Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.01.2010, Blaðsíða 42
26 21. janúar 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Hamborg var fyrir nokkru útnefnd „Græn höfuðborg Evrópu“ fyrir árið 2011 en af því tilefni var sett upp sýn- ing á athyglisverðum arkitektúr, í Hamborg og á alþjóðavísu, sem teng- ist orkumálum og umhverfi. Stöðvar- hús Reykjanesvirkjunar, sem er verk Arkitektastofunnar OG með Ormar Þór Guðmundsson arkitekt í fararbroddi, er eitt þeirra verka sem til umfjöllunar eru á sýningunni. Arkitektastofan OG hefur komið að mörgum þekktum verk- um hérlendis. „Jú, þetta kom mér á óvart og ég spurði sýningarstjórann, þegar hann hafði samband við mig, hvar hann hefði eiginlega séð Reykjanesvirkjun og þá hafði hann rekist á mynd af virkjuninni í einhverju tímariti. Í kjölfarið sendi ég svo frekari gögn um virkjunina,“ segir Ormar. „Sýningin var fyrst opnuð í fyrrasumar í Hamborg og þá var ég ekki viðstaddur því ég áttaði mig hrein- lega ekki á umfangi sýningarinnar og hve merkileg hún væri. Nú er verið að opna hana í annað sinn eftir helgi, 24. janúar, í sýningarsal „Aeds am Pfeffer- berg“ í Berlín og ég flýg utan til að vera viðstaddur þá opnun,“ segir Ormar, en sýningin verður opin til 4. mars. Yfir- skrift sýningarinnar er Seismograph City, Sustainable Strategies in Archit- ecture and Urban Design og er verk- um sýningarinnar skipt niður í nokkra flokka og má þar nefna flokk nýbygg- inga, endurnýjun gamalla bygginga, strandsvæði og fleiri, en öll verkefnin eiga það sameiginlegt sem fyrr segir að tengjast umhverfismálum á einhvern hátt. Reykjanesvirkjun er í flokki sem kallast einfaldlega „Orka“ en nefna má að í þeim flokki var verk eins þekkt- asta arkitekts heims, Steven Holl, einn- ig valið á sýninguna. Reykjanesvirkjun þykir eiga gott samspil við umhverfið þar sem hraunið er látið ná alveg upp að húsinu og leikur þannig skemmtilegt hlutverk í heildar- mynd virkjunarinnar. Byggingin er að utan klædd með báruáli í náttúrulegum lit. „Það sem við leituðumst við var að fá fram einföld og mjúk form í ljósum litum sem stæðu í andstöðu við úfið og dökkt hraunið,“ segir Ormar um bygg- ingu hússins og ljóst er að það hefur heppnast vel. juliam@frettabladid.is REYKJANESVIRKJUN: STÖÐVARHÚSIÐ Á ARKITEKTASÝNINGU Í ÞÝSKALANDI Virkjunin í hópi með verkum heimsfrægra arkitekta VEKUR HEIMSATHYGLI Reykjanesvirkjun vakti einkum athygli fyrir frábært samspil bygging- arinnar við náttúruna. MYND/ÚR EINKASAFNI MIKILL HEIÐUR Ormar Þór Guðmundsson hjá OG Arkitektastofunni segir það mikinn heiður að virkjunin skuli vera í hópi verka á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EMMA BUNTON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1976. „Ég fæ kvíðakast í hvert sinn sem ég stíg á svið og þess vegna veit ég eiginlega ekki af hveju ég stend í þessu.“ Söngkonunni Emmu Bunton skaut upp á stjörnuhimininn með hljómsveitinni Spice Girls á ní- unda áratugnum. Fyrsta platan, Spice, innihélt smelli á borð við Wannabe, 2 become 1 og Who Do You Think You Are. Bunton hefur síðan þá gefið út nokkrar sólóplötur. Sinfóníuhljómsveit tónlist- arskólanna lýkur 6. starfs- ári sínu með tónleikum í Langholtskirkju laugardag- inn 30. janúar klukkan 16. Alls skipa um 100 nemend- ur hljómsveitina að þessu sinni en þeir hafa lagt hart að sér við æfingar undir leiðsögn Daníels Bjarna- sonr hljómsveitarstjóra. Baldvin Oddsson verður ein- leikari með hljómsveitinni í trompetkonsert eftir Joseph Haydn. Þess má geta að sex manna hópur úr hljómsveitinni flyt- ur að auki tvö kammerverk undir stjórn Péturs Grétars- sonar. Lokatónleikar í Langholtskirkju Í tilefni af 100 ára afmæli Vatnsveitu Reykjavíkur á síðasta ári hefur Orkuveita Reykjavíkur (OR) ákveð- ið að bjóða öllum nemend- um 4. og 5. bekkjar í Grunn- skólum Reykjavíkur á leik- sýninguna Bláa gullið sem fjallar um margbreytileika vatnsins. Leikfélagið Opið út setur upp sýninguna í sam- vinnu við Borgarleikhúsið og var hún frumsýnd á Litla sviðinu 10. október sl. í leik- stjórn Charlottu Bøving. