Samtíðin - 01.02.1953, Qupperneq 35

Samtíðin - 01.02.1953, Qupperneq 35
SAMTÍÐIN 31 *eir VITRL — ... SÖGÐL: KJARTAN HELGASON: „Hvenær sem einhver ný og stór hugsun þarf að komast inn í meðvitund manna, hvenær sem einhvern nýstárlegan sannleik þarf að boða almenningi, þá verða skáldin að taka það að sér. Aðrir geta það vanalega ekki. Þau eru langbeztu alþýðukennararnir, sem heimurinn hefur átt. Þau eru spámenn þjóðanna. Fyrir það, að skáldin okkar hafa ort ættjarðar- kvæði, svo innileg og mjúk og hlý, að hvert barnið lærir þau, um leið og það lærir málið, fyrir það er ein- hver snefill af þjóðrækni í okkur öllum. Við höfum drukkið hana inn í okkur með móðurmjólkinni. Og fyrir það, að á Islandi hafa verið menn, sem ritað hafa sögur og ort kvæði, hvort tveggja af mikilli snilld, fyrir það er nú það furðuverk heims- ins til, sem heitir íslenzkt þjóðerni.“ CHARLES BUXTON: „Þú hefur ekki gert skyldu þína á öllum svið- um, ef þér hefur gleymzt að vera skemmtilegur.“ BERNARD SHAW: „Það endar alltaf á því, að við trúum að lokum þeim sjálfslygum, sem við erum sí- fellt að segja sjálfum okkur.“ EINSTEIN: „Það fyrsta, sem við lærum af uppeldisvísindunum, er að ganga óstudd af öðrum.“ R. CARDER: Talaðu vel um óvini þína, því að þegar öllu er á botninn hvolft, skapaðir þú þá sjálfur og enginn annar.“ NYJAR BÆKUR Einar Benediktsson: Laust mál I.—II. bindi. Úrval úr sögum, þáttum og rit- gerðum. Steingrímur J. Þorsteinsson bjó til prentunar og ritaði ýtarlega um ævi- feril höfundar. 762 bls., ób. kr. 100.00, íb. 150.00. Jón Sveinsson (Nonni): Nonni segir frá. Ritsafn VIII. bindi. Atburðir og sagnir frá Eyrarsundi. Freysteinn Gunnarsson þýddi. 163 bls. ób. kr. 25.00, ib. 35.00. Stefán Jónsson: Disa frænka og feðgarnir á Völlum. Unglingabók. 221 bls., íb. kr. 35.00. Sögur úr biblíunni. Fagnaðarerindi drott- ins vors Jesú Krists. 182 bls., íb. kr. 35.00. Árni Ólafsson: Glófaxi. Skáldsaga. 140 bls., ób. kr. 25.00. Símon Dalaskáld: Ljóðmæli. Valið hefur Þorvaldur Jakobsson. Um Símoii Dala- skáld eftir Snæbjörn Jónsson. 488 bls., ób. kr. 66.00, íb. 78.00. Aberto Moravia: Dóttir Rómar. Skáldsaga. Andrés Kristjánsson og Jón Helgason íslenzkuðu. 382 bls., ób. kr. 63.00, íb. 75.00. Henry Ussing: Frá hafi til hafs. Ágrip af kristniboðsssögu. Ólafur Ólafsson ís- lenzkaði. 124 bls.. ób. kr. 18.00. Emily Bronte: Fýkur yfir hæðir. Skáld- saga. Siguriaug Björnsdóttir íslenzkaði. 276 bls., íb. kr. 75.00. Joshua Slocum: Einn á báti umhverfis hnöttinn. Ferðasaga. Með teíkningum. Hersteinn Pálsson íslenzkaði. 243 bls., ób. kr. 48.00, íb. 60.00 og 62.50. John Buchan: Svarti presturinn. Skáld- saga. Sigurður Björgólfsson íslenzkaði. 232 bls., íb. kr. 45.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póslkröfu um land allt. BÖKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 4527.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.