Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN SreHHancfi HELGA litla leit bænaraugum á mig og sagði: „Má ég ekki vera á fótum og horfa á sjónvarpið?“ Hún var systurdóttir mín og aðeins átta ára gömul. Systir mín og mágur höfðu brugðið sér á meiri háttar árshátíð, sem standa mundi fram undir morgun með etfirhreytum og öðru tilheyrandi, og ég hafði tekið að mér að gæta litlu dóttur þeirra. „En elsku Ilelga mín,“ sagði ég, „varstu ekki húin að lofa pabha þínum og mömmu, að þú skyldir fara að hátta klukkan átta?“ „Jú,“ svaraði telpan, „en við þurfum eklcert að segja mömmu og pahha frá því.“ Ég tók um kinnarnar á litlu frænku minni, leit heint framan í liana og sagði: „En Iielga mín góð, það væri sama og að skrökva að þeim, og þú ætlar þó ekki að fara að skrökva að mömmu og pabba?“ „Ne-hei,“ sagði hún, „en hann Ivalli segir, að það sé svo agalega spennandi mynd í sjónvarpinu.“ „Hún er nú víst hönnuð börnum.“ „Bara smábörnum,“ sagði telpan. Svo horðaði hún kvöldmatinn sinn, en þar sem kluklcan var ckki nema hálfsjö, leyfði ég lienni að skreppa til Möggu, beztu vinkonu sinnar, sem átti heima í næsta húsi. Telpan lofaði upp á æru sína og trú að koma aftur klukkan þrjú kort í átta. KLUKKAN kort fyrir sjö hringdi sím- inn. Það var læknastúdent, sem Halldór hét og var langt kominn með háskóla- nám. ÁST - „Hvernig í ósköpunum veiztu, að ég er hér?“ spurði ég forviða. En Halldór hló hara og sagði: „Ég lief nú lengi haft sjötta skilningarvit, hvað þig snertir, Gunna mín, og nú hringi ég til þín, sem fulltrúi Landssambands ungra manna til skemmtunar einstæö- ings-stúlkum og hýð þér aðstoð mína.“ „Landssamhand? Hvaða landssain- hand er það?“ spurði ég. „Það er landssamband, sem ég var að enda við að stofna,“ sagði Halldór glað- ldakkalega, „og eftir tíu mínútur keni ég með slatta af kokkteil í flösku, ósvikn- um martíní, sem þér þykir alltaf svo góður. Á ég að koma með sigarettur líka?“ „Já, en Halldór, ég get alls ekki tekið á móti þér hérna,“ stundi ég öldungis ráðþrota. En þá var Halldór allur á hak og hurt úr símanum og liafði lagt tólið á! Svona var hann alltaf. Og þar sem liann var líka alltaf stund- vísin sjálf, var hann kominn eftir ná- kvæmlega tíu mínútur. Ég flýtti mér að hleypa honum inn og loka dvrunum, til þess að nágrannarnir skyldu ekki sjá hann. „Halldór,“ sagði ég, „skilurðu ekki, að ég er harnfóstra hér á heimilinu og á að gæta hennar Helgu litlu. Það er alls ekki gert ráð fyrir, að ég taki móti gest- um á heimili systur minnar og mágs.“ „Það er nú víst heldur enginn, sem hannar þér það,“ sagði Halldór hlæj- andi. „Sko hér er flaskan. Áttu glös?“ Ég andvarpaði. Það tjáði aldrei að deila við Halldór; það þekkti ég orðið af reynslunni. Ég sótti því glös, við sett-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.