Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 22
22 21. janúar 2010 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Eftir bankahrunið í október 2008 leit Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn svo á, að það þyrfti ekki að taka efnahagslífið í land- inu nema tvö ár að komast aftur á réttan kjöl. Þessi ályktun var að vísu í bjartsýnna lagi, þótti mér þá, en hún var reist á vandlegri skoðun sérfræðinga sjóðsins á til- tækum gögnum. Ein lykilforsend- an, sem Seðlabanki Íslands bjó sjóðnum í hendur, var, að erlend- ar skuldir þjóðarbúsins í árslok 2009 myndu nema 160 prósent- um af landsframleiðslu að loknum gríðarlegum afskriftum á skuld- um gömlu bankanna við erlenda lánardrottna. Afskriftirnar voru taldar nema um fimmfaldri lands- framleiðslu. Sjóðurinn taldi, að landsframleiðsla myndi standa í stað 2010 og taka síðan að vaxa aftur 2011 og eftirleiðis um 4 pró- sent á ári, sem er mikill vöxtur í sögulegu samhengi. Þrefaldur forsendubrestur Þessar vonir brugðust. Til þess liggja ýmsar ástæður, þótt hér verði látið duga að tilgreina þrjár. Í fyrsta lagi reyndust tölur Seðlabankans um erlendar skuldir þjóðarbúsins alvarlega vanmetn- ar. Nú eru skuldirnar taldar hafa numið 307 prósentum af lands- framleiðslu í árslok 2009, ekki 160 prósentum. Seðlabankinn vanmat með öðrum orðum skuldirnar um næstum helming. Þetta vanmat á skuldunum í upphafi hefur sett strik í reikninginn með því að auka til muna áhyggjur manna af skuldaþoli þjóðarbúsins, svo sem skiljanlegt er, og tefja þannig fyrir lausn IceSave-málsins. Í annan stað hétu stjórnvöld því við gerð efnahagsáætlunarinn- ar með fulltingi AGS í nóvember 2008, að þau myndu leysa ágrein- inginn við Breta og Hollendinga um IceSave-skuldbindingarnar. Þetta fyrirheit var hluti af skrif- legri viljayfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar og Seðlabankans. Ljóst mátti vera, að stuðningur AGS og Norðurlanda við áætlunina gæti reynzt vera háður því, að þetta heit yrði efnt, enda hafa stjórn- völd statt og stöðugt sagt, að þau myndu standa við skuldbindingar ríkisins erlendis. Slíkar yfirlýs- ingar stjórnvalda eru bindandi að þjóðarétti eins og Ragnhildur Helgadóttir prófessor hefur bent á. Ríkisstjórnin stóð fyrir sitt leyti við heitið, en hún reyndist ekki hafa meiri hluta Alþingis að baki sér fyrr en fimmtán mánuð- um eftir hrun. Og þá kaus forseti Íslands að grípa fram fyrir hend- urnar á Alþingi líkt og Alþingi hafði gripið fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni sumarið 2009. Nú stefnir málið í strand í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Í þriðja lagi þykir mörgum það ekki boðlegt að þurfa sem skatt- greiðendur að axla þungar kvaðir fram í tímann af völdum afglapa og hugsanlegra lögbrota í einka- bankarekstri, á meðan sökudólg- arnir hafa ekki enn verið dregnir til ábyrgðar að lögum og stjórn- völd sýna því máli næsta lítinn áhuga. Áhugaleysið kann að helg- ast af því, að bankarnir og skyld fyrirtæki dældu fé í þrjá af fjór- um stærstu stjórnmálaflokkun- um, svo sem Ríkisendurskoðun hefur nú upplýst. Eitt er að fella sig úr fjarlægð við staðfestingu Alþingis á erlendum skuldbind- ingum. Annað mál, finnst mörg- um, er að láta bjóða sér inn í kjör- klefa til að staðfesta gerninginn með atkvæði sínu. Auk þess henta hvorki skuldamál né samningar við erlend ríki til þjóðaratkvæða- greiðslu, og IceSave-málið er hvort tveggja í senn. Gömlu ráðin? Strandi IceSave-málið í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í febrúar eða marz, munu Norðurlöndin næst- um örugglega hætta fjárstuðn- ingi sínum við Ísland, enda verða úrslitin túlkuð þar sem svo, að vöflur séu á Íslendingum frammi fyrir bindandi skuldbindingum Íslands við önnur lönd. Fari svo, mun AGS þá annaðhvort einnig þurfa að draga sig í hlé og skilja landið eftir á berangri, þar eð sjóðurinn má ekki samkvæmt reglum reiða fram meira