Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 34
22 18. janúar 2010 MÁNUDAGUR Gítarnámskeið FÓTBOLTI Staðan breyttist ekkert á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar. Chelsea og Manchester United unnu örugga sigra á laugardaginn og Arsenal fylgdi þeim síðan fast eftir með góðum útisigri á Bolton í gær. Chel- sea hefur nú áfram eins stigs for- skot á Manchester United og Ars- enal er síðan tveimur stigum á eftir United en á jafnframt leik inni á meistarana. Nicolas Anelka og Frank Lamp- ard skoruðu báðir tvennu fyrir Chelsea í 7-2 sigri á Sunderland en Chelsea-liðið var komið í 4-0 eftir aðeins 33 mínútur. Bakvörðurinn Ashley Cole sýndi glæsileg tilþrif þegar hann skoraði þriðja markið. „Ég held að þetta hafi verið besta frammistaða okkar á tímabilinu,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chel- sea, eftir leikinn. „Við spiluðum mjög vel þangað til í lok leiksins. Við byrjuðum leikinn einstaklega vel. Ég er mjög ánægður því þetta er mikilvægur tími fyrir okkur,“ sagði Ancelotti en hann sagði að bakvörðurinn Ashley Cole hefði átt mark leiksins. „Besta markið var kannski markið hans Ashley. Þetta var frábær sókn, glæsilegur einleikur og frábært mark,“ sagði Ítalinn. Wayne Rooney lagði upp fyrsta markið fyrir Dimitar Berbatov og skoraði síðan annað markið sjálf- ur í 3-0 sigri Manchester United á Burnley. Það var varamaðurinn Mame Biram Diouf sem innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. „Þetta var skrítinn leikur og það var eiginlega vandræðalegt að við skyldum ekki nýta eitthvað af færum okkar í fyrri hálfleik,“ sagði Ferguson. „Það þarf að skora mark til þess að opna lið eins og Burn- ley. Það þarf þolinmæði á móti svona liðum og við höfum hana. Þeim finnst örugglega 3-0 tap vera ósanngjarnt en fannst þó þetta ekki vera úrslit gegn gangi leiksins,“ sagði Ferguson eftir leikinn. Arsenal vann 2-0 sigur á Bolton sem lék í fyrsta sinn undir stjórn Owens Coyle. Cesc Fabregas kom aftur inn í lið Arsenal eftir meiðsli og kom liðinu í 1-0 á 28. mínútu með laglegu marki eftir frábært þrí- hyrningsspil við Eduardo da Silva. Varamaðurinn Fran Merida skoraði seinna markið í lokin. „Þegar ég var yngri þá var ég ekki að nýta færin en nú eru bolt- arnir að rata í markið hjá mér. Ég vona að það haldi áfram út tíma- bilið. Það er síðan mikilvægt fyrir okkur í baráttunni um meistaratit- ilinn að vinna þá aftur á miðviku- daginn,“ sagði Cesc Fabregas. Manchester City missti fjórða sætið til Tottenham eftir fyrsta tapið undir stjórn Roberto Manc- ini. Everton hafði mikla yfirburði og vann sannfærandi 2-0 sigur. „Everton spilaði betur en við og það getur alltaf gerst í fótbolta. Við getum ekki alltaf unnið en vonandi verður þetta síðasta tapið. Við erum í vandræðum vegna meiðsla, það er of mikið álag á sömu leikmönnum og þeir eru orðnir mjög þreyttir,“ sagði Mancini. Stoke tryggði sér 1-1 jafntefli á móti Liverpool þegar Robert Huth jafnaði leikinn eftir hornspyrnu á 90. mínútu. Dirk Kuyt skallaði í stöngina í uppbótartíma og Liver- pool gat ekki endað skelfilega viku á jákvæðum nótunum. ooj@frettabladid.is Sjö marka veisla Chelsea Efstu þrjú liðin unnu öll sína leiki í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Manchester City mátti hins vegar þola