Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 22
18
SAMTÍÐIN
IXGOLFUR n \\ ll>SSO\: Ú di náttúrunnar 58. grein
Fið« er leitaö faittja
NÆTURFROST í ágústlok sunnan
lands. Kartöflugrösin falla. Kartöflu-
jurtin er komin til íslands um langan
veg, úr hlíðum Andesfjalla í Suður-
Ameríku. Þar ræktuðu Indíánar kartöfl-
ur löngu á undan hvítum mönnum, en
Spánverjar og Englendingar fluttu þær
til Evrópu. Á íslandi liafa verið ræktað-
ar kartöflur í rúmar tvær aldir. Séra
Rjörn í Sauðlauksdal flutti þær frá Dan-
mörku 1759, sem alkunnugt er, fyrstur
íslendinga, en erlendur „fjárræktar-
barón“ á Elliðavatni varð líklega ofur-
lítið á undan honum. Rófurnar og kálið
eru miklu eldri í landinu, e. t. v. allt frá
landnámstíð eins og kornið. Ætlmóðir
kállegundanna og rófnanna, villikálið,
vex enn villt á vesturströndum Evrópu,
en myndar hvorki mikla forðarót né kál-
höfuð. Ræktuðu káljurtirnar liafa verið
framleiddar smám saman af villikál-
inu með kynbótum og úrvali um þús-
undir ára. Kartöflurnar á íslandi eru
líka miklu stærri og matarmeiri en lor-
feður þeirra, sem Indíánar ræktuðu, og'
voru þeir þó byrjaðir að bæta þær.
Tómatarnir, frændur kartöflunnar, eru
líka frá Indíánum komnir, sömuleiðis
lóhakið, maísinn, kakóið, kinatréð o. fl.
o. f 1.; mestu nytjaplöntur, nema þá tó-
bakið! Munu fornir Indíánaliöfðingjar
hlæja í gröfum sínum að hinum for-
föllnu tvítu tóbaksþrælum!
Margar nytjajurtir eru komnar frá
hinum fornu menningarlöndum við aust-
anvert Miðjarðarliaf, t. d. salat, spínat,
hreðkur, rauðrófur, fíkjur o. fl. Lengi-a
austan frá Asíu eru t. d. appelsínur, sítr-
ónur, lirísgrjón, te, bananar, sykurreyr,
gúrkur, kanill, pipar, ýmsir laukar o. fl.
Gamli Nói ræktaði vínvið, sem frægt er
orðið, en líka er ræktaður amerískur
vinviður. Afríka hefur lagt til kaffið,
olíupálmann o. fl. og döðlupálminn hef-
ur frá ómunatíð vaxið í eyðimerkurvinj-
um hæði Afríku og Asíu. Á síðustu ára-
tugum höfum við sótt t. d. sitkagrenið,
öspina og úlfabaunina til Alaska — og
við ræktum hlómjurtir frá flestum lönd-
um heims í görðum, gróðurliúsum og
stofum. Litið út í blómagarðana og sjáið
jurtir l'rá öllum heimsálfum. Maðurinn
viðar að sér jurtum livarvetna að og hef-
ur stórbreytt gróðursvip flestra landa.
Búfé lians breytir líka gróðrinum. Margt
af því getur ekki án umönnunar hans
verið. Ilve lengi mundi t. d. sauðféð lifa
vil'lt í landinu? Garðjurtir og húsdýr lifa
hér aðeins af náð mannanna!
að ættartölur segi okkur, hvaðan við
komum, en ekki hverl við förum.
♦
að trúarhrögð harna fari meira eftn-
innræti foreldranna en uppeldinu.
♦
að með hverju ári, sem líður, verði auð-
veldara að fljúga óraleiðir, en örð-
ugra að komast lil vinnu sinnar.
♦
að viturlegast sé að draga til morguns
það, sem aldrei ætti að gera.
♦
að hamingjusamt hjónaband sé eins og
langt samtal, sem alltaf sé of stult.