fé en hann hefur þegar boðið, eða bjóða fram stuðning við nýja áætlun með sýnu harkalegri aðgerðum í fjármálum ríkisins en nú standa fyrir dyrum. Þá harðnar á daln- um. Hafni stjórnvöld slíku boði, munu þau líklega telja sig nauð- beygð að grípa til gömlu ráðanna, hleypa verðbólgunni á skrið með hjálp Seðlabankans án verðtrygg- ingar og leggja til atlögu við líf- eyrissjóðina, þótt þeir eigi að heita eign lífeyrisþega. Hætti ríkisstjórnin við að halda þjóð- aratkvæðagreiðsluna, verður hún sökuð um að brjóta stjórnar- skrána líkt og 2004. Stjórnmálastéttin hefur stefnt endurreisn efnahagslífsins í voða. Fyrir hálfu öðru ári virtist sem kreppan yrði skammvinn, en nú er hætta á þungum afturkipp og upp- lausn. Ríkisstjórnin, Alþingi og forseti Íslands bera þunga ábyrgð á þeirri stöðu, sem nú er komin upp. Þetta þurfti ekki að fara svona. Þjóðin getur gripið í taum- ana, nema hún kjósi heldur að steypa sér fram af hengifluginu. Milli steins og sleggju Í DAG | Afglöp stjórnmála- stéttarinnar ÞORVALDUR GYLFASON Á þessum degi árið 1968 átti eitt versta kjarnorkuslys sögunnar sér stað í næsta nágrannalandi okkar, Græn- landi. Bandarísk B-52 sprengjuflugvél fórst þá með fjórar vetnissprengjur innanborðs skammt frá Thule- herstöðinni. Sprengjurnar sprungu ekki við slysið, en mikið magn geislavirkra efna dreifðist um svæðið og sterkar líkur benda til þess að Bandaríkjaher hafi mistekist að endurheimta eina sprengjuna, sem hafi fengið vota gröf í Thule-flóanum. Þó betur hafi farið en á horfðist, hafði óhapp þetta margháttað- ar afleiðingar. Til að mynda vakti það marga til umhugsunar um skynsemi þeirrar stefnu Bandaríkjahers að hafa ætíð hluta kjarn- orkuvopnabúrs síns á flugi um háloftin. Þá ýtti atvikið undir að komið var á beinu sambandi milli herja risaveldanna til að koma í veg fyrir að óhapp við flutninga á kjarnorkuvopnum yrði ranglega túlkað af hinum aðilanum sem byrjun á kjarnorkustríði. Áhrifin á dönsk og grænlensk stjórnmál urðu ekki síður mikil. Hin opinbera stefna danskra stjórnvalda var sú að kjarnorkuvopn skyldu ekki vera á danskri grundu og átti slíkt hið sama vita- skuld að gilda á Grænlandi. Áratugum síðar kom í ljós að danskir ráðamenn gáfu Bandaríkjamönnum grænt ljós á að geyma kjarn- orkuvopn í Thule og flytja þau til eftir sínum hentugleika. Þessu var haldið rækilega leyndu fyrir grænlenskum almenningi og er einn ljótasti bletturinn á sögu danskrar valdstjórnar á síðustu áratugum. Fjöldi Bandaríkjamanna, Grænlendinga og danskra verka- manna kom að hreinsunarstarfi á slysstaðnum, þar sem unnið var við verstu veðuraðstæður að því að fjarlægja sem mest af braki og snjó áður en ísinn færi að bráðna og geislavirku efnin myndu dreifast út um allt. Verkamennirnir fengu ekki að vita hið sanna eðli slyssins og mikið vantaði upp á að reynt væri að verja þá nægilega fyrir áhrifum geislunarinnar. Dánartíðni þeirra hefur verið ískyggilega há og fjölmargir fengið krabbamein. Til- raunir verkamannanna til að fá hlut sinn réttan hafa reynst mikil þrautaganga og dönsk og bandarísk stjórnvöld ekki fengist til að axla sína ábyrgð. Þótt rúm fjörutíu ár séu liðin frá kjarnorkuslysinu á Græn- landi, er málið enn afar lærdómsríkt. Það beinir sjónum okkar að mögulegum afleiðingum þeirrar stefnu kjarnorkuveldanna að játa því hvorki né neita hvort kjarnorkuvopn séu um borð í farar- tækjum þeirra. Stórveldin áskilja sér í raun rétt til að fara með kjarnaflaugar sínar um heiminn að eigin hentugleika, óháð þeirri hættu sem umhverfinu og samfélagi manna er búin með slíku hátterni. Sú tvöfeldni sem danska stjórnin sýndi í kjarnorkumál- unum, með því að kynna eina stefnu fyrir borgurum sínum en aðra í leynisamskiptum við Bandaríkjastjórn er sömuleiðis holl áminning. Bágt er að trúa því að slík tvöfeldni hafi verið bundin við stjórnvöld í Kaupmannahöfn. Svartur blettur á sögu Grænlands: Sprengjan og ísinn STEFÁN PÁLSSON SKRIFAR