Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2010 1. Model ‚Modern alu‘ Ný gerð af hurð með ál ramma og val um 17 liti. Þessi er sérpöntuð og koma skápaeiningar samsettar. 2. Model ‚Modern space‘ Er nýjasta línan af höldulausum innréttingum. Þessi er sérpöntuð og koma skápaeiningar samsettar. 3. Model ‚Hacienda 1000‘ Er til á lager og er nýjast modelið í þeirri línu. 4. Model ‚Horizon‘ Er til á lager og tilvalið fyrir þá sem vilja höldulausa innréttingu á góðu verði. 1. 4. 2. 3. Hugvit, smekkvísi og gæði þykja lýsa dönsku HTH-inn- réttingunum sem verslanir Ormsson hafa selt í rúm tíu ár á Íslandi. „Við höfum selt innréttingar frá fyrirtækinu í áratug enda hefur framleiðandinn fyrir löngu skap- að sér nafn á Íslandi fyrir gæði, smekkvísi og áreiðanleika,“ segir Skúli Hersteinn, hjá innréttinga- deild Ormsson, um innréttingar frá danska fyrirtækinu HTH sem hafa verið seldar á Íslandi í ein þrjátíu ár. HTH er einn stærsti framleið- andi eldhús- og baðinnréttinga í Skandinavíu, stofnað af bræðr- unum Hans Henning og Tonny Haahr í Olgod árið 1966. Mark- mið bræðranna var að koma á fót fyrirtæki sem framleiddi ódýrar innréttingar fyrir danskan mark- að, sem viðskiptavinir gætu sjálf- ir sett saman. HTH hefur á seinni árum þróast í framleiðanda á há- gæðainnréttingum, sem skiptast í svokallaða rauðar og gular línur eftir því hvort menn kaupa sam- settar sérpantaðar eða ósamsett- ar innréttingar af lager . „Rauða línan, sem samanstend- ur af sérpöntuðum innréttingum, hefur fyrir löngu náð vinsæld- um hérlendis,“ bendir Skúli á og bætir við að sú gula, líka kölluð Settu það saman, hafi hins vegar verið að ryðja sér til rúms að und- anförnu og þá ekki síst í kjölfar kreppunnar. „Fólk horfir frekar í aurinn en áður og kaupir ódýrari týpur. Um nokkurt skeið nutu til að mynda hvítar höldulausar inn- réttingar í háglans mikilla vin- sælda en nú kjósa margir ódýr- ari lausnir við val á sínum inn- réttingum.“ Hann tekur fram að þrátt fyrir verðmun séu gæðin ávallt mikil. Þá segir Skúli eldhúsinnrétt- ingar úr hnotu, eik og hvíttaðri eik eftirsóttari en áður og sömu- leiðis innréttingar í þvottahús. „Í síðara tilvikinu má eftirspurnina sjálfsagt rekja til þess að þvotta- herbergið er það rými sem marg- ir eiga eftir að standsetja og inn- réttingar í þau eru tiltölulega ódýrar, svona frá 80.000 og þar yfir, allt eftir stærð og útliti.“ Þrátt fyrir þróun gengis ís- lensku krónunnar hafa for- svarsmenn Ormsson reynt eftir fremsta megni að halda verð- inu niðri að sögn Skúla. „Á móti höfum við verið að bjóða 20 pró- sent afslátt af öllum innrétting- um og sömuleiðis af AEG-raf- tækjum og fleiru sé innréttingin keypt hjá Ormsson.“ Hann bætir við að í verslunum Ormsson séu einnig seldir vaskar, borðplötur og blöndunartæki við eldhúsinn- réttingarnar. Fimm ára ábyrgð er á innrétt- ingunum en raftæki eru í tveggja ára ábyrgð. Afgreiðslutími er skjótur og þannig tekur aðeins dag að fá innréttingar úr Settu það saman-línunni afgreiddar. Allar innréttingar er hægt að fá sendar heim gegn gjaldi og að sögn Skúla getur fyrirtækið út- vegað smiði til að annast uppsetn- ingu þeirra sé þess óskað. Gæði og góð þjónusta Skúli segir innréttingar úr hnotu, eik og hvíttaðri eik frá danska framleiðandanum HTH njóta vaxandi vinsælda hérlendis. Fjöldi fólks hefur brennandi og ódrepandi áhuga á mat og flest- ir neyta hans jafnvel daglega. Því þarf ekki að koma mikið á óvart að nokkrar kvikmyndir hafi verið gerðar sem snúast að miklu leyti um matargerðarlistina. Margar þessara kvikmynda eiga það sam- eiginlegt að æsa upp í áhorfendum hungrið svo um munar og verður að teljast stórhættulegt að hætta sér á slík listaverk í bíó án þess að hafa kýlt sig út fyrst. Gott dæmi um þetta er mynd- in Gestaboð Babette eftir danska leikstjórann Gabriel Axel frá árinu 1987. Þar er stærstum hluta mynd- arinnar eytt í að undirbúa stærð- arinnar veislu með flestum þeim kræsingum sem mannshugurinn getur ímyndað sér og má í raun segja að verkið sé einn heljarinn- ar óður til matargerðar. Í fáum kvikmyndum hefur matur leikið eins stórt hlutverk og í mexíkósku myndinni Kryddleg- in hjörtu, eða Como agua para cho- colate, sem leikstjórinn Alfonso Arau gerði eftir sögu eiginkonu sinnar, Lauru Esquivel, árið 1992. Þar hefur skap söguhetjunnar Titu meðan hún eldar áhrif á alla þá sem gæða sér á matnum; ef Tita grætur ofan í matinn verða allir sorgmæddir, ef hún er ástfangin við eldamennskuna færist frygð yfir fólk og svo framvegis. Þá eru ótaldar myndir á borð við Chocolat eftir Lasse Hall ström, Yin shi nan nu eftir Ang Lee og Soul Food eftir George Tillman Jr. og Julie & Julia eftir Noru Ephron sem sýnd er nú í íslenskum kvik- myndahúsum. - kg Kræsingar í kvikmyndasölum Stór hluti myndarinnar Gestaboð Babette fer í undirbúning á stærðarinnar veislu. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.