Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 4
4 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR
HJÁLPARSTARF „Við heitum því að
senda þúsundir kassa til viðbót-
ar,“ segir Jón Ólafsson, eigandi
vatnsverksmiðjunnar í Ölfusi
sem þegar
hefur sent þrjú
tonn af íslensku
vatni á flösk-
um til hamfara-
svæðanna á
Haítí.
„Kassarnir
með vatninu
voru meðal
þeirra fyrstu
sem bárust og voru fluttir af
íslensku alþjóða björgunarsveit-
inni,“ segir í tilkynningu frá Ice-
landic Water Holdings ehf. sem
rekur vatnsverksmiðjuna. Í til-
kynningunni kemur einnig fram
að enn meira af vatni frá fyrir-
tækinu átti að berast um helgina
til Haítí með flugvélum Banda-
ríkjahers. - gar
JÓN ÓLAFSSON
Vatnsverksmiðjan í Ölfusi:
Íslenskt vatn til
fólksins á Haítí
DÓMSMÁL Byr hefur höfðað
skuldamál á hendur eignarhalds-
félaginu Exeter Holding vegna
láns upp á 1,1 milljarð sem spari-
sjóðurinn veitti félaginu á haust-
dögum 2008 og komið er í vanskil.
Féð notaði Exeter til að kaupa
stofnfjárbréf í Byr, meðal annars
af MP Banka og stjórnarmönnum
í Byr.
Sérstakur saksóknari hefur
þessi viðskipti til rannsókn-
ar vegna gruns um markaðs-
misnotkun og umboðssvik.
Málið var tekið fyrir í fyrsta
sinn í Héraðsdómi Reykjavíkur á
föstudag. Framhaldi þess var þá
frestað fram í mars. - sh
Umdeild skuld í innheimtu:
Byr sækir að
Exeter Holding
NOREGUR Tvær norskar konur
fundu fyrir tilviljun 55 ára gaml-
an Þjóðverja, sem hafði legið far-
símasambandslaus á fjalli í þrjár
vikur.
Þjóðverjinn hafði lagt af stað
í skíðaferð á annan í jólum en
féll strax fyrsta daginn og braut
ökkla. Hann komst í fjallakofa
sem hann sá á staðsetningartæki
að væri í 600 metra fjarlægð.
Þar fann hann matarbirgðir og
gas til hitunar, en hvort tveggja
var á þrotum þegar konurnar
fundu hann. Þær náðu farsíma-
sambandi á nálægum tindi og
skömmu síðar birtist þyrla sem
flutti manninn verulega þrekað-
an til byggða þar sem hann fékk
læknishjálp. - gb
Þjóðverji týndur í Noregi:
Þrjár vikur fót-
brotinn á fjalli
DANMÖRK Sjálfsöruggir bílstjórar,
sem telja sig aka varlega en eru
blindir á hættur í umferðinni,
valda fleiri slysum í umferðinni
en áður hefur verið talið.
Þetta er helsta niðurstaða ítar-
legrar rannsóknar á bílslysum í
Danmörku, að því er danska dag-
blaðið Berlingske Tidende skýrir
frá. Þessir ökumenn keyra yfir-
leitt á löglegum hraða, en hægja
ekki á sér að ráði þótt aðstæður
séu erfiðar, til dæmis í myrkri eða
regni. - gb
Dönsk bílslysarannsókn:
Áhættublindan
er hættulegust
Með sveppi og hnúajárn
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið
ákærður fyrir Héraðsdómi Suður-
lands fyrir að aka án ökuskírteinis og
óhæfur til að stjórna bifreið vegna
amfetamínneyslu. Í bíl hans fundust
vímusveppir og hnúajárn.
DÓMSTÓLAR
STJÓRNMÁL Ríkisendurskoðun
hefur hvatt Árna Johnsen, þing-
mann Sjálfstæðisflokksins, til að
skila fjárhagslegum upplýsingum
um framboð sitt til alþingiskosn-
inga 2007. Árni átti að skila gögn-
unum í síðasta lagi 25. október.
Samkvæmt lögum um fjármál
stjórnmálasamtaka varða brot
gegn þeim allt að sex ára fang-
elsi og það er Ríkisendurskoðun
sem sker úr um hvort kæra skuli
frambjóðendur eða ekki.
Lárus Ögmundsson, skrifstofu-
stjóri hjá Ríkisendurskoðun,
segir að það kunni að vera svolít-
ið harkalegt að kæra vegna þessa
að svo stöddu, miðað við það sem
gengur og gerist í samfélaginu,
til að mynda við skil á skattfram-
tölum.
„Árni er búinn að fá hvatningu
frá okkur. Hann ber því við að
hann hafi sent þetta, en við höfum
ekkert fengið,“ segir Lárus. Árni
sjálfur geti einn bætt úr þessu.
