Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 10
10 21. janúar 2010 FIMMTUDAGUR GROUP HELGUR MAÐUR ÞVÆR SÉR Þessi Indverji, sem telst helgur maður að hindúasið, brá sér í bað þar sem fljótin helgu, Ganges og Jamuna, mætast skammt frá borginni Allahabad á Indlandi. Hundruð þúsund hindúa flykkjast þangað þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Rafmagnsbíllinn virðist loks í þann mund að ná fót- festu, segir í nýrri umfjöllun á vef Umhverfisstofnunar Evrópu. Þar segir að kostir rafbíla séu ótvíræð- ir með tilliti til umhverfisins, sér í lagi í þéttbýli. „Á leiðinni eru nýjar tegundir bíla sem ýta ættu undir góðar mót- tökur neytenda og brjóta á bak aftur þær hömlur sem enn eru til staðar, svo sem mikinn kostnað við rafhlöð- ur, framboð á vistvænni raforku og uppbyggingu hleðslustöðva,“ segir á vef stofnunarinnar, en þar kemur jafnframt fram að nokkur Evrópu- lönd, auk Bandaríkjanna, Japans, Kína og annarra landa, hafi þegar kynnt stórhuga áætlanir um innleið- ingu rafknúinna farartækja. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir hins vegar að „mjög hátt verð“ á líþíumrafgeymum í raf- bíla og óvissa um endingu þeirra sé sá þröskuldur sem bílakaupend- ur eigi erfiðast með að yfirstíga. „Ólíklegt þykir að verðið lækki nóg næsta áratuginn til þess að hrein- ir rafbílar verði almenningseign, nema þ ví aðeins að einhvers konar stökkbreyting verði í rafgeyma- tækninni,“ segir í nýrri frétt á vef samtakanna og vísað í að það sé meginniðurstaða nýrrar rannsókn- ar sem unnin hafi verið af Boston Consulting Group (BCG). - óká Skiptar skoðanir eru um hvort rafbílar nái fótfestu í nánustu framtíð: Mörg lönd með stórhuga áætlanir BÍLL Í HLEÐSLU Víða er aukinn áhugi á rafbílum. Hér kemur ný kynslóð REVA- rafbíla á markað seinni hluta ársins. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES BANDARÍKIN, AP Réttu ári eftir að Barack Obama tók við forsetaemb- ætti Bandaríkjanna hefur hann misst örugg- an meirihluta- stuðning Demó- krataflokksins í öldungadeild Bandaríkja- þings. Repúblikan- inn Scott Brown tryggði sér sæti demókratans Edwards Kennedy, sem lést í sumar, í aukakosningum í Massachusettes á þriðjudag. Þar með hafa repúblikanar 41 sæti í deildinni en demókratar aðeins 59, sem að vísu er góður meirihluti en nægir þó ekki til að stöðva málþóf repúblikana gegn málum sem þeir vilja ekki að verði samþykkt. Repúblikanar voru að vonum ánægðir með árangurinn og segja skilaboðin til demókrata vera þau, að nú þurfi þeir að hægja á sér. Þeir geti ekki lengur komið hverju sem þeim sýnist í gegnum þingið. Þar munar til að byrja með mestu um heilbrigðisfrumvarpið, sem á að tryggja flestöllum Bandaríkjamönn- um sjúkratryggingar. „Í Massachusettes eru heilbrigð- istryggingar, þannig að við teljum ekki að ríki sem hefur heilbrigð- istryggingar eigi að ákveða hvort aðrir landsmenn fái þær,“ segir Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins. - gb Segja að demókratar verði að hægja á sér: Repúblikanar fengu þingsæti Kennedys SCOTT BROWN ÖRYGGISMÁL Jón Viðar Matthías- son slökkviliðsstjóri hefur tilkynnt Flugstoðum að hann beiti bruna- varnalögum til að knýja fram úrbætur í starfsemi slökkviliðs- ins á Reykjavíkurflugvelli. Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins, Brunamálastofnun og Sam- band íslenskra sveitarfélaga annars vegar og Flugstoðir, Flug- málastjórn og samgönguráðuneytið hins vegar hafa deilt um tilhögun slökkviliðs á Reykjavíkurflugvelli eftir að Flugstoðir sögðu upp þjón- ustusamningi við slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins. Flugstoðir ætla að annast starfsemina í samvinnu við slökkviliðið á Keflavíkurflug- velli frá 1. mars. Að mati stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðsisins er sá við- búnaður sem Flugstoðir hyggj- ast hafa á Reykjavíkurflugvelli ekki nægjanlegur. „Mikilvægt er að öryggi á Reykjavíkurflugvelli sé ekki lakara en á flugvöllum af sömu stærðargráðu á hinum Norð- urlöndunum,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar sem kveðst í engu geta „fallist á skert öryggi íbúa, starfsmanna og þeirra sem fara um Reykjavíkurflugvöll“. Í framhaldi af þessu vísar slökkviliðsstjóri í 24. grein laga um brunavarnir um að hann geti lagt svo fyrir að í mannvirkjum séu gerðar sérstakar ráðstafan- ir til brunavarna, til dæmis með uppsetningu á sérhæfðum búnaði til viðvörunar- og slökkvistarfs og þjálfun tiltekinna starfsmanna í brunavörnum og slökkvistarfi. Hann gerir kröfu um að minnsta kosti fjóra starfsmenn sem geti stundað reykköfun og nægjanleg- an heildarfjölda starfsmanna til að bregðast við veikindum og ann- arri fjarveru án þess að öryggi sé skert. Þorgeir Pálsson, forstjóri Flug- stoða, segir flugvelli ekki heyra undir lög um brunavarnir heldur gildi þar lög um loftferðir. „Það er ekki hlutverk brunamálastjóra að ákvarða hvernig staðið er að viðbúnaði á flugvöllum, sem ein- göngu felst í að bregðast við og forða tjóni á loftförum, farþegum og farmi ef atvik eða slys ber að höndum,“ segir Þorgeir í bréfi til slökkiliðsstjóra. Þá segir Þorgeir að búnaður sem slökkviliðið noti nú verði áfram á Reykjavíkurflugvelli og hann hafnar því að viðbúnaðurinn verði lakari en áður. „Enda verður farið í einu og öllu eftir fyrirmælum Flugmálastjórnar Íslands,“ segir Þorgeir í bréfi til slökkviliðsstjór- ans. „Flugstoðir eru ekki að gera neitt sem ógnar öryggi flugfarþega á Reykjavíkurflugvelli þó að fyrir- tækið sé eins og allir aðrir að leita leiða til sparnaðar,“ sagði Kristj- án L. Möller samgönguráðherra í umræðum um málið á Alþingi. gar@frettabladid.is Flugstoðum gert að bæta brunavarnir Slökkvliðsstjóri beitir ákvæði laga um brunavarn- ir til að tryggja það sem hann telur fullnægjandi eldvarnir á Reykjavíkurflugvelli. Forstjóri Flugstoða segir ákvæðið ekki eiga við um flugvöllinn. Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI Frá 1. mars mun slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hætta þjónustu sinni á flugvellinum og Flugstoðir annast þá starfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JÓN VIÐAR MATTHÍASSON ÞORGEIR PÁLSSON FISKELDI Til stendur að ala laxa- seiði þar sem áður var lúðueldi í eldisstöð Fiskeyjar í Þorlákshöfn. Á vef sveitarfélagsins er greint frá því að nýlega hafi fiskeldisstöðin verið leigð út. „Hjá Fiskey var áður starfrækt lúðueldi sem flutt var norður á Hjalteyri fyrir um tveimur árum,“ segir á heimasíðunni og tekið fram að starfsemi hafi legið niðri síðan. „Það er því mjög ánægjulegt að sjá gamla starfsmenn í eldisstöðinni.“ Töluverð starfsemi var áður tengd lúðueldinu en Fiskey hefur síðasta áratug verið með umfangs- mestu framleiðendum heims á lúðuseiðum. - óká Ný starfsemi í Þorlákshöfn: Ala laxaseiði í stað lúðu áður SVEITARSTJÓRNARMÁL Bréf með mótmælum átta starfsmanna félags- og heimaþjónustu í Nes- kaupstað var lagt fram til kynn- ingar á fundi bæjarráðs Fjarða- byggðar í gær. Starfsfólkið mótmælir starfslokum Sigríðar Stefánsdóttur, fyrrverandi félags- málastýru. Á vef sveitarfélagsins er jafn- framt greint frá starfslokum Sig- ríðar og að Sigrún Þórarinsdóttir, sem verið hefur staðgengill henn- ar síðustu vikur, hafi tekið við starfinu tímabundið. Sigríður og Jóna Árný Þórðar- dóttir fjármálastýra sögðu upp eftir að ákveðið var að loka bæj- arskrifstofum í Neskaupstað, þar sem þær búa. - óká Félagsþjónusta Fjarðabyggðar: Mótmæli átta starfsmanna fyrir bæjarráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.