fyrsta tapið undir stjórn Roberto Mancini og missti af þeim sökum fjórða sætið aftur til Tottenham. SJÖ MÖRK Florent Malouda fagnar á táknrænan hátt í lok leiksins á móti Sunderland um helgina. MYND/AP Enska úrvalsdeildin ASTON VILLA - WEST HAM 0-0 BLACKBURN ROVERS - FULHAM 2-0 1-0 Chris Samba (24.), 2-0 Ryan Nelsen (53.). BOLTON WANDERERS - ARSENAL 0-2 0-1 Cesc Fabregas (27.), 0-2 Fran Merida (77.). Gréatr Rafn Steinsson lék allan leikinn. CHELSEA - SUNDERLAND 7-2 1-0 Nicolas Anelka (7.), 2-0 Florent Malouda (17.), 3-0 Ashley Cole (21.), 4-0 Frank Lampard (33.), 5-0 Michael Ballack (51.), 5-1 Boudewijn Zenden (55.), 6-1 Nicolas Anelka (64.), 7-1 Frank Lampard (89.), 7-2 Darren Bent (90.+1). EVERTON - MANCHESTER CITY 2-0 1-0 Steven Pienaar (36.), 2-0 Louis Saha (48.). MANCHESTER UNITED - BURNLEY 3-0 1-0 Dimitar Berbatov (63.), 2-0 Wayne Rooney (68.), 3-0 Mame Biram Diouf (90.). Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á 73. mínútu leiksins. STOKE CITY - LIVERPOOL 1-1 0-1 Sotiris Kyrgiakos (57.), 1-1 Robert Huth (90.). WOLVES - WIGAN ATHLETIC 0-2 0-1 James McCarthy (59.), 0-2 N‘Zogbia (72.) STAÐAN: Chelsea 21 15 3 3 52-18 48 Man. United 22 15 2 5 49-19 47 Arsenal 21 14 3 4 55-23 45 Tottenham 21 11 5 5 42-22 38 Man. City 21 10 8 3 42-30 38 Aston Villa 21 10 6 5 29-18 36 Liverpool 21 10 4 7 38-26 34 Birmingham 21 9 6 6 21-19 33 Fulham 21 7 6 8 26-24 27 Everton 21 6 8 7 30-34 26 Stoke City 21 6 7 8 19-26 25 Blackburn 22 6 6 10 23-39 24 Sunderland 21 6 5 10 30-38 23 Wigan Athletic 20 6 4 10 23-44 22 Burnley 21 5 5 11 22-43 20 West Ham 21 4 7 10 28-37 19 Wolves 21 5 4 12 17-38 19 Hull City 21 4 7 10 20-42 19 Bolton 19 4 6 9 26-38 18 Portsmouth 20 4 2 14 18-32 14 Enska b-deildin Emil Hallfreðsson skoraði fyrir Barnsley sem tap aði 1-2 á heimavelli fyrir Sheffield Wednesday. Watford tapaði 1-2 á útivelli á móti Doncaster. Heiðar Helguson skoraði úr víti á 90. mínútu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék sinn fyrsta leik með Reading þegar liðið tapaði 1-2 á móti Nott. Forrest. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn. Kári Árnason lék allan leikinn með Plymouth sem tapaði 0-1 á móti Crystal Palace. Aron Einar Gunnarsson kom inn á 82. mínútu þegar Coventry tapaði 2-3 á móti Ipswich. ENSKI BOLTINN Subway-bikar karla Breiðablik-ÍR 87-94 (40-45) Stig Breiðabliks: Hjalti Friðriksson 21, Jeremy Caldwell 18, Aðalsteinn Pálsson 13, Ívar Örn Hákonarson 12 (13 frák.), Jonathan Schmidt 10 (8 stoðs.), Daníel G. Guðmundsson 7, Gylfi Geirsson 3, Ágúst Angantýsson 3. Stig ÍR: Michael Jefferson 28, Nemanja Sovic 18, Steinar Arason 15, Kristinn Jónasson 10, Hreggviður Magnússon 9, Eiríkur Önundarson 7, Gunnlaugur H. Elsuson 5, Ólafur Þórisson 2. Snæfell-Fjölnir 100-96 (83-83, 47-44) Stig Snæfells: Sean Burton 24 (13 stoðs.), Hlyn- ur Bæringsson 22 (15 frák., 6 stoðs., 6 stolnir), Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Jón Ólafur Jónsson 17, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Páll Fannar Helgason 7, Emil Þór Jóhannsson 5. Stig Fjölnis: Christopher Smith 27 (12 frák., 5 varin), Ægir Þór Steinarsson 20, Magni Hafsteins- son 16 (12 frák.), Tómas Heiðar Tómasson 14, Sindri Kárason 9, Sverrir Kári Karlsson 4, Garðar Sveinbjörnsson 2, Arnþór Freyr