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveit- unnar, og Opið út ásamt trúð- unum í Bláa gullinu staðfestu samstarfið við hátíðlega at- höfn í gær við hverinn Strók í Öskjuhlíðinni. Leiksýningarnar verða dagana 8. til 16. febrúar og munu um 2.800 börn koma í Borgarleikhúsið á Bláa gull- ið í boði OR. Sýningin hefur það að markmiði að áhorf- endur sjái vatn í nýju ljósi; upplifi margbreytileika, mik- ilvægi og töfra bláa gulls ins. Þrír trúðar leiða áhorfendur um sögusvið vatnsins sem hefur verið á stöðugu ferða- lagi um jörðina í árþúsundir; undir og á yfirborði hennar, í öllum lífverum og um him- ingeiminn. Trúðarnir varpa fram ýmsum spurningum um eðli og uppruna vatns- ins á fræðandi en trúðsleg- an hátt. Aðeins ein sýning er eftir af verkinu í almennri sölu, en hún verður sunnudaginn 24. janúar klukkan 14.00. Miðasala er í síma 568 8000 eða á www.borgarleikhus.is. Orkuveitan býð- ur börnum í bíó TRÚÐAR Leiða áhorfendur um sögusvið vatnsins í leikritinu Bláa gullið. Japanshátíð verður hald- in í sjötta sinn næstkom- andi laugardag, 23. janúar, á Háskólatorgi. Hátíðin er skipulögð af japönskudeild við Hugvísindasvið Háskóla Íslands í samvinnu við Jap- anska sendiráðið á Íslandi. Hátíðin hefur verið hald- in árlega frá árinu 2005. Gestum er boðið að kynn- ast Japan í gegnum ýmsa atburði og kynningar. Margir básanna sem verða til sýnis eru gagnvirk- ir og geta viðstaddir til að mynda smakkað ólíka jap- anska rétti og fengið nöfn- in sín skrifuð með japönsku letri. Þá fer fram japönsk spurningakeppni ásamt ýmsu fleiru. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og öllum opinn. Japanshátíð í sjötta sinn HÁTÍÐ Nemendur og kennarar í japönsku við HÍ. TÓNLISTARVEISLA Sinfóníu- hljómsveit tónlistarskólanna heldur tónleika í Langholts- kirkju á laugardag. MERKISATBURÐIR 1793 Rússland og Prússland skipta Póllandi. 1919 Fyrsta stjórnarskrá Írlands samþykkt. 1925 Albanía lýsir yfir sjálf- stæði. 1925 Yfir Ísland ganga mestu flóð og fárviðri í eina öld. Miklar skemmdir verða í Grindavík, á Eyrarbakka og í Reykjavík. 1932 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis stofnaður. 1976 Atli Heimir Sveinsson hlýtur norrænu tónlistar- verðlaunin. 1976 Fyrsta farþegaflug hljóð- fráu Concorde-þotunnar. 2009 Samfylkingarfélag- ið í Reykjavík samþykk- ir ályktun um að slíta beri stjórnarsamstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn. Spaugstofan hóf göngu sína í Sjón- varpi með þætti sínum 89 af stöð- inni á þessum degi árið 1989. Árið eftir breyttist heiti þáttarins í 90 af stöðinni og enn síðar Enn ein stöðin. Síðan 1989 hefur þátturinn verið sýndur með hléum, yfirleitt á laugardagskvöldum, þar sem grín er gert að atburðum liðinnar viku og þá gjarnan í tengslum við stjórnmál og þjóðþekkta menn. Að baki Spaugstofunni stendur hópur leikara sem kalla sig Spaugstofu- menn en hann skipa Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson og Sigurður Sigurjónsson. Randver Þorláksson var í Spaugstofunni allt til ársins 2007. Heimild: wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 21. JANÚAR 1989 Spaugstofan hefur göngu sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.