náði að minnka muninn niður í eitt mark áður en Frakkar skoruðu þrjú síð- ustu mörk fyrri hálfleiksins og voru 17-13 yfir í hálfleik. Frakkar skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins og voru síðan komnir níu mörk- um yfir eftir ellefu mínútna leik í honum. Fjögur íslensk mörk í röð náði muninum aftur niður í fimm mörk en nær komst íslenska liðið ekki í seinni hálfleik. Frakkar komust mest ellefu mörkum yfir en unnu að lokum með tíu marka mun. FH-ingurinn ungi Ólafur Guð- mundsson var í aðalhlutverki í leik íslenska liðsins í þessum leik og var hann sérstaklega áræðinn í fyrri hálfleiknum þar sem hann skoraði fimm glæsileg mörk úr níu skotum. Ólafur gerði auðvit- að mörg mistök en fékk dýrmæta reynslu á móti sjálfum heims- og ólympíumeisturum Frakka. Íslenska liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með glæsilegum sigri á Spánverjum á laugardag- inn. Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var maður seinni hálf- leiksins þegar hann varði 14 af 19 skotum sínum í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson fór líka í gang í seinni hálfleik og skoraði þá 5 af 6 mörkum sínum. Íslenska liðið var með frumkvæðið allan tímann og náði mest fimm marka mun í seinni hálfleiknum eftir að hafa verið 14-12 yfir í hálfleik. Eftir sigurinn á Spáni hafði íslenska liðið náð að vinna fjóra fyrstu leiki sína á árinu sem hafði ekki gerst í 46 ár eða síðan íslenska landsliðið sló í gegn á HM í Tékkó- slóvakíu 1964. ooj@frettabladid.is Lykilmenn hvíldir á móti Frökkum Íslenska karlalandsliðið tapaði í gær sínum fyrsta leik á árinu þegar liðið steinlá með tíu mörkum, 25-35, á móti Frökkum í úrslitaleik hraðmótsins í París í gær. Leikurinn var þó ekki marktækur enda lék íslenska liðið aldrei af fullum styrk. Ólafur Guðmundsson fékk stórt próf á móti Heims- og Ólympíumeisturunum. SEX MÖRK Ólafur Guðmundsson spilaði stórt hlutverk með íslenska landsliðinu í leiknum á móti Frökkum í Bercy-höllinni í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.