Guð- mundsson 2, Jón Sverrisson 2. Tindastóll-Grindavík 86-96 (41-52) Stig Tindastóls: Kenney Boyd 18 (11 frák.), Svavar Atli Birgisson 17 (7 stoðs.), Helgi Freyr Margeirsson 13, Michael Giovacchini 11, Friðrik Hreinsson 7, Helgi Rafn Viggósson 7, Sigmar Logi Björnsson 5, Axel Kárason 4, Sveinbjörn Skúlason 4. Stig Grindavíkur: Darrell Flake 21 (8 frák.), Páll Axel Vilbergsson 20, Þorleifur Ólafsson 15 (8 frák., 6 stoðs.), Ómar Örn Sævarsson 13 (18 frák.), Ólafur Ólafsson 13, Brenton Birmingham 10, Guðlaugur Eyjólfsson 4. Subway-bikar kvenna Keflavík-Hamar 86-72 (37-24) Stig Keflavíkur: Kristi Smith 29, Bryndís Guð- mundsdóttir 23 (10 ,frák., 7 stoðs.), Birna Valgarðsdóttir 17, Pálína Gunnlaugsdóttir 7, Marín Rós Karlsdóttir 5, Rannveig Randversdóttir 2, Svava Ósk Stefánsdóttir 2, Sigrún Albertsdóttir 1. Stig Hamars: Julia Demirer 21 (15 frák.), Koren Schram 11, Fanney Lind Guðmundsdóttir 10, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9, Sóley Guðgeirsdótt- ir 8, Íris Ásgeirsdóttir 4, Guðbjörg Sverrisdóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 2, Jenný Harðardóttir 1. Snæfell-Haukar 61-84 (33-50) Stig Snæfells: Sherell Hobbs 25 (11 frák.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 6, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5, Björg Guðrún Einarsdóttir 4, Sara Mjöll Magnúsdóttir 4, Sara Sædal Andrésdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, María Björnsdóttir 1. Stig Hauka: Heather Ezell 23 (15 frák., 10 stoðs.), Kiki Jean Lund 18, Helena Brynja Hólm 11, Guðrún Ósk Ámundadóttir 7, Margrét Rósa Hálf- dánardótir 6, Kristín Fjóla Reynisdóttir 6, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5, Telma B. Fjalarsdóttir 4 (11 frák.), Heiðrún Ösp Hauksdóttir 4. Njarðvík-Þór Ak. 83-48 Stigahæstar: Ólöf Helga Pálsdóttir 16, Eyrún Líf Sigurðardóttir 13, Auður Jonsdottir 12 – Rut Konráðsdóttir 16, Freydís Guðjónsdóttir 12. Fjölnir-Laugdælir 86-68 (40-36) N1-deild kvenna í handbolta Stjarnan-KA/Þór 36-22 (19-13) Markahæstar: Alina Daniela Tamasan 13, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 6, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 5 – Martha Hermanns- dóttir 6, Arna Valgerður Erlingsdóttir 5. Valur-FH 32-17 (12-6) Markahæstar: Ágústa Edda Björnsdóttir 10, Hildigunnur Einarsdóttir 5, Kristín Guðmunds- dóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 – Birna Berg Haraldsdóttir 4, Erla Heiður Tryggvadóttir 3. Fram-Haukar 32-21 (15-10) Markahæstar: Karen Knútsdóttir 12, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 6, Pavla Nevarilova 4 – Hanna G. Stefánsdóttir 7, Ramune Pekarskyte 6. HK-Fylkir 19-29 (8-15) Markahæstar: Lilja Pálsdóttir 4, Elísa Ósk Viðars- dóttir 4, Elín Anna Baldursd. 4 – Sunna Jónsdóttir 6, Hildur Harðardóttir 5, Sunna María Einarsdóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 4, Nataly Valencia 4. ÚRSLITIN KÖRFUBOLTI Mesta spennan í leikj- um gærkvöldsins í átta liða úrslit- um Subway-bikars karla var í Stykkishólmi þar sem heimamenn í Snæfelli þurftu framlengingu til þess að vinna nýliða Fjölnis sem höfðu átt frábæra endurkomu í fjórða leikhlutanum. ÍR og Tinda- stóll unnu bæði sína leiki á útivelli þar sem bæði lið voru með forust- una allan tímann en gátu þó aldrei slakað á. Snæfell