Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MÁNUDAGUR
18. janúar 2010 — 14. tölublað — 10. árgangur
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Mig var búið að langa í þessa kaffivél í mörg ár og fékk hana svo í afmælisgjöf þegar ég varð þrítug. Hún er búin að ferðast með mér milli landa og mér þykir voða vænt um hana. Ekki síst vegna þess að ég er algerlega á því að kaffibolli getiverið fullur af ást “ se i SDö
mjólk í rúmið,“ segir Sigríður Dögg brosandi. „Það hjálpar til við að takast á við daginn sem fram undan er að byrja á góðum kaffi-bolla sem er barmafullur af ást.“ Sest Valdimar þá á rúmbríkimeð sin b
frá því að þau voru lítil og ef við setjum Ribena-saft út í verður það alger sparidrykkur,“ lýsir Sigríð-ur Dögg. „Steingerður Ólafsdóttirvinkona mín g f
Barmafullur bolli af ást
Kaffi er hressandi og sódavatn svalar. Tæki sem töfra fram þessa drykki eru í miklum metum á heimili
Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, forstöðumanns kynningarmála í Mosfellsbæ, og bæði eiga þau sér sögu.
„Það er rosalega gott að fá sér kaffi og sóda-
vatn saman,“ segir Sigríður Dögg og stillir sér
upp við uppáhaldsgræjurnar í eldhúsinu. FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/AN
TO
N
KJÚKLINGAVÆNGIR í grillsósu er fyrirtaks fingramatur í heimboðum og veislum. Vængirnir eru baðaðir í sósu, þeim stungið inn í ofn og borðaðir með sósu af einhverju tagi, en fersk jógúrtsósa hentar einkar vel með slíkum mat.
s
g Mjódd
UPPLÝSINGAR O
Nýtt námskeiðhefst 22. janúar n.k.
VEÐRIÐ Í DAG
SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR
Fær barmafullan kaffi-
bolla af ást í rúmið
• heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
Íslenska heyið gott
Sveinn Ragnarsson,
lektor við Háskól-
ann á Hólum, ver
doktorsritgerð í
fóðurfræði hesta.
TÍMAMÓT 14
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-1
6
0
8
Uppskriftin að mánudags-
fisknum er á gottimatinn.is
Fjögurra stjörnu
Faust-sýning
Uppfærsla Vestur-
ports á Faust fær
góða dóma.
MENNING 18
ÁSGEIR GUNNAR ÁSGEIRSSON
Hrellir liðsfélagana
með bornum
Miðjumaður FH orðinn tannlæknir
FÓLK 26
FÓLK „Við viljum sýna að við erum
ekki öll slæmar manneskjur,“ segir
Litháinn Algirdas Slapikas. Hópur
fólks hefur stofnað Íþróttafélag
Litháa á Íslandi sem hefur það að
markmiði að gefa ungum sem öldn-
um tækifæri til íþróttaiðkana og að
aðstoða innflytjendur við að aðlag-
ast íslensku samfélagi. „Vegna
allra þessara neikvæðu frétta í
blöðunum þá er þetta eitthvað sem
við viljum að sjálfsögðu að bæti
ímynd innflytjenda, sem fáeinir
einstaklingar hafa skemmt,“ segir
Algirdas, sem er formaður félags-
ins. Um 1.500 Litháar eru búsettir
á Íslandi. - fb / sjá síðu 26
Vilja bæta ímynd innflytjenda:
Litháar stofna
íþróttafélag
ALGIRDAS SLAPIKAS Formaður Íþrótta-
félags Litháa vill bæta ímynd innflytj-
enda á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÓÞOLINMÓÐIR KYLFINGAR Þessir kylfingar tóku forskot á sæluna og nýttu veðurblíðuna í gær til að spila golf á iðjagrænum vell-
inum á Korpúlfsstöðum. Nokkrir mánuðir eru í að golfvellir landsins opni en nokkrir klúbbar hafa þó staðið fyrir mótum í vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐSKIPTI Bakkavör mun í dag óska
eftir heimild til að leita nauðasamn-
ings við lánardrottna. Samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins hafa
kröfuhafar rúmlega 70 prósenta
skulda félagsins þegar samþykkt
innihald nauðasamningsins.
Í frumvarpi að nauðasamningn-
um, sem Fréttablaðið hefur undir
höndum, er gert ráð fyrir að engar
afskriftir verði á skuldum Bakka-
varar. Hins vegar verður gjalddög-
um á lánum frestað þannig að þau
verði að fullu greidd með vöxtum
um mitt ár 2014 – eða eftir fjögur
og hálft ár.
Um gríðarlegar fjárhæðir er að
ræða því móðurfélag Bakkavarar
skuldar lánardrottnum um 62,5
milljarða króna. Íslenskir lífeyris-
sjóðir eru þar fremstir í flokki.
