Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 33
SAMTÍÐIN 29 Við óskum afmælisbörnum mánaðarins gæfu og gengis Stjörnuspá allra daga í októbei* ★ ☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ ☆☆☆☆☆ 1. Varkárni á öllum sviðum er nauðsynleg forsenda fyrir velferð þinni á þessu ári. 2. Með dugnaði mun þér auðnast að lcysa ýms vandamál, scm ella kynnu að liafa alvarleg- ar afleiðingar. 3. Ágætt ár á marga lund. Von er á einhverj- um breytingum. Vertu varkár í ágúst. 4. Varaðu þig á vinum þínum, og vertu við því búin(n), að vináttan fari út um þúfur. Seinni hluti ársins verður happadrýgri. 5. Viðburðarikt ár. Útlitið er glæsilegt á ýmsum sviðum, en þér er þörf á forsjálni og' sjálfstæði gagnvart öðrum. 6. Júlí, ágúst og september verða beztu mán- uðir ársins. Þörf er á varfærni í ástamálum, og gættu heilsunnar vel. Forðastu deilur í árslok 1966. 7. Varastu árekstra og hvatvíslega dóma um menn og málefni. Þér mun aukast ábyrgð, sem kann að reyna nokkuð á þig. 8. Vertu sjálfstæð(ur) og örugg(ur), þvi að við nokkra hleypidóma verður að etja. Breyt- ingar kunna að verða á störfum þínum. 9. A fyrri hluta ársins verður þér gott til fjár og ásta. Óvissa ríkir um timabilið frá miðjum febrúar og fram í ágúst, en úr þvi fer allt að ganga vel.- 10. Varastu að rasa um ráð fram í orðum og athöfnum. Forðastu að baka þér óvild áhrifa- manna. Fremur viðsjált ár, hvað ástamál snertir. 11. Óvissa rikir um sitthvað á þessu ári. Vertu orðvar(vör). Miður æskilegar breylingar kunna að valda þér örðugleikum. 12. Dugnaður þinn áður fyrr mun bera góð- an ávöxt. Gerðu vandlegar áætlanir fram í tímann; það borgar sig. 13. Eftir nokkra baráttu við óheiðarlega menn fer allt að ganga betur, bæði hvað störf og heimilismál snertir. 14. Varastu eirðarleysi. Gættu þín fyrir ætt- ingjum og nágrönnum. Forðastu skuldbinding- ar. 15. Útlit er fyrir nokkra örðugleika fyrri hluta ársins, en seinni hluti hans verður miklu betri. 16. Þér er spáð afbragðsári á flestum svið- um. 17. Fyrri hluti ársins verður ágætur, en vertu varkár, þegar liður á árið. 18. Útlit er fyrir, að velta muni á ýmsu frá því i okt. og fram í júni. Síðan hillir undir far- sæld. 19. Það kann að reyna nokkuð á þig á þessu ári, og þér er talið óráðlegt að liætta fé þínu. Vertu hagsýn(n). 20. Útlitið er mjög gott fram í júlí 1966, en einhverjar tafir kunna að verða eftir það. 21. Mörg viðfangsefni bíða þín. Þú kannt að kvíða einhverju, en dugnaður þinn og greind nninu vinna bug á öllu þvílíku. 22. Vertu ekki fyrtin(n), þótt samvinna þin við aðra fari að einhverju leyti út um þúfur. Vertu umburðarlynd(ur) og trygg(ur) í ásla- málum. 23. Þér er spáð ágætu ári á flestum sviðum. Góð viðleitni jjín nnin bera ríkulegan ávöxt. 24. Þrátt fyrir nokkurn andbyr, er þér spáð hamingju á þessu ári. 25. Forðastu ónauðsynlegar efasemdir og tortryggni í annarra garð. Treystu öðrum, og þér mun farnast vel. 26. Farsælt ár vegna hagsýni þinnar og dugn- aðar. Varastu breytingar, en treystu aðstöðu þína. 27. Upphaf og endir ársins munu verða þér happadrýgst. Gættu heilsunnar vel um miðbik ársins og kvíð engu. 28. Vertu framsýn(n) og farðu gætilega i samskiptum við aðra. 29. Spáin segir, að þetta sé fremur varhuga- vert ár. Forðastu deilur og slysaliættur. 30. Gott ár. Ýmsar vonir þínar munu rælast. 31. Fyrri helmingur ársins verður happasæll, en hætt er við töfum úr því. Birt vegna beiðni: 31. ágúst: Útlit er fyrir gott ár, en gættu lieilsunnar vel. ^ MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI und- ir eins bústaðaskipti til að forðast vanskil.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.