Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN lians, því að ríkið átli liann sjálí'ur. Þar fyrirfannst enginn ríkissjóður og ekkert fjármálakerfi. Sjálfur liafði konungur vitanlega alls ekkert við alll þetla of- boðslega fjármagn að gera. Það dundi yfir liann eins og vellandi hraunflóð úr neðra. Hann lét sér ekki til hugar koma að verja því til nytsamlegrá framkvæmda i landinu.m. a. til þess að veita vatni á eyðimerkurflæmin og hefja ræktun. Það livarflaði ekki einu sinni að lionum, að nauðsynlegt væri að reyna að bæta lífs- kjör þessara hlásnauðu 5—6 milljóna eyðimerkurbarna, sem hann drottnaði yfir. Þetta vesalings fólk liafði Iijarað þarna í auðninni frá þvi fyrir daga Móse. Konungur hugsaði ekki hærra en svo: Það sér einhvern veginn um sig. En Ibn Saud grunaði, að peningaflóð- ið mundi gera meira ógagn en gagn, að það mundi eyðileggja lífsstarf hans. Þarna var á ferðinni afl, sem hann réð ekki við. Ef til vill fékk þetta honum meiri áhyggju en sú dapurlega stað- reynd, að seinustu æviár sín var hann liættur að geta gert konur sínar óléttar. Lögum samkvæmt átti hann fjórar kon- ur samtímis og gat skipt um þær eftir vild. Hann hafði átt ekki faérri en 300 konur um ævina og getið við þeim fjölda harna. Þegar hann dó, átti liann 45 svni á lífi, en vissi ekki dætra sinna tal. Ibn Saud var enginn venjulegur eyði- merkurræningi. Hann var drambsamui1 og sjálfumglaður, hugrakkur og áræðinn, tillitslaus og átti það lil að vera örlátur. Drottnunargirni lians voru engin tak- mörk selt. Þegar hann var upp á sitt bezta, var hann tvimælalaust aðsóps- mesti höfðingi Arabaþjóðanna. Honum lærðist sú list að auðga krúnuna. Til þess hafði hann féhirði. Aðalstarf þess manns varð smám saman í þvi fólgið að láta smíða hvern rammbyggilega pen- ingaskápinn af öðrum! Ihn Saud barð- ist lil valda i eyðimörkinni, en varð aldrei leiðlogi þjóðar sinnar. Heimspeki, siðfræði, félagshyggja og pólitísk þróun Evrópuþjóða höfðuðu aldrei til vitsmuna lians. En liann átti sér eina hugsjón: trúar- hrögðin. Hann lilheyrði wahabittuniiTn, hreinræktuðum rétttrúnaðarflokki inn- an islams, sem fordæmir hálfvelgju og siðspillingu, en virðir einungis hreina frumkenningu trúarhragðanna og hlýðir hoði Guðs í öllu líferni sínu. Ibn Saud var sannur stríðsmaður Múhameðs og leitaði jafnan styrks i irúarbrögðunuin í öllum alhöfnum sínum. Hann sagði: „Það er ekki hægt að stjórna trúlausum mönnum, því að þeir gera uppreisn. Trúin á Guð er sterkasta vopnið. Hlýðm við lögmál guðdómsins er mikilvægari en allt annað.“ Honum tóksl að fá wahabitta sína til að viðurkenna tízkufyrirbrigði eins og híla og útvarp, enda þótt þeir litu á alh þess háttar sem verk djöfulsins. En af því að þessi menningartæki hentuðu konungi vel, sagði hann bedúínunum, að þau væru gjafir frá Drottni, ríkinu til velfarnaðar. SVO KOM olian til sögunnar. Árið 1913 liafði Ihn Saud í einnar nætur orr- ustu unnið strandhéraðið Ilasa við Persaflóa af Tyrkjum. 25 árum seinna fundu Bandaríkjamenn þarna oliulindu og tryggðu sér rétt til að virkja þær. Á seinasta ári heimsstyrjaldarinnar, l9lo» fór að koma heldur en ekki skriður a oliuvinnsluna. Það ár fékk Ibn Saud millj. sterlingspunda frá virkjendunum (Arameo). Árið 1950 höfðu þeir greitt honum meir en 80 millj. punda, og þeS' ar konungur lézt, var leigan af olíulind- unum orðin 1 milljón punda á viku og fór sívaxandi. I dag er ársleigan af lindunum, sem

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.