Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2010 Fyrir utan eldunargræjur og borð- búnað eru viss áhöld nauðsyn- leg í eldhúsið í upphafi búskap- ar. Bryndís Steinþórsdóttir hús- stjórnarkennari sýndi okkur það allra brýnasta. Bryndís byrjar á að taka fram tvo potta, annan lítinn og hinn stór- an, og drífa upp á eldavélina. „Við verðum líka að hafa pönnu með,“ segir hún. Nær svo í tvær skálar upp í skáp, eina litla og aðra stóra og tekur líka fram tvo misstóra hnífa. „Það er nauðsynlegt að eiga góða hnífa,“ leggur hún áherslu á. „Auðvitað er gott að eiga brauð- sög en maður setur hana samt ekki í fyrsta sæti.“ Bráðlega bæt- ast á borðið pískari, plastsleif og steikarspaði, pottasleikja og mæli- áhöld. „Þessi grunnáhöld eru þau sem ég mundi kaupa mér ef ég væri að byrja að búa og þau þarf maður að velja vel og rétt. Jú, og bretti,“ bætir hún svo við. „Ég vil hafa plastbretti sem auðvelt er að þrífa, meðalstórt. Eins er afskap- lega gott að hafa tímaklukku. Það róar mann niður í matreiðslunni að stilla á tíma.“ Bryndís er reyndur hússtjórn- arkennari og meðhöfundur bókar- innar Við matreiðum. Hún nam í Húsmæðrakennaraskóla Íslands hjá Helgu Sigurðardóttur og eftir að hafa bætt við sig þekkingu á eldhúsinnréttingum, áhöldum og tækjum í Árósum byrjaði hún að kenna við Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Fór svo í frekara nám og lærði handavinnukennslu og kenndi við Gagnfræðaskóla verk- náms en lengst kenndi hún við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti þar sem hún var með alveg frá byrjun. „Ég lauk starfsævinni í Menntaskólan- um í Kópavogi, þar sem var komin afskaplega fín aðstaða til kennslu,“ segir hún brosandi. Snýr sér svo að áhöldunum á borðinu og segir: „Auðvitað er lengi hægt að bæta við og ég hef ekkert minnst á raftækin. Fyrsta skrefið er nefnilega að læra að vinna með handverkfærum til að geta með góðu móti tileinkað sér tæknina.“ - gun Handverkfæri fyrsta skrefið Þessi grunnáhöld eru þau sem ég mundi kaupa mér ef ég væri að byrja að búa og þau þarf maður að velja vel og rétt,“ segir Bryndís. FRÉTTABLAÐIÐ STEFÁN Smith & Norland er rótgróið fyrirtæki sem leggur mikið upp úr heildarlínum fyrir heim- ili og góðri þjónustu. Smith & Norland hefur umboð fyrir Siemens á Íslandi. Fyrirtæk- ið hefur selt Íslendingum vandaða vöru í yfir hálfa öld og þjónað þeim vel og dyggilega. „Við erum eitt af þessum gömlu, góðu og tryggu fyr- irtækjum landsins,“ segir Þórir Bergsson verslunarstjóri, sem hefur starfað hjá Smith & Norland í 35 ár. Fyrirtækið hefur haft að- setur að Nóatúni 4 síðan 1974, en var áður á Suðurlandsbraut og þar á undan í Hafnarhúsinu í miðbæ Reykjavíkur eða um miðja síðustu öld. Langflestar vörur fyrirtækis- ins eru frá Siemens og því leik- ur einn að kaupa eldhústæki í stíl þar sem allar vörurnar eru frá eina og sama merkinu. Þórir álít- ur þetta einn af höfuðstyrkleik- um Smith & Norland. „Þessi ráða- hagur býður upp á mikil þægindi fyrir viðskiptavini. Við tökum til að mynda eftir því að ungt fólk kemur oft til okkar þegar það er að byrja að reka heimili og er