Stofnendum og aðaleigendum
Bakkavarar, bræðrunum Lýði og
Ágústi Guðmundssyni, er ætlað að
stýra félaginu áfram. Gangi áætl-
unin eftir munu bræðurnir fá að
skrifa sig fyrir 25 prósenta hlut
í Bakkavör á árinu 2014. Verður
þá miðað við að gengi bréfanna sé
1,0. Kröfuhafarnir fá hins vegar
þegar í stað 26,67 prósenta hlut í
félaginu. Á móti þeim hlut reikn-
ast 784 milljónir króna af skuld-
um Bakkavarar, eða um 1 pró-
sent af heildarskuldum félagsins.
Í þeim viðskiptum reiknast hluta-
bréfin á genginu 1,0. Kröfuhafar
geta eignast enn stærri hlut gangi
greiðsluáætlunin ekki eftir. Að
öðru leyti halda núverandi hluthaf-
ar í Bakkavör hlut sínum. Félagið
verður skráð úr Kauphöllinni þar
til rekstraráformin eru orðin að
veruleika.
Samkvæmt frumvarpinu til
nauðasamningsins fela tvær mis-
munandi leiðir varðandi hlutafjár-
eign kröfuhafanna í Bakkavör það
sama í sér. „Hver sem uppgjörsað-
ferðin verður munu lánardrottnar
fá í hendur verðmæti sem jafngilda
fjárhæð samningskrafna þeirra á
hendur Bakkavör (100%),“ segir í
frumvarpinu. - gar
Bakkavör greiði allt
en fresti gjalddögum
Nauðasamningar gera ráð fyrir að bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir
stýri Bakkavör áfram. Gjalddagar lána færast til ársins 2014. Þá eiga lánin að
greiðast að fullu. Gangi þetta eftir geta bræðurnir eignast fjórðung í félaginu.
3
1
0
23
Stöku skúrir eða él um sunnan-
og vestanvert landið en nokkuð
bjart norðaustan- og austanlands.
Vægt frost inn til landsins en frost-
laust með ströndum.
VEÐUR 4
Góð ráð dýr
Aukinn sáttatónn á öllum sviðum
samfélagsins er grundvallarþáttur
í efnahags- og samfélagslegri
uppbyggingu landsins, segir
Finnur Oddsson í pistli sínum.
Í DAG 12
SAMGÖNGUR Undirbúningur samgöngumiðstöðvar
í Vatnsmýri hefur gengið vel síðustu daga. Þó er
alls óvíst hvenær framkvæmdir hefjast.
Enn á eftir að ganga frá samningum við flug-
félög og rútufélög um að leigja aðstöðu í húsinu.
Þá á eftir að hanna húsið og ganga frá skipulagi.
Þetta segir Ólafur Sveinsson, verkefnastjóri
samgöngumiðstöðvar og stjórnarformaður
Flugstoða. Að auki hafi ekki verið gengið frá
fjármögnun hússins, í gegnum lífeyrissjóði. „Það
er of mikill efi í þessu til að segja mikið meira
að svo stöddu,“ segir Ólafur.
Hann treystir sér því ekki til að meta hversu
langan tíma slík bygging tæki, en miðað
við aðalskipulag Reykjavíkur og forsendur
samgöngu yfirvalda verður ekki hægt að nota
Reykjavíkurflugvöll til innanlandsflugs eftir
árið 2016. - kóþ
Fátt í hendi um framkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll, segir verkefnastjóri:
Samgöngumiðstöð enn í bið
Strákarnir klárir á EM
Guðmundur
Guðmundsson
hvíldi lykilmenn í
tíu marka tapi
fyrir Frökkum
í lokaleiknum
fyrir EM.
ÍÞRÓTTIR 20
HAÍTÍ Talsmaður Sameinuðu þjóð-
anna, Elisabeth Byrs, segir að
fólk sé enn á lífi í byggingunum
sem hrundu í jarðskjálftanum
á Haítí. Reiknað sé með að það
geti lifað í sex daga í rústunum.
Sá tími rennur einmitt út í dag.
Íslenska björgunarsveitin
fór í gær ásamt breskri sveit
og sveit frá Katar í gær til
borgarinnar Léogane sem er
við upptök stóra skjálftans. „Við
ætlum að tryggja að það sé búið
að fullleita í þessari borg seinni
partinn á morgun [í dag]. Við
leitum einna helst á stöðum þar
sem enn heyrist í fólki innan í
rústunum,“ sagði Grétar Rafn
Ólafsson, stjórnandi hjá íslensku
sveitinni, síðdegis í gær. - fb / - gar
Hjálparstarfið á Haítí:
Yfir 70 bjargað
úr rústunum