Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 rennur óskipt í féhirzlu konungs, aldrei minni en 150 millj. sterlingspunda. Sam- tímis eru árstekjur venjulegs Saudi- Ar- aha 20 pund! En Ibn Saud hugkvæmdist aldrei að verja neinu af oliugróðanum til að reisa skóla, sjúkrahús, gera vegi né rækta landið í þágu þjóðar sinnar. Hann hugsaði sem svo: Til hvers er að ráðast í þessar framkvæmdir, þegar við höfum enga kennara, enga lækna né hjúkrunarkonur né verkfræðinga. Bedú- ínum mínum vegnar hezt, ef þeir temja sér nægjusemi að dæmi forfeðra sinna. Líferni þeirra er göfugra en allra annarra. Og' meðan þjóð lians barðist við skort- inn i .óræklaðri eyðimörkinni, jós kon- ungur fjármunum sínum gegndarlaust í hina geysifjölmennu fjölskyldu sina, en lét þau boð fylgja, að liún ætti að temja sér strangt, óbrotið og heiðarlegt líferni að dæmi forfeðranna. Þessar áminningar stoðuðu litt. Ýmsir af sonum Ibns Sauds höfðu lileypt heim- draganum og séð, livers fjármunir voru megnugir meðal vestrænna þjóða. Þeir heimtuðu vestræn lífsþægindi, vestræn- an munað, draumahallir með sundlaug- um paradísargarða o. s. frv. Og allt þetta fengu þeir. Hvers konar siðspilling þreifst eins og átumein við peningaflóð þeirra. Ibn Saud komst brátt að raun um, að hann hafði dregizt inn í Iiring- iðu, sem hann komst ekki út úr. Þá reiddist hann og dæmdi jafnvel ein- hverja af sonum sínum til dauða fyrir óhóf og siðleysi. Þeim dómum var aldr- ei fullnægt, og piltarnir létu sér ekki segjast. Svo dó Ibn Saud 73ja ára gamall, mæddur og bitur yfir því að sjá ævistarf sitt óvirt af léttúðugum sonum sínum, svartsýnn á framtíð lands síns og þjóð- ar. Hann var grafinn i kyrrþey á ókunn- um stað í Riad, að liætti wahabitta. Saud, elzti sonur hans, erfði konung- dóminn. Sukkið við hirðina jókst í hans tíð. Þeir ríku uðu ríkari, liinir fátæku snauðari. Fjölskylduhneykslin komust i algleyming. Saud var 53ja ára, er hann gerðist konungur. Hann átti þá 40 syni, rösklega 100 konur, og við hirðina voru meir en 5000 manns. Tekjur konungs voru meiri en föður hans. Engu að siður komst hann á fáum árum í 100 millj. sterlingspunda skuld. Hann sóaði á 10 árum 500 millj. punda til lítilla nytja. Hann hafði ekki erft neinn af meiri hátl- ar hæfileikum föður síns. Mönnum fannst hann vera hálfgerð skopstæling af Ibn gamla Saud. En hans var valdið, og féð liélt áfram að streyma til hans frá olíulindunum. En — nú er svo komið, að veldi Sauds konungs er lokið. Prestastétt landsins og meiri hluti konungssonanna ákváðu loks að svipta liann völdum. Hann ber að vísu konungsnafn, en völdin hafa ver- ið lögð í liendur Faisals, hróður hans, sem er þrem árum yngri. Hann er gagn- ólíkur Saud, hefur hlotið vestræna menntun og heilbrigða yfirsýn lands- málanna. Hann á aðeins eina konu og 8 börn, þegar þetta er ritað. Faisal er greindur og skilur, að þjóðin verður að öðlast sanngjarna blutdeild i tekjum ríkisins. Áður en bann tók við völdum, reyndi hann að kippa ýmsu í lag, setja eins konar stjórn á laggirnar og hefja opinberar framkvæmdir, en Saud sporn- aði við öllu þessu. Það kostaði liann völdin. Óvissa ríkir nú um framlíð konungs- ættarinnar í Saudi-Arabiu. Þjóðin er bú- in að fá nóg af einveldi liennar. Erlend öfl reka byltingaráróður í landinu. Og önnur Arabaríki lúta nú orðið lýðveldis- stjórn nema Jórdania, þar sem Hussein gamli situr, fremur völtum sessi. 4 SÉRHVERT heimili þarfnast fjölbreytts og skemmtilegs heimilisblaðs. SAMTÍÐIN veit- ir lesendum sínum þá þjónustu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.