Samtíðin - 01.11.1955, Qupperneq 35
SAMTÍÐIN
31
Þ E ■ R VITRL
....... , SÖGÐU:
WILLIAM FAULKNER: „Bók-
menntir eiga að f jalla um manninn,
baráttu hans, hugrekki o. s. frv.
Maðurinn á í baráttu við sjálfan sig,
við meðbræður sína. Hann vill vera
hugrakkur, en er þó í vafa um, að
hann geti það — þangað til örðug-
leikarnir steðja að og hann á ekki
annarra kosta völ.“
G. J. NATHAN: „Mundir þú vilja
kvænas't stúlku, sem alltaf væri á
sama máli og þú? Geturðu hugsað
þér litla, yndislega veru, sem enga
skoðun hefur aðra en þá, sem þú
hefur? Ef svo er, þá ertu enn þá á
andlegu smábamastigi. Nei, hlut-
verk konunnar er að vera manni
sínum til uppörvunar, sýna honum
samúð og hugga hann, ef með þarf,
en umfram allt standa við hlið hans
sem skynsamur félagi, sem gott er
að ráðgast við, hvað sem að höndum
ber“.
WILLIAM HAZLITT: „Lygin er
mesta viðurkenning á ofurmagni
sannleikans, sem hugsazt getur“.
BERNARD SHAW: „Fáir menn
hugsa oftar en tvisvar eða þrisvar á
ári. Ég hef orðið heimsfrægur af
því að hugsa einu sinni eða tvisvar
í viku“.
LONGFELLOW: „Við metum sjálf
okkur eftir því, hvað við treystum
okkur til að færast í fang; aðrir
meta okkur af verkum okkar“.
X: „Slæmir fulltrúar eru kosnir
af góðum borgurum, sem sitja heima
og greiða ekki atkvæði“.
NÍJAR BÆK1IR
Ágúst Sigurðsson: Dansk-íslenzkt orða-
safn. 3. útg. 220 bls., íb. kr. 40.00.
Ólafur Hansson: Ágrip af trúarbragða-
sögu. Kennslubók. 143 bls., ób. kr. 35.00.
Indriði G. Þorsteinsson: Sjötíu og níu af
stöðinni. Skáldsaga. 2. útg. 148 bls., ób.
kr. 30.00.
Benjamín Sigvaldason: Sannar sögur III.
hefti, 127 bls., ób. kr. 25.00.
Guðmundur Gíslason Hagalín: Konan í
dalnum og dæturnar sjö. Saga Moníku
Helgadóttur á Merkigili. 336 bls., ób.
kr. 105.00, íb. 130.00.
Thor Jensen: Reynsluár. Minningar I.
bindi. Skrásett hefur Valtýr Stefánsson.
246 bls., íb. kr. 150.
F. Emerson Andrews: Sigmundur og kapp-
ar Karls konungs. Drengjabók. Her-
steinn Pálsson þýddi. 190 bls., ib. kr.
48.00.
Mannfundir. íslenzkar ræður i þúsund
ár. Úrval. Vilhjálmur Þ. Gíslason tók
saman. 429 bls., ób. kr. 90.00, ib. 118.00
og 145.00.
Wade Miller: Á mannaveiðum. Skáldsaga.
156 bls., ób. kr. 20.00.
Kjartan Ólafsson: Sól í fullu suðri. Ferða-
saga frá Suður-Ameriku. 269 bls., íb.
kr. 85.00.
Halldóra Eggertsdóttir og Sólveig Bene-
diktsdóttir: Nýja matreiðslubókin. Regl-
ur um meðferð matvæla. Fyrirsagnir
um tilbúning rétta. Brauðgerð, Meðferð
á berjum og grænmeti. Sláturstörf. 174
bls., ib. kr. 95.00.
Pearl S. Buck: Dularblómið. Saga frá Jap-
an og Bandaríkjunum. Andrés Kristjáns-
son þýddi. 210 bls. íb. kr. 58.00.
Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup-
ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
BÖKAVERZLUN
ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F.
Austurstræti 8, Reykjavík. Sími 4527.