Stórveldin áskilja sér í raun rétt til að fara með kjarna- flaugar sínar um heiminn að eigin hentugleika, óháð þeirri hættu sem umhverfinu og samfélagi manna er búin … UMRÆÐAN Brynhildur Pétursdóttir skrifar um fjölmiðla Ég hef oft furðað mig á hversu lítil áhersla er lögð á gerð fréttaskýringaþátta hjá ríkissjón- varpinu. Ýmis mikilvæg málefni eru gjarnan afgreidd þannig að viðmælendur, yfirleitt á öndverð- um meiði, eru kallaðir í myndver þar sem þeir láta móðan mása. Þetta er einföld og ódýr aðferð en á ekkert skylt við fréttaskýringar. Áhorfandinn er engu nær og hefur ekki hugmynd um hvað er satt og hvað er logið. Mér finnst með ólíkindum að ekki hafi verið gerð- ur þáttur um Icesave-málið þar sem öllum þekkt- um staðreyndum er komið á framfæri. Þótt eflaust sé margt óljóst í þessu flókna máli hlýtur að vera hægt að taka saman helstu staðreyndir og útskýra þær fyrir þjóðinni. Að sýningu lokinni er hægt að hleypa álitsgjöfum í myndver þar sem þeir fjalla þá um málið út frá þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. Slíkt kemur í veg fyrir að fólk haldi uppi rangfærslum vegna þess að það þjónar þeirra hagsmunum eða það einfaldlega veit ekki betur. Ég beini spjótum mínum sérstaklega að ríkis- sjónvarpinu vegna þess að sjónvarpið er öflugasti miðillinn og einn góður fréttaskýringaþáttur getur haft meiri áhrif en tugir blaðagreina og útvarpsvið- tala. Þá finnst mér RÚV hafa þeirri skyldu að gegna að leggja sitt af mörkum til að lyfta umræðunni á hærra plan. Það getur ekki verið hlutverk álitsgjafa eða stjórnmálamanna að útskýra mikilvæg mál fyrir þjóðinni. Það er hlutverk fréttamanna að grafast fyrir um staðreyndir, skoða mál frá öllum hliðum og matreiða niðurstöðuna fyrir áhorfendur á skiljan- legan hátt og ég efast ekki um að starfsfólk ríkis- sjónvarpsins getur unnið vandaða þætti rétt eins og kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Ég er sannfærð um að vandaðar fréttaskýringar eru forsenda fyrir málefnalegri umræðu og vona að aðrir eigendur RÚV séu mér sammála. Höfundur er áhugamanneskja um þjóðfélagsumræðu. Fréttaskýringar óskast BRYNHILDUR PÉTURSDÓTTIR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Sérkennileg tilviljun Ísland í dag var með nærmynd af fyrrverandi landsliðsfyrirliða í handbolta, á þriðjudag. Skemmtileg, tja eða öllu heldur merkileg, tilviljun er að þessi umfjöllun sé nokkrum dögum fyrir prófkjör Sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Þar sækist Geir eftir 2. sæti eins og fjórir sitjandi borgarfulltrúar gera. Þáttastjórnend- unum, Sindra Sindrasyni og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, þótti ekki ástæða að geta þess í kynningu. Reyndar var minnst á þetta í framhjá- hlaupi í umfjöllun. Þess í stað dásamaði fjöldi viðmælenda Geir í hvívetna. Ætli aðrir frambjóðendur í prófkjörinu fái svipaða meðferð? Þjóðlegar hefðir endurreistar Sá sögulegi atburður gerðist í borgarstjórn Reykjavíkur að Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi var víttur. Elstu menn muna ekki að slíkt hafi gerst áður í borgarstjórn. Athygli- verðara er að Ólafur var víttur fyrir níðvísu. Kannski er hér um að ræða lið í endurreisn þjóðlegra hefða í kjölfar kreppunnar? Sléttuböndin betri Níðvísan sem Ólafur fór með er haganlega ort, en sá augljósi galli er við hana að merking hennar er öllum ljós. Hann hefði betur flutt vísu orta í sléttuböndum. Þau eru þeim eiginleikum gædd að hægt er að lesa aðra merkingu úr vísunni sé hún lesin afturábak. Ein frægustu sléttuböndin eru ýmist eignuð Látra- Björgu eða Jóni Þorgeirssyni presti á Hjaltabakka og eru til í mörgum útgáfum, til dæmis þessari: Grund- ar dóma, hvergi hann/hallar réttu máli./Stundar sóma, aldrei ann/örgu pretta táli. Lesin öfugt hljóðar hún svo: Táli pretta örgu ann/ aldrei sóma stundar./ Máli réttu hallar hann/ hvergi dóma grundar. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.