ánægt með að geta fengið sér allt sem það þarfnast á sama stað og allt í stíl. Stóru tækin, eins og kæliskápa, uppþvottavélar og fleira, sem við seljum mjög mikið af, má einnig fá alklæðanleg og láta þannig falla alveg inn í innréttingarnar,“ segir Þórir. Um þessar mundir er ný lína í eldunartækjum á boðstólum hjá fyrirtækinu og meðal þess sem innfalið er í henni eru yfir þrjátíu ofnar af öllum gerðum; Örbylgju- ofnar, gufuofnar og venjulegir ofnar í mörgum útfærslum. „Sala á gufuofnum hefur aukist nokk- uð hjá okkur, því nú eru margir að hugsa um heilsuna,“ segir Þórir. Smith & Norland býður aðallega upp á þrjá liti á tækjum sínum; hvítt, svart og stál. Spurður um vinsælasta útlitið þessa dagana segir hann stál vera mál málanna. „Þetta breytist reglulega. Í gamla daga var brúni liturinn mjög vin- sæll, en síðustu fimm til sjö árin hefur stálið verið mest selt. Nú nýverið höfum við svo tekið eftir því að hvíti liturinn er farinn að hreyfast aftur hjá okkur.“ Auk Siemens hefur Smith & Nor- land umboð fyrir þýska hágæða- vörumerkið Gaggenau, en vörur frá því fyrirtæki eru oftast sér- pantaðar. Þórir segir fyrirtækið leggja mikið upp úr þjónustu við viðskiptavini. „Við höfum rúm- lega tuttugu umboðsmenn um allt land sem flestir eru fagmenn og sjá um allt sem er á okkar vegum. Við erum líka með okkar eigið þjónustuverkstæði þar sem starfa fagmenn sem bæði sækja tæki til viðgerðar og fara á staðinn. Þá er heimkeyrsla á vörum innifalin í verði hjá okkur, en þeir eru ekki margir eftir sem bjóða upp á slíkt í dag,“ segir Þórir. Þægindi í fyrirrúmi Þórir segir Smith & Norland bjóða upp á fjölbreytt úrval heimilistækja frá Siemens. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Siemens Uppþvottavél, SN 46T590SK 14 manna, úr ryðfríu stáli. Sex kerfi: Sjálfvirkt 65–75° C, sjálfvirkt 45–65° C, sjálfvirkt 35–45° C, sparnaðarkerfi 50° C, hraðkerfi 45° C og forskol. Ótrúlega hljóðlát: 40 dB (re 1 pW). Þrjár þvottagrindur, ein hnífaparaskúffa. Séraðgerðir: Hálf vél, tímastytting þvottakerfa og kraftþvottur á neðri grind. Barnalæsing. Hæglokun á vélarhurð. Orkuflokkur/þvottahæfni/þurrkun: A/A/A. Siemens Bakstursofn, HB 76A1560S Bakstursofn úr ryðfríu stáli. Kjöthitamælir. Brennslusjálfhreinsun. Tíu hitunaraðgerðir. Ofnrými: 56 lítrar. Sjálfvirk steiking (40 matreiðslutillögur). Fitu- og lyktarsíur. Nákvæm hitastýring frá 30–300° C, hiti á framhlið verður mestur 40° C. Barnaöryggi og öryggisrof. Upplýstir sökkhnappar. Orkuflokkur A. Siemens Veggháfur, LC 656BB40S 60 sm veggháfur fyrir útblástur eða umloftun. Rafeindastýring. Stafrænn skjár. Fjórar styrkstillingar, þar af kraftstilling. Hámarksafköst: 660 m3/klst. Hljóð: Mest 59 dB (re 1 pW). Vinnulýsing með halógenperum. Málmfitusía sem má þvo í vél. Siemens Spanhelluborð, EH 675ME21E Með slípuðum framkanti og stálhliðum. Fjórar spanhellur. Steikingarskynjari á fremri hellum, með fjórum upphitunaraðgerðum. Níu sjálfvirk steikingarkerfi. Snertisleði. Aflaukaaðgerð möguleg á öllum hellum („powerBoost“). Barnaöryggi og öryggisrof.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.