Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 50
34 21. janúar 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Frábært tækifæri. Að Tjarnabraut 24 (Innri Njarðvík) er verslunar– og þjónustuhúsnæði með rúmlega 900 fermetra rými á efri hæðinni undir gistiheimil. Gert er ráð fyrir 24. herbergjum. Frábært tækifæri í ört vaxandi ferðamannaþjónustu. Einnig er laus nokkur pláss á neðri hæðinni undir hvers konar þjónustu, t.d. matvöruverslun. Allar upplýsingar á heimasíðu Nesbyggðar www.nesbyggd.is og hjá fasteignasölum í Reykjanesbæ. Jerry Bruckheimer er alveg einstaklega þefvís á þá hluti sem geta gefið vel í aðra hönd. Því þarf ekki að koma neinum á óvart að þessi stórmyndaleik- stjóri skuli nú vera farinn að leggja drög að fjórðu mynd- inni um Jack Sparrow og sjó- ræningja Karíbahafsins. Þótt þriðja myndin hefði verið óttalegt bull og gagnrýnend- ur hreinlega rifið hana í sig þá höfðu slíkir dómar lítil áhrif á áhorfendur sem flykktust í bíó. Ekki liggur fyrir hver sögu- þráðurinn verður en samkvæmt heimildum kvikmyndatímarits- ins Empire er talið líklegt að tökur verði einhvers staðar í kringum Hawaii. Yfirgnæf- andi líkur eru á að Johnny Depp muni endurtaka leik sinn sem Sparrow og að Geoffrey Rush komi til með að bregða sér í hlutverk hins lævísa og lunkna Barbossa. Ef Hollywood er söm við sig þyrfti ekki að koma nein- um á óvart að myndin færi með áhorfendur aftur til fortíðar og að fjórða sjóræningjamyndin myndi fjalla um hvernig Jack og félagar urðu að mestu sjó- ræningjum hafsins. Hins vegar kemur ekki fram í fréttinni hvort Keira Knightley eða Orlando Bloom muni end- urtaka hlutverk sín sem gefur umræddri kenningu um for- tíðarleikinn byr undir báða Fjórða sjóræningjamyndin í bígerð SPARROW Johnny Depp er frábær í hlutverki sjóræningjans Jacks Sparrow en nú er fjórða myndin sögð vera á teikniborði Jerry Bruck- heimer. Jason Reitman leikstýrir myndinni Up in the Air sem verður frumsýnd hérlendis á morgun. Hann er þekkt- astur fyrir Juno og Thank You for Smoking sem fengu báðar mjög góðar undir- tektir. Jason Reitman fæddist í Montr- éal í Kanada 1977, einn þriggja barna leikstjórans Ivans Reitman og frönsk-kanadísku leikkonunn- ar Geneviéve Robert. Faðir hans hefur á farsælum ferli sínum leik- stýrt myndum á borð við Ghosbust- ers, Stripes, Kindergarten Cop og Twins. Kenndi hann syni sínum ungum að árum hvernig hann ætti að bera sig að í kvikmyndagerð, enda ákvað Jason fljótt að feta í fót- spor föður síns. Þegar hann var á þrítugsaldri fékk hann mörg tilboð um að leik- stýra söluvænum myndum í Holly- wood en ákvað frekar að byrja frá grunni og afla sér reynslu upp á eigin spýtur með því að leikstýra stuttmyndum og auglýsingum. Fyrsta kvikmynd Jasons Reit- man í fullri lengd var Thank You for Smoking sem var unnin upp úr skáldsögu Christophers Buckley. Myndin féll vel í kramið og námu tekjur hennar á heimsvísu 39 millj- ónum dollara, eða tæpum fimm milljörðum króna. Hún var tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna og vakti mikla athygli á hinum unga kvikmyndagerðarmanni. Næsta mynd Reitmans, Juno, varð enn þá vinsælli en Thank You for Smok- ing. Hún fékk frábæra dóma, var til- nefnd til fernra Óskarsverðlauna og vann fyrir besta handritið. Reitman fékk sjálfur tilnefningu sem besti leikstjórinn og hafði þarna sannað sig sem einn efnilegasti leikstjórinn í Hollywood. Handritið að nýjustu mynd sinni, Up in