Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 umst á legubekkinn, og Halldór liellti í glösin. „Það hefði verið dálaglegt að láta þig dúsa hér aleina i ibúðinni i allt kvöld, og það á laugardagskvöldi,“ sagði Hall- dór. „Landssambandið til skemmtunar ungum einmana stúlkum hefur því veilt mér umboð til að gera allar nauðsyn- legar ráðstafanir. Taktu nú út úr glasinu, stúlka mín. Það er meira í flöskunni.“ „Þú ert nú meiri karlinn, Halldór!“ sagði ég. En kokkteillinn bragðaðist vel, við höfðum nóg umræðuefni, og það fór al- veg dásamlega um okkur þarna á legu- bekknum. Halldór tók yfir um mig, og áður en við vorum búin úr þriðja glas- inu, kysstumst við heitt og innilega og vorum alveg í sjöunda himni. BAKIÐ á legubekknum snéri að dyr- unum, og þess vegna tókum við ekki eftir því, að Helga litla var komin inn i stofuna. Eins og hvert annað hæ- verskt og vel uppalið barn hafði liún farið úr skónum frammi í anddyrinu og læðzt svo á sokkaleistunum inn, svo að alls ekkert heyrðist til hennar. „Er það þetta, sem kölluð er brennandi ást?“ spurði telpan. Við Halldór hrukkum við og færðum okkur ósjálfrátt livort frá öðru. „Helga mín, ertu komin?“ sagði ég og stokkroðnaði. „Það var annars gott, að þú komst, þvi nú er orðið framorðið, og þú átt að fara að hátta undir eins.“ Barnið endurtók: „Er þetta ekki það, sem kölluð er brennandi ást?“ „Brennandi ..., hvar hefur þú lært þessi orð, barn?‘“ „Nú, þetta er nafnið á myndinni, sem verður i sjónvarpinu i kvöld,“ sagði telpan og klifraði upp í hægindastól. „Mig langar svo afskaplega til að sjá hana. Viltu kveikja á sjónvarpinu?“ „Elsku Helga mín,“ sagði ég, „við sem vorum búin að lofa mömmu þinni og pabba, að þú skvldir verða komin i rúmið klukkan átta ...“ „Þú þarft bara ekkert að segja þeim frá þessu,“ sagði barnið. „Að þegja er alls ekki sama og að skrökva.“ „Hárrétt hjá þér!“ gall Halldór við. Ég livessti augun á hann og var nú allt annað en blíð á svipinn, en það hafði bara engin áhrif. Hann sagði skellihlæj- andi: „Mig langar líka til að sjá þessa brennandi ást. Hver veit, nema maður geti eitthvað af lienni lært!?“ „Jæja, Helga mín,“ lók ég aftur lil máls. En litla frænka mín var þá bara búin að liagræða sér enn betur í stóln- um og sagði: „Ef þú segir mönnnu og pabba ekki frá þessu, þá skal ég líka steinþegja!“ Ég andvarpaði og skildi ekki, livað barnið átti við. En ég lofaði lienni að sjá sjónvarpsmyndina. Ég skil nú ekki, að það hafi gert henni neitt, því að skönnnu eftir að myndin byrjaði, var hún slein- sofnuð í hægindastólnum. Við Halldór bárum hana varlega inn í rúm, og svo fórum við aftur inn í stofu. En von bráðar lokuðum við fyrir sjón- varpið. Við gátum hvort sem er ekk- ert af því lært. MERKINGAR ORÐTAKA á bls. 6. 1. Að gera illt verra. 2. Að vera einhverjum til tálma. 3. Það verður afturkippur hjá einhverjum. 4. Að vera aldrei óháður öðrum. 5. Að bera sigur úr býtum. Ef skrifstofuvél yðar bilar, þá hringið í síma 1-39-71. V É L R I T I NN Kirkjustræti 10.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.