Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 21. janúar 2010 11 DÓMSMÁL Eigendur lóðarinnar Miðskóga 8 krefja bæjaryfirvöld á Álftanesi um 13,2 milljónir króna í „uppsafnaðan kostnað“ vegna „ólöglegrar meðferðar“ á umsókn þeirra um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi allt frá árinu 2005 þar til í haust að leyfið var veitt. Nágranni lóðareigendanna, íbúi í Miðskóg- um 6, hefur hins vegar fyrir sitt leyti kært byggingarleyfið til úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingarmála. „Í undirbúningi er að óska eftir því við umboðsmann Alþing- is að hann skoði málið,“ segir meðal annars í kæru Kristjáns Sveinbjörnssonar til úrskurð- arnefndarinnar. Eins og fram hefur komið er Kristján bæjarfulltrúi á Álftanesi og fyrrver- andi forseti bæjarstjórnar. Eigendur Miðskóga 8 sundurliða áður- nefnda 13,2 milljóna króna kröfu í þóknun til lögmanna, hönnunarkostnað, sérfræðikostn- að og fjármagnskostnað. Segjast þeir reiðu- búnir til að ræða kröfu sína „í samhengi“ við 7,8 milljóna króna kröfu sveitarfélagsins á hendur þeim vegna gatnagerðar- og bygging- argjalda. Þess má síðan geta að tveir eigenda Mið- skóga 8, hjónin Hlédís Sveinsdóttir og Gunn- ar Árnason, reka nú meiðyrðamál á hendur Kristjáni Sveinbjörnssyni og sveitarfélag- inu Álftanesi fyrir óhróður sem birtur var á heimasíðu sveitarfélagsins árið 2008. - gar Deilu um sjávarlóð í Miðskógum 8 ekki lokið þrátt fyrir útgáfu byggingarleyfis: Nágranni kærir og eigandi vill bætur ENN BITBEIN Deilan um sjávarlóðina í Miðskógum 8 hefur staðið árum saman og heldur enn áfram. LÖGREGLUMÁL GPS-staðsetningar- tæki eru efst á lista yfir það sem þjófar ásælast úr bílum lands- manna, að sögn lögreglu. Undanfarna mánuði hefur verið töluvert um innbrot í bíla á höfuð- borgarsvæðinu. Tölvur, mynda- vélar, hljómflutningstæki og rad- arvarar eru meðal þess sem hafa löngum freistað þjófa en nú ásæl- ast þeir einkum GPS-tæki. Fjölda slíkra tækja hefur verið stolið úr bílum á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið. Í síðustu viku var til- kynnt um innbrot í tuttugu bíla í Breiðholti, Kópavogi og Mosfells- bæ en úr þeim flestum, ef ekki öllum, var stolið GPS-tækjum. - jss Viðvörun lögreglu: Þjófar ásælast nú GPS-tæki KÝR OG KVÍGUR Fari fram sem horfir verður Ísland annað Norðurlanda til að taka upp mjólkurflokkun eftir fríum fitusýrum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LANDBÚNAÐUR Nýjar flokkun- arreglur mjólkur taka gildi um næstu mánaðamót, en þær hafa verið staðfestar af verðlagsnefnd búvöru, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. „Helstu breytingarnar eru að verðskerðing vegna gæðaaffalla sökum hárrar líftölu og lyfja- leifa er nú á vikugrunni, í stað mánaðar eins og áður var,“ segir á vefnum, en áréttað að mjólk sem í greinast lyfjaleifar sé eytt. Greiðslur til bænda miðast að hluta við gæði framleiðslunnar. „Flokkun vegna frírra fitusýra verður tekin upp um næstu mán- aðamót, en verðskerðing vegna hennar um næstu áramót,“ segir á vef Landssambandsins, sem lagt hefur til að haldin verði nám- skeið vegna breytinganna. - óká Nýjar flokkunarreglur 1. feb.: Lyfjaleifamjólk áfram fargað AKUREYRARFLUGVÖLLUR Eyfirðingar vilja efla starfsemi sem styður við milli- landaflug um Akureyri. ATVINNUMÁL Óskað hefur verið eftir umsóknum um verkefna- stuðning frá vaxtarsamningi Eyjafjarðar. „Lögð verður sér- stök áhersla á verkefni sem með einhverjum hætti tengjast eða styðja beint við millilandaflug til Akureyrar. Áfram verður horft til almennra markmiða vaxtar- samningsins við verkefnaval- ið, en þau eru tengsl háskóla og atvinnulífs, markaðssetning og útrás og nýsköpun og vöxtur á Eyjafjarðarsvæðinu,“ segir í til- kynningu frá Atvinnuþróunar- félagi Eyjafjarðar. Verkefni fá samþykki fyrir allt að 50 prósent heildarkostnaðar gegn mótfram- lagi annarra þátttakenda. - gar Vaxtarsamningur Eyjafjarðar: Mikil áhersla á millilandaflug Sóknaráætlun 20/20 er ætlað að skapa samstöðu um lykilákvarðanir og framtíðarsýn og skila samfélaginu til móts við betri tíma eins hratt og örugglega og kostur er. Á tímabilinu 30. janúar til 20. mars verða haldnir átta fundir með þjóðfundarsniði í öllum lands hlutum. Þar koma saman sérfræðingar og fulltrúar hagsmunaaðila og stjórnsýslu ásamt jafnmörgum einstaklingum úr viðkomandi landshluta sem valdir verða með úrtaki úr þjóðskrá líkt og gert var fyrir Þjóðfundinn í Laugardalshöll. Búist er við 100 til 200 manns á hvern fund í landshlutunum. Verkefnið á þjóðfundum landshlutanna er að setja fram hugmyndir um framtíðaráform til efl ingar atvinnulífs og samfélags m.a. að teknu tilliti til mats á styrkleikum og veikleikum svæðanna. Þessi vinna verður grundvöllur að sóknaráætlun hvers landshluta innan þeirrar sóknar áætlunar sem tillaga til þingsályktunar hefur verið lögð fram um á Alþingi. Þjóðfundir um allt land Nýtt vefsvæði 20/20 sóknaráætlunar hefur verið opnað á www.island.is Þjóðfundir í landshlutum Austurland 30. janúar á Egilsstöðum Vestfi rðir 6. febrúar á Ísafi rði Norðvesturland 3. febrúar á Sauðárkróki Vesturland 20. febrúar í Borgarnesi Norðausturland 27. febrúar á Akureyri Suðurland 6. mars á Selfossi Suðurnes 13. mars í Reykjanesbæ Höfuðborgarsvæðið 20. mars í Reykjavík Valið er á þjóðfundi landshluta með úrtaki úr þjóðskrá. Þátttakendur verða boðaðir með bréfi á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.