Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 7
8. blað 32. árg. IMr. 316 Oktöber 1965 SAMTIÐIN HEIIV1ILISBLAÐ TIL SKEIUIUTIJIVAR OG FRÓÐLEIKS SAMTfÐIN kemur út mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason, Reykjavík, sirni 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 100 kr. (erlendis 110 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt móttaka i Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan lif. Sjálfsmorð í svefnlyfjavímu ALLIR þekkja, hve unaðslegt er að sofna Vært að afloknu dagsverki, sofa síðan í ein- um dúr næturlangt og vakna sæll og endur- nærður árla næsta morguns, albúinn þess að hefja störf sem nýr maður. En því miður eiga ekki allir þessu láni að fagna. Hin svonefnda mcnning vorrar aldar á sér undarlega úthverfu. Fólk vinnur sér orðið mörg störf svo létt, að það þreytist ekki að niarki. Margir eru meira að segja hættir að ganga og anda að sér fersku útilofti, því að bíll bíður við hvers manns dyr. Ómetanleg bægindi eru að því að aka í honum síauknar vegalengdir á vinnustað. En hins ber að gæta, að hann sviptir menn því, sem þeim er bein- línis áskapað og lífsnauðsyn: að g a n g a. I menningarborg þjást margir af kyrrsetum °g einhvers konar atvinnusjúkdómum. Yfir tek- Ur þó, að þegar fólk leggst til hvíldar á kvöld- >u, geta ckki nærri allir sofnað. Þá er gripið «1 svefnlyfja, og svo getur farið, að notkun beirra endi með skelfingu. Þær eru geigvæn- legar sumar fyrirsagnirnar í útlendu dagblöð- unum urn þessar mundir. Hér er ein: Mörg sjálfsmorð eru framin í svefn- lyfjavímu. Fólk, sem vill sofna fljótt, tekur stundum yfir 50 svefntöflur á skömmum tíma! Ósjálfrátt lesurn við áfram: Fjórði hluti beirra sjálfsmorðstilrauna, sem skráðar eru á skýrslur í Danmörku, á sennilega ekkert skylt við sjálfsmorð í venjulegum skilningi. Þær stafa hins vegar af ofneyzlu deyfilyfja, ósjálfráðri töflunotkun. Fólkið, sem hér á í hlut, er í vímu. Þegar læknarnir hafa vakið það til mcð- 'itundar, kveðst það alls ekki hafa ætlað að stytta sér aldur, en segist aðeins hafa ætlað að sofna fljótt! Sænskur læknir, Bengt J. Lindberg, hefur vakið athygli á þessu í læknatímaritinu Nordisk M e d i c i n. Hann hefur kynnt sér 500 skýrslur þess efnis, að menn voru flutt- ir í sjúkrahús eftir sjálfsmorðstilraunir. Þriðj- ungur þeirra ætlaði að vísu að svipta sig lífi, en annar þriðjungurinn sagði, að einungis hug- aræsing hefði stjórnað gerðum sínum. Fjórði hver maður úr þessum hópi hafði af vangá og þekkingarleysi tekið of mikil svefnlyf. Allt þetta vesalings fólk hafði svipaða sögu að segja. Það kvaðst að undanförnu hafa þjáðst af hugaræsingi, sagðist hafa haldið, að það yrði að taka töflu til þess að geta sofnað, en var of órólegt til að bíða þess, að hún verkaði og tók þvi fleiri. Brátt var það orðið svo miður sin, að það vissi ekki, hvað það gcrði. Hugar- æsingin og eiturvíman lögðust á eitt og slæfðu skynsemi þess. Oft tóku menn töflurnar, svo að aðrir sáu, en alls ekki í einrúmi eins og um vísvitandi sjálfsmorðstilraun hefði verið að ræða. Ýmsir þessara sjúklinga höfðu áður verið eiturlyfjaneytendur, ofdrykkjumenn eða sljóir af taugabilun. Aðrir höfðu ekki kennt sér meins. Lögð er áherzla á, að þeir, sem haldnir eru angist eða óróleika, séu lítt móttækilegir fyrir áhrif róandi lyfja. Þess vegna hafa þeir tekið svefntöflur í óhófi og orðið eitri þeirra að bráð. Greininni lýkur með þessu heilræði: Forðizt að hafa nema í mesta lagi tvær svefn- töflur á heimilinu, ef þér eruð i hugaræsingi og viljið sofna fljótt. — Ýmsum kynni að þykja þetta nokkuð væg aðvörun.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.