vann 100-96 sigur á nýliðum Fjölnis eftir að staðan hafði verið 83-83 eftir venjulegan leiktíma. Leikstjórnandinn stór- efnilegi, Ægir Þór Steinars- son, tryggði Fjölni framleng- ingu með þriggja stiga körfu á lokasekúndunum. Snæfell var með gott forskot framan af leik en hið unga lið Fjölnis gafst ekki upp og kom leiknum í framlengingu með frá- bærum fjórða leikhluta sem Graf- arvogsliðið vann 24-15. Hólmarar voru hins vegar sterkari í fram- lengingunni og unnu hana 17-13. Grindavík tryggði sér sæti í undanúrslitum með 96-86 sigri á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Grindavík var 24-20 yfir eftir fyrsta leikhluta og 52-41 yfir í hálfleik en Tindastóll náði að minnka muninn í fimm stig fyrir lokaleikhlutann en staðan var þá 68-73 fyrir gestina í Grindavík sem síðan kláruðu leikinn í fjórða leikhluta. ÍR voru fyrstir inn í undanúr- slitin þegar þeir unnu sjö stiga sigur á Breiðabliki, 87-94, í Smár- anum. ÍR-ingar voru með for- ustu allan leikinn, 25-21 yfir eftir fyrsta leikhluta og 45-40 yfir í hálfleik. ÍR-ingar unnu síðan bæði þriðja og fjórða leikhlutann með einu stigi. Michael Jefferson var með 28 stig, 7 stoðsendingar og 5 fráköst í sínum fyrsta sigurleik í ÍR-búningnum. - óój Grindavík, Snæfell og ÍR eru komin í undanúrslit Subway-bikars karla í körfubolta eftir átta liða úrslitin í gær: Snæfellingar unnu Fjölni í framlengingu FYRSTI SIGURINN Michael Jefferson vann með ÍR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Keflavík, Haukar, Njarðvík og Fjölnir tryggðu sér um helgina sæti í undanúrslitum Subway-bikars kvenna. Stórleikurinn var í Keflavík í gær þar sem heimastúlkur tóku á móti KR-bönunum í Hamri en eini leikurinn sem KR hefur tapað var í 16 liða úrslitum bikarsins á móti Hamri. Það dugði Hamar- skonum ekki að hafa endurheimt Juliu Demirer því Keflavíkurkon- urnar tóku völdin strax í upphafi leiks og unnu sannfærandi sextán stiga sigur 86-72. Kristi Smith var óstöðvandi hjá Keflavíkurliðinu framan af leik og Bryndís Guðmundsdóttir átti líka mjög góðan alhliða leik. Keflavík komst strax í 15-3 og var 23-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Keflavík var síðan með þrett- án stiga forskot í hálfleik, 37-24. Hamar náði að minnka muninn niður í sjö stig í fjórða leikhluta en nær komust Hvergerðingar ekki. Hamarskonur hafa nú tapað þremur leikjum í röð með ellefu stigum eða meira. Julia Demirer hjálpaði liðinu með því að vinna fráköstin (37-33) en ekki leikinn. Heather Ezell náði þrefa ldri tvennu þriðja leikinn í röð þegar Hauka- konur unnu 84-61 sigur á Snæfelli í Stykkishólmi. Ezell var með 23 stig, 15 fráköst og 10 stoð- sendingar í leiknum. Haukar unnu mjög öruggan sigur. Liðið var komið tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26- 16, og var með 17 stiga forskot í hálfleik, 50-33. Þrátt fyrir að hafa náð þrenn- unni þá hitti Ezell ekki vel en aðeins 5 af 20 skotum henn- ar fóru rétta leið og þá var hún með 8 tapaða bolta. Njarðvík og Fjölnir tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með öruggum heimasigrum á laugardaginn. - óój Keflavík, Haukar, Fjölnir og Njarðvík komin í undanúrslit Subway-bikars kvenna: Sannfærandi hjá Keflavík GÓÐ Í GÆR Bryndís Guðmundsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.