Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 10
6 SAMTIÐIN „Má vera, en ég skrifa þelta með róm- verskum tölum,“ svaraði skautamaður- inn. Hættuleg samkeppni TVEIR ungir menn sáu tvær bráð- fallegar stúlkur vera að faðmast og kyss- ast á bílastöð. Þá sagði annar þeirra: „Ja, margt fer nú aflaga í þessu þjóð- félagi og ekki sízt það, að kvenfólkið skuli vera farið að taka atvinnuna frá okkur karlmönnunum á öllum sviðum!“ Éttu þá sjálfur SKIP sökk úti á rúmsjó, og drukkn- uðu allir nema einn sjómaður og fast- eignasali. Þeir koinust á fleka. „Ef ekkert skip sér okkur, verðum við bungurmorða,“ sagði sjómaðurinn. „Bölvað þvaður, ég lief alveg skitnóga peninga!“ svaraði fasteignasalinn. „Éttu þá sjálfur,“ anzaði sjómaðurinn. Veit Guö - ? LÍTILL drengur fór með föður sínum upp í Empire State skýjaldjúfinn í New York. Þeir þutu í lyftu til hæða. Þegar þeir liðu frambjá 62. bæð, greip dreng- urinn andann á lofli og sagði: „Pabbi, veit Guð, að það er von á okk- ur?“ Alveg vitlaus í framhaldið KONA nokkur tók eftir ])vi, að sami strákurinn var alltaf að dansa við dóttur hennar. Varla var harmónikan byrjuð á nýju lagi, þegar hann rauk til og bauð lienni upp. Þegar gamla konan náði í telpuna, spurði lmn, livernig á þessu stæði. „Æ, hann Óli! Það er bara af því, að ég er að segja honum glæpasögu og segi lionum smákafla í hverjum dansi, en hann er alveg vitlaus í framhaldið.“ Ekki flækjast fyrir FARIÐ var með háaldraða konu á knattspyrnukappleik til að sýna henm iþróttina. „Og hver er nú tilgangurinn með öll- um þessum hamagangi?“ spurði gamla konan, ])egar hún bafði liorft alveg for- viða á leikinn góða stund. „Að koma boltanum alla leið inn í netið!“ var svarað. „En væri ekki mildu auðveldara, að mennirnir vikju úr vegi og væru ekki að flækjast svona liver fyrir öðrum?“ spurðx gamla konan. Við kryfjum líkið MILLJÓNARI varð fárveikur og lét senda eftir nokkrum frægum læknum- Þeir skoðuðu hann gaumgæfilega og fóru síðan inn í aðra stofu til að bera saman ráð sín. Milljónarinn var mjög bráðlátur að vita, hvað að sér gengi og bað son sinn að lig'gja á bleri, meðan læknarnir rædd- ust við. Pilturinn kom aftur eftir nokkra stund, Hann kvaðst því miður ekki bafa heyrt greinilega, hvað læknarnir sögðu, neina þessi orð: „Yið sjáum, hvað þetta er, þegar líkið verður krufið.“ 1. Að bæta gráu ofan á svart. 2. Að vera einhverjum Þrándur í Götu. 3. Það slær í baksegl hjá einhverjum. 4. Að mega aldrei um frjálst höfuð strjúka. 5. Að halda velli. Svörin eru á bls. 1 ‘ ■

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.