Árni Johnsen segir að upplýs-
ingarnar hafi misfarist hjá Rík-
isendurskoðun, nema eitthvað
hafi farið úrskeiðis í tölvumálum,
þegar hann hafi sent upplýsing-
arnar í gegnum Alþingi.
„Ég á eftir að ganga frá þessu
aftur, en hef bara ekki verið
í bænum síðustu daga,“ segir
hann.
Aðrir sjálfstæðismenn sem
ekki hafa skilað umræddum upp-
lýsingum eru Kjartan Þ. Ólafs-
son á Selfossi og Sigurlaug Hanna
Leifsdóttir á Akureyri.
Allir frambjóðendur Frjáls-
lynda flokksins hafa nú skilað
uppgjöri. Áður höfðu allir fram-
bjóðendur Framsóknar skilað
sínu. Einn samfylkingarmaður,
Pétur Tyrfingsson, hefur engu
skilað.
Fjórir af þeim átta sem eiga
eftir að skila gögnunum eru í VG:
Heimir Björn Janusarson, Paul
Nikolov og Þorvaldur Þorvalds-
son í Reykjavík. Einnig Jósep B.
Helgason á Akureyri. - kóþ
Ríkisendurskoðun á enn eftir að fá fjárhagsupplýsingar vegna prófkjara 2007 frá átta frambjóðendum:
Þingmaður hvattur til að fara að lögum
ÁRNI Á ALÞINGI Þingmaðurinn var árið
2003 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir
mútuþægni og fjárdrátt í opinberu starfi,
einnig fyrir umboðssvik og fyrir að gefa
rangar skýrslur til yfirvalda.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
FJÁRMÁL Í fyrstu viku nýhafins
árs seldust 36 nýir bílar á Íslandi
samkvæmt tölum Umferðarstofu.
Allt árið í fyrra seldust 2.023
bílar. Árið 2008 seldust hins
vegar 9.033 nýir bílar. Og þótti
lítið.
Lítil sala nýrra bíla endur-
speglast vitanlega í innflutningi
sem nánast hefur staðið í stað um
nokkurt skeið og lítil breyting
virðist ætla að verða þar á.
Þessi staða endurspeglast vel
í tveimur myndum Pjeturs Sig-
urðssonar, ljósmyndara Frétta-
blaðsins. Báðar eru frá Sunda-
höfn. Sú fyrri er frá því í apríl
2006 þegar góðærið virtist engan
endi ætla að taka. Sú síðari var
tekin á föstudag. Er eins og bíla-
flotinn sem áður beið væntan-
legra kaupenda hafi sogast á haf
út og horfið fyrir fullt og allt. En
Esjan er enn á sínum stað. - gar
Kaupæðið horfið af
planinu í Sundahöfn
Innflutningur á nýjum bílum hefur verið hverfandi síðan fjármálakerfi okkar
hrundi fyrir rúmum fimmtán mánuðum. Þetta blasir við þegar bornar eru
saman myndir af bílaplaninu við Sundahöfn í apríl 2006 og í janúar 2010.
APRÍL 2006 Nýir bílar stóðu í löngum röðum við Sundahöfn vorið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
JANÚAR 2010 Þótt nokkrir óseldir bílar séu enn við Sundahöfn eru kaupendur ekki í sjónmáli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
18°
9°
1°
0°
6°
5°
2°
1°
1°
22°
9°
14°
6°
20°
-3°
9°
12°
-2°
Á MORGUN
Strekkingur S- og V-
lands, annars hægari.
9
0
MIÐVIKUDAGUR
Strekkingsvindur eða
allhvasst.
5 5
5
667 5
6
55
2
2
3
1
5
3
3
3
-2
2
5
7
4
7
4
7
6
8
6
8VÆTUSÖM VIKA
Það er vætutíð
fram undan að
minnsta kosti
um sunnan- og
vestanvert landið.
Vætunni fylgir
nokkur vindur
þannig að regnhlíf-
in kemur að litlu
gagni. Í dag verður
þó úrkomulítið um
mestallt land.
Ingibjörg
Karlsdóttir
Veður-
fréttamaður
GENGIÐ 15.01.2010
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
234,107
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,76 125,36
203,03 204,01
179,47 180,47
24,111 24,253
22,014 22,144
17,695 17,799
1,3742 1,3822
195,98 197,14
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
BRIDS
SKÓLINN
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Byrjendur ... 25. janúar ... tíu mánudagar frá 20-23
Framhald ... 27. janúar ... átta miðvikudagar frá 20-23
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
• Byrjendanámskeið: Allir geta lært að spila brids, en það
tekur svolítinn tíma í upphafi að átta sig á leikreglunum.
Það er fólk á öllum aldri sem sækir skólann og ekkert mál
að mæta stakur/stök. Sjá bridge.is/fræðsla.
• Framhaldsnámskeið: Námskeiðið hentar breiðum hópi
spilara, bæði þeim sem töluvert kunna og eins hinum sem
eru tiltölulega nýbyrjaðir. Sjá bridge.is/fræðsla.
• Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