Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 8
4 samtíðin RADDIR • RADDIR • RADDIR Dr. Bjarni Benediktsson: Markmið okkar ailra er hið sama SKÖPUNARMÁTTUR Islendinga naut sín bezt á meðan tungan greiddi þeim veg til annarra þjóða og forðaði þeim þannig frá einangrun. Hún varð síðan hjartaskjól þjóðarinnar af þvi, að hún flutti boðskapinn um betri heim utan við einangruðu hreysin á Islandi, heim sem íslendingar áiður höfðu þekkt af eig- in raun, þó að einangrun hinna myrku alda útilokuðu þái frá honum. Tungan flytur okkur þess vegna ekki boðskap um æskileik einangrunar heldur nauð- syn samskipta við aðrar þjóðir, sem nú eru raunar óumflýjanleg, hvort sem við viljum eða viljum ekki. Við varðveitum bezt okkar ómetanlega arf með því að hopa hvergi frii þeim vanda sem okkur er á herðar lagður. Við eigum enn að biðja þess sama og Einar prestur í Garði gerði fyrir sonarsyni sinum, Skúla, er siðar varð landfógeti og mestur maður á íslandi á 18. öld: „Eg bið þess að þú megir læra að þekkja heiminn, en að Guð varðveiti þig frá heiminum." Haldgóð undirstöðumenntun auðveld- ar hverjum og einum að neyta þeirra krafta og hæfileika, sem með honum búa. Framtak og dugur einstaklingsins er forsenda gæfu þjóðar-heildarinnar. Vegna ólíks upplags verður algjörum jöfnuði seint á komið, en bættur efna- hagur hefur þegar tryggt og á eftir að tryggja enn betur, að enginn þurfi að þola neyð. Metin jafnast og furðu fljótt á Islandi. Öll eigum við sameiginlega for- feður skammt aftur i öldum og mununi eiga sameiginlega afkomendur áður en margar aldir líða. Aukin þekking á lögmálum efnahags- lífsins gerir nú mögulegt að ráða við ýmsan vanda, sem áður reyndist óvið- ráðanlegur. Menn verða einungis að vilja leita þekkingar og beita henni í þeim efnum eins og öðrum. Mörg af hinum gömlu deilumáluni hjaðna, þegar Ijósi þekkingarinnar er varpað á þan. Auðvitað skapast ætíð ný úrlausnarefni, sem mönnum sýnist sitt hverjum um. En þó að við kýtum um dægurmál, þ(l skulum við minnast þess, að „Þeir gjalda bezt sinn gamla arf, sein glaðir vinna þrotlaust starf til vaxtar vorri þjóð.“ Markmið okkar allra er hið sama: Heill og heiður íslands. (Úr ræðu forsætisráðherra hinn 17. júní 1965). SÍGILDAR NÁTTÚRULYSINGAF5 ÚR ÍSLENZKUM KVEÐSKAP C A P R I Blómskreytt í klettakjól Capri frá öldum rís. Hátt móti himni og sól horfir þú, steinda dís. Þó hjartað sé hcett að slá> heillar þú margan svein, meðan að bára blá brotnar við unnarstein. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.