Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN BAIVDAMAÐUR DAUÐANS EFTIR GERALD KERSH ÞESSI saga birlist i fgrsta skipti á [rummálinu (ensku) skömmu fgr- ir heimsstyrjöldina 1939—'i5, og snöruðum við henni pá á íslenzku án pess að láta hana á prent. Hún er hatrömm ádeila á eina óhugnanlegustu tegund efnishyggjunnar, vopnasöluna, sem sjaldan er höfð í hámæli í sam- bandi við hinar sifelldu striðsfréttir utan úr heiini. Auk pess sem frásögnin er hnitmiðuð og áhrifamikil, felst i henni viss tegund af spásögn, sem ger- irpað að verkum, að sagan er jafnvel orðin enn tímabærari nú en 1938. Það er eins og höfund hennar hafi órað fyrir kjarnorkuvæðingunni, pegar hann var að skrifa um Hector Sarek, bandamann dauðans, 1938. „Banda- maður dauðans“ verður framhaldssaga okkar fram á næsta ár. ENDA ÞÓTT Sarek væri vanur að liggja á hleri, varð hann að taka á öllu sínu til að heyra, hvað mennirnir tveir við næsta borðið voru að ræða um. Hávaðinn frá götunni var svo mikill: Hófatraðk, hælaskellir og skrölt í ótal vagnhjólum. Sarek gleymdi að totta vindilinn sinn. Reykurinn fór i augun á honum. Hann gleymdi jafnvel að depla þeim. Þau þrútnuðu og mændu gegnum blátt reykj- arský, fjarræn og sljó — augu járns og blóðs. Sarek sat grafkyrr. Það var ekki fyrr en hann lieyrði þessi orð: „Við get- um aðeins náð völdum með áróðri“, að lífsmark sást með lionum; þá glotti hann. Þegar mennirnir höfðu loks slitið tali sínu og annar þeirra var farinn, snéri Sarek sér að þeim, sem eftir sat, og mælti: „Afsakið, en eruð þér ekki Jósef Pashenka?" „Jú.“ „Formaður Verkalýðsflokksins?“ „Já. — Hvað get ég gert fyrir yður?“ „Ég lieiti Sai-ek, Hector Sarek, fulltrúi SJcyrocket járnvörukompanísins. Þér hefðuð ástæðu til að halda, að ég væri mjög ókurteis, en þið töluðuð svo liátt, að ég gat ekki komizt hjá því að heyra það, sem þið voruð að segja.“ „Gott og vel, og livað var það?“ „Minn kæri herra Pashenka,“ mælti Sarek. „Það er aldrei yður liggur á! ••• Svo þér eruð leiðtogi verkalýðsins, mað- urinn, sem ætlar að hefja stjórnarbylt- ingu hara með orðum einum, sem hyggst að ná völdum með eintómum áróðri. Þa það. Mig minnir ég hafi einhvern tínia lesið einhvern af hæklingunum yðar. Þeir voru ákaflega fróðlegir, en þegai' öllu er á botninn hvolft, voru þeir ekk- erl annað en orð. Og orð eru sannast að segja ekki nóg. Ein hyssukúla, kæn herra ...“. Sarek smellti fingrum, eins og hann væri að líkja eftir skoti. „Nú-jæja, og livað er vður á höndum? „Mig langar einungis til að henda y®" ur á, að orð eru ekki einhlít. Byssukúlur tala sterkara móli. Byssukúlur eru það, sem þér þarfnist.“ Pashenka fór að hlæja. „Ef þér eruð einn af þessum undirróðursmönnum, Þa ferst 3’ður starfsemin æði óhönduglega, sagði hann. „Nei, nei, nci! Eg er algerlega ópóh-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.