the Air, skrifaði Reitman ásamt þeim Sheldon Turner og Walt- er Kirn upp úr samnefndri skáld- sögu hins síðastnefnda. Hún kom út árið 2001 og seldist vel allt þar til hryðjuverkaárásirnar á Banda- ríkin voru gerðar. Söguþráðurinn þótti ekki lengur sérlega sniðugur og ekki hjálpaði til að á bókarkáp- unni var mynd af fólki á viðskipta- ferðalagi þar sem ein manneskj- an hafði hrapað úr loftinu og eldur kviknað í henni. Myndin fjallar um Ryan Bingham, sem George Cloon- ey túlkar, sem ferðast um öll Banda- ríkin og segir fólki upp augliti til auglitis. Hann býr í ferðatösku og passar sig á að halda öllum nánum tengslum í lágmarki, hvort sem það er við konur, ættingja eða vini. Virð- ist hann hafa það eitt að markmiði að safna sem flestum flugpunktum. „Í myndinni, sem virðist fjalla um fyrirtæki og efnahaginn, er falinn söguþráður um mann sem þarf að ákveða hvort hann vill vera einn á báti eða ekki,“ sagði Reitman. Myndin var tilnefnd til sex Gold- en Globe-verðlauna og bar sigur úr býtum fyrir handritið. Í byrjun febrúar kemur í ljós hvort hún fær einhverjar Óskarstilnefningar, sem verður reyndar að teljast ansi lík- legt. freyr@frettabladid.is Reitman í fótspor föður síns SIGURVEGARI Leikstjórinn ungi með Golden Globe-verðlaunin sem hann fékk fyrir handritið að Up in the Air. NORDICPHOTOS/GETTY Ævintýramyndin Avatar í leikstjórn James Cameron hefur aflað mestu tekna Íslandssögunnar, eða rúm- lega 106 milljónir króna. Sló hún met söngvamyndarinnar Mamma Mia! frá árinu 2008 sem náði inn 102 milljónum. Á aðeins fimm vikum hafa tæplega níutíu þúsund gestir borgað sig inn á Avatar og stefnir hún í að verða þriðja mynd- in frá upphafi mælinga með aðsókn yfir hundrað þúsund manns. Metið á Titanic, einnig í leikstjórn Camer- ons, sem er 124.008 manns og gæti það verið í hættu. Avatar er einnig tekjuhæsta mynd ársins 2010 auk þess að vera stærsta mynd ársins 2009 og hefur það aldrei áður gerst. Avatar vann nýverið tvenn Golden Globe-verðlaun, fyrir bestu dram- atísku mynd ársins og fyrir bestu leikstjórn. Margir spá henni góðu gengi á Óskarsverðlaunahátíðinni sem verður haldin í mars. Tekjuhæst á Íslandi Samkvæmt erlendum kvikmyndavefmiðlum er Tim Burton nú að velta því alvarlega fyrir sér að gera næst kvikmynd eftir ævintýrinu um Þyrnirós. Væntanlega þarf ekki að koma nein- um á óvart að Burton ætlar að nálgast viðfangs- efnið með heldur óvenjulegum hætti því sagan á að vera sögð af sjónarhóli vondu drottning- arinnar. Tim Burton hefur nýlokið við að leikstýra kvikmynd um Lísu í Undralandi með góðvini sínum Johnny Depp (Burton getur ekki hugsað sér að setjast í leikstjórastólinn án þess að Depp sé nærri). Myndin verður að sjálfsögðu í þrí- vídd og verður forvitnilegt að sjá hvernig þess- um hugmyndaríkasta leikstjóra Ameríku, og þótt víðar væri leitað, tekst upp með þá sígildu sögu. Og jafnframt hvernig honum tekst að finna hlut- verk handa Johnny Depp í Þyrnirós. Þyrnirós næst ÓVENJULEGT SJÓNARHORN Þyrnirós verður væntanlega næsta verkefni Tim Burton. AVATAR Ævintýramynd James Cameron, Avatar, er orðin sú tekjuhæsta í Íslandssög- unni. >SEMUR VIÐ LANCÔME Leikkonan Julia Ro- berts hefur gert samn- ing við snyrtivöruris- ann Lancôme sem trygg- ir henni um tvo og hálfan milljarð króna í vasann. Roberts fetar þar í fótspor þeirra Isabellu Rosselini og Juliette Binoche sem hafa áður verið and- lit fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.