Samtíðin - 01.10.1965, Qupperneq 9

Samtíðin - 01.10.1965, Qupperneq 9
SAMTÍÐIN ö Hefur&u ir. ? Og hvað gerðir þú? SKOTI koni heim til ættjarðarinnar eft- ir langa dvöl erlendis. Hann fór að heilsa Upp á kunningjana og' har fyrst niður hjá Mac Kenzie. „Sæl vertu, hvernig líður þér?“ spurði hann frú Mac Kenzie. „Prýðilega, þakka þér fyrir.“ „Og livar er maðurinn þinn?“ „Hann er nú dáinn.“ „Er það satt, og hvernig gerðist það?“ „Það gerðist nú þannig, að einn dag sendi ég hann, að þvi er virtist, alheil- l»rigðan út í búð að kaupa hrennt og mal- að kaffi. En þegar hann kom út að garðs- hliðinu, fékk hann hara hjartaslag, hné niður og var samstundis dáinn.“ „Jæja — og hvað gerðir þú?“ „Hvað? Ég fékk mér hara Bordens kaffi í staðinn.“ Sérstök viðhöfn BETLARI kom inn í brauðabúð, beið l}ar þolinmóður, þangað lil slúlkan var búin að afgreiða alla hina og sagði síð- an: „Ekki vænti ég þú eigir nú eina rjóma- köku að gefa mér?“ „Rjómaköku, ekki nema það þó! Ég held þér dugi nú bara þessi fransbrauðs- endi frá því í gær,“ anzaði stúlkan. „Það getur nú vel verið, en svo er 'nál með vexti, að ég á afinæli í dag,“ ^azaði bellarinn. Ég er að æfa mig JÓN kom til kunningja sins, sem sat grafkyrr við horð og hafði vísifingurinn á annarri hendinni niðri i vatnsglasi. „Ilvað er að, hefurðu brennt þig, mað- ur?“ spurði Jón. „Nei, nei,“ svaraði kunninginn, „en í gær skipaði læknirinn mér að fara í hað, og ég er hara að æfa mig undir það.“ Söng fyrir hina ÞAÐ var yndislegur vordagur. Ófor- hetranlegur bölsýnismaður var á rölti úti i guðsgrænni náttúrunni. Þá heyrði liann allt í einu til sólskríkju, sem var að svngja á trjágrein. Bölsýnismaðurinn gjóaði augunum upp lil fuglsins og and- varpaði yfirkominn af mæðu: „Og þú syngur fyrir alla — nema mig.“ Rökrétt ályktun LÍTILL drengur kom hlaupandi inn lil ömmu sinnar og sagði: „Mannna, mamma, hann Bjössi er að faðma og kyssa hana Gunnu systur!“ „Það er ekkert undarlegt, væni minn, því þau ætla bráðum að fara að gifta sig,“ anzaði móðirin. ,,.Tæja,“ sagði drengurinn liugsi, og síðan hætti liann við: Ætlar liann pabbi þá hráðum að giftast skrifstofu- stúlkunni sinni?“ * Eg get — SKAUTASNILLING vantaði auglýs- ingastjóra. Hann hitti einn og sagði við hann: „Ég get nokkuð, sem enginn annar getur. Ég get skrifað 888.888 með skaut- unum!“ „Það eru nú lítil tíðindi,“ anzaði aug- lýsingastjórinn með fyrirlitningu. „Það geta allir skautasnillingar og jafnvel ýmsir byrjendur